Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 4
BÓLUSETNING VIÐ LEGHÁLS- KRABBAMEINI OG STAFRÆNAR BRJÓSTAMYNDATÖKUR Á DÖFINNI Rætt við Kristján Sigurðsson yfirlækni og sviðsstjóra á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands á næstu misserum og snúa þær annars vegar að nýrri tækni við brjóstamynda- tökur sem ráðgert er að taka upp og hins vegar að hugsanlegri bólusetningu gegn krabbameini í leghálsi. Kristján Sigurðsson yfirlæknir og sviðsstjóri á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins segir brýnt að taka sem fyrst upp nýja myndatökutækni við leit að krabbameini í brjóstum og nýjan tölvubúnað við úrvinnslu rannsóknanna. Hann segir einnig áhugavert að taka upp bólusetningu við leghálskrabbameini en leggur jafnframt áherslu á að hefðbundin leit muni halda áfram. Þá segir hann mikil- vægt að settur verði lagarammi um leitar- starfsemina. KOSTAR UMTALSVERÐA FJÁRMUNI Leit að krabbameini í brjóstum kvenna hefur til þessa farið fram með hefðbund- inni röntgenmyndatöku. Röntgenlæknar skoða myndirnar og vakni grunur um breytingar getur þurft að taka sýni og sé hann staðfestur er kona send til krabba- meinssérfræðings á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi. „Á síðustu árum hefur orðið hröð þróun í svonefndri stafrænni rönt- genmyndatöku og hún þykir mjög ákjós- anleg við myndatöku af brjóstum vegna krabbameínsleitar," segir Kristján. Hann segir hagræðið meðal annars fólgið í því að losna við framköllun og vafstur með röntgenmyndir á filmum. „Með stafrænni tækni er unnt að skoða mynd á tölvuskjá og þá þarf læknirinn sem skoðar myndirnar ekki endilega að hafa aðstöðu hér í Leitarstöðinni heldur getur hann allt eins verið á læknastofu eða ann- arri heilbrigðisstofnun ef mönnum sýnist svo. Með þessari tækni geta afköstin líka aukist og síðan er vert að nefna það sem er ekki þýðingarminnst sem er auknar líkur á að finna lítil æxli. Gæði þessara rannsókna aukast með öðrum orðum og það á ekki síst við um myndir af brjóstum yngri kvenna og kvenna við tíðahvörf. Einn kostur enn er sá að mun minni geislaskammtar eru not- aðir með þessari tækni." Nýr tækjabúnaður kostar umtalsvert fé og er búið að setja fram áætlun um þörf- ina. Kaupa þarf fimm stafræn röntgentæki á um 40 milljónir króna hvert. Síðan þarf að fjárfesta í tölvu- og hugbúnaði til úr- lesturs og greiningar mynda sem talið er að kosti alls um 120 til 150 milljónir króna. Búið er að leita til banka og sparisjóða um hugsanleg framlög vegna tækjakaupanna og hefur Glitnir þegar gefið andvirði eins tækis, 40 milljónir. Kristján segir engan vafa leika á að stefna eigi að því að taka upp þessa nýju tækni: „Hópleitin með röntgenmyndatöku af brjóstum hefur verið rekin hér í tæpa tvo áratugi og sannað gildi sitt. Þessi nýja tækni þýðir í raun byltingu á læknisfræðilegri mynd- greiningu og er þegar komin mjög löng reynsla á hana. Framsýni í stjórnun og rekstri hafa hingað til gert okkur kleift að taka upp nauðsynlegar tækninýjungar og ég geri ráð fyrir að það sama verði uppi á teningnum nú." ÁKVEÐA ÞARF BÓLUSETNINGU Á sviði leitar að leghálskrabbameini er nú að koma til nýr möguleiki sem er bólu- setning. Tvö lyfjafyrirtæki, Merck Sharp & Dohme, MSD, og Glaxo Smith Kline eru nú tilbúin með bóluefni sem dugar gegn ákveðnum stofnum HPV-veiru (Human Papiloma Virus), sem valda um 70% krabbameins í leghálsi. „Þegar það upp- götvaðist að um 80% kvenna sýkjast af HPV-veiru og tveir af um 35 krabbameins- valdandi stofnum þessarar veiru geta helst valdið krabbameini þá var Ijóst að bólu- setning gæti verið vænleg leið til að fyrir- byggja krabbamein í leghálsi." „Síðustu fjögur ár hafa farið fram viða- miklar alþjóðlegar rannóknir á vegum MSD á nýju bóluefni (Gardasil) með þessum tveimur stofnum. (slendingar hafa tekið þátt í rannsókn sem náð hefur til 8000 kvenna á Norðurlöndunum, þar af um 700 hér á landi. Fyrirtækið er nú búið að fá lyfið Gardasil skrásett hjá lyfjayfirvöldurm í Bandaríkjunum," segir Kristján og bráð- lega verði það einnig skráð í löndum Evrópusambandins enda árangur af bólu- setningu greinilegur. Hann segir að íslensk heilbrigðisyfirvöld þurfi að ákveða hvort þau ráðist i slíka bólusetningu hérlendis sem hann telur einsýnt að muni skila ár- angri. „Með bólusetningunni getum við dregið verulega úr sýkingum sem þýðir lækkandi tíðni á leghálskrabbameini. Þetta á þá einkum við um ungar stúlkur sem yrðu bólusettar en síðan þarf reynslan að sýna okkur hversu lengi bólusetningin dugar og hversu ungar stúlkur á að bólu- setja. Þetta þýðir jafnframt að hefðbundin leit að krabbameini í leghálsi með þvi að taka frumustrok verður að halda áfram meðal þeirra kvenna sem ekki hafa verið bólusettar og jafnframt meðal þeirra sem hafa verið bólusettar þar sem bóluefnið nær ekki til allra þeirra stofna sem geta valdið krabbameini. Þess vegna má í engu Kristján segir engan vafa leika á því að taka eigi upp stafraena tækni við leit að brjóstakrabbameini og ákveða þurfi hvort ráðast eigi í bólusetningu við leghálskrabbameini. 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.