Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 16
MEÐ BJARTSÝNINA AÐ LEIÐARLJÓSI Sigmundur M. Andrésson athafnamaður og ævintýramaður greindist óvænt með krabbamein „Ástæða þess að ég fór í skoðun á sínum tíma er sú að góður vinur minn hvatti mig ítrekað til þess. Mér þótti það í raun fjarstæðukennt því ég hafði engin einkenni og var fílhraustur," segir Sig- mundur M. Andrésson fyrrum banka- starfsmaður, atvinnurekandi, Islandsmet- hafi í svifflugi, flugkennari og fararstjóri. Segja má að lukkan hafi leikið við hann þótt hann hafi greinst með krabbamein f blöðruhálskirtli. „Ég var á fundi þegar ég fékk tíðíndin og lét þau ekki slá mig út af laginu. Auk þess var ég á leið I þriggja vikna ferð sem fararstjóri til Suður-Afríku og naut hennar vel. Þegar ég kom heim lagðist ég beint undir hnífinn." Þetta var árið 2001, þegar Sigmundur var á sextugasta og öðru aldursári. Eins og flestir menn á hans aldri er hann sprækur sem lækur og lætur ekki slá sig út af lag- inu. „Það verður að segjast eins og er að ég sigldi ótrúlega létt í gegnum veikindin og er þakklátur fyrir það. Á svona augna- blikum er maður viðbúinn hinu versta en ég var búinn að ákveða að taka því sem verða vildi. Ég fékk aldrei neitt áfall." Sigmundur segist ætíð hafa haft bjart- sýnina að leiðarljósi og að hún hafi án efa haft töluvert að segja með afstöðu hans til veikindanna. „Ég geri mér grein fyrir því að hver einasti dagur er verðmætur og ég segi eins og einhver góður maður: Ég gæti vaknað steindauður I fyrramálíð." Eftir að Sigmundur gekkst undir aðgerð- ina hefur hann hvatt vini slna til að láta skoða sig. „Ég hef kannski ekki gengið nógu langt I því eins og vinur minn á sínum tíma en I Ijósi tíðni þessa krabþameins er gífurlega mikilvægt að menn séu á varð- bergi," segir hann. Sigmundur segir að nýr kapítuli sé að hefjast í lífinu því hann hafi selt stóra eign I Árbænum og þau hjónin séu að flytja að sjávarslðunni í Garðabæ. „Auk þess er ég að fara I spennandi ferðir sem fararstjóri, meðal annars til Egyptalands og Kína, „Ég var búinn að ákveða að taka því sem verða vildi." þannig að það er bara tillhlökkun fram- undan." ÞÞ. SANNFÆRÐUR UM AÐ ÉG KÆMIST YFIR ÞETTA Skúli Jón Siguröarson fékk krabbamein á besta aldri en hafdi betur í baráttunni „Sannast sagna gat ég varla beðið eftir því að fara I aðgerðina, ég var svo lán- samur að vera bæði jákvæður og sann- færður um að ég kæmist yfir þetta," segir Skúli Jón Sigurðarson sem starfaði (tæpa fjóra áratugi við flug, m.a. I prófum og réttindamálum flugmanna og við rann- sóknir flugslysa. Skúli Jón greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í október 1993, 55 ára gamall, og gekkst undir skurðaðgerð sem tókst vel. „Vorið 1993 fór ég að finna til slappleika og vanlíðunar, var lystarlaus, horaðist og fór að vakna oftar og oftar á nóttunni til að fara á klósettið. Læknar sem ég leitaði til fundu ekkert athugavert og ráðlögðu mér helst að hætta að drekka kaffi. Ég ræddi málið við Úlfar heitinn Þórðarson lækni sem sendi mig f blóðprufu og lét mæla PSA-gildið sem reyndist ekki vera mjög hátt. Ástandið versnaði stöðugt og Úlfar lét mæla PSA-gildið aftur eftir nokkrar vikur sem nú hafði hækkað verulega og í framhaldinu greindist ég með krabbamein I blöðruhálskirtlinum. Mér fannst eins og ég væri með óværu sem ég varð að losna við og aðeins eitt kom til greina, en það var að skera meinið strax í burtu og það var gert ellefu dögum slðar." Kraþbamein I blöðruhálskirtli er langal- gengasta krabbameinið hjá körlum á (s- landi, en það er álíka algengt meðal karla og brjóstakrabbamein er meðal kvenna. Skúli Jón segir það sárt að vita og umhugs- | unarvert hvers vegna engin kerfisbundin | leit eða fyrirbyggjandi aðgerðir séu I gangi ° á þessu sviði fyrir karlana. „Sumir karlar fá i lítil eða engin einkenni og tilviljun ræður því oftast hvort þeir greinast f tfma. Hækk- andi PSA-gildi er ef til vill ekki óbrigðull mælikvarði en ég hef heyrt menn sem vinna í heilbrigðisþjónustu segja að slík mæling myndi finna of marga með sjúk- dóminn. Þaðyrði heilbrigðiskerfinu of dýrt og viðgerð borgi sig ekki þar sem flestir sem greinast séu komnir svo nálægt starfs- lokum. Svona hugsa nú margir þessara manna." Skúli Jón segir að lokum: „Lífsreynslan að fá krabþamein og sigrast á því breytir sannarlega lífssýninni og gildismati á ver- aldleg verðmæti. Þegar konan mín varð að „Mér fannst eins og ég væri með óværu sem ég varð að losna við." hætta að kenna vegna heilsubrests, var ekki eftir neinu að bfða og við settumst bæði ( helgan stein og njótum saman hvers dags sem upp rennur. Ég á Úlfari Þórðarsyni líf mitt að launa, það er skarp- skyggni þessa ógleymanlega manns, sem þá var 82 ára gamall, að þakka að ég greindist I tíma," segir Skúli, sem hefur unnið mikið með Góðum hálsum, stuðn- ingshópi um krabbamein f blöðruhálskirtli. ÞÞ. 16

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.