Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 28
ERFIÐLEIKUM SJUKLINGA LYKUR EKKI UM LEIÐ OG MEÐFERÐ ER LOKIÐ - segir formaöur Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra Fyrir tæpum tveimur áratugum greind- ist ég með brjóstakrabbamein. Eftir að ég náði bata fór ég að vinna fyrir Krabba- meinsfélagið, sem sjálfboðaliði. Frá árinu 1989 hef ég verið formaður Styrks, sam- taka krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra. Samtökin voru reyndar stofnuð daginn sem ég fór í aðgerð. Auk þess hef ég sinnt ýmsum störfum fyrir Krabbameinsfélagið svo sem við undirbún- ing heilsuhlaups, fjáröflun og haft umsjón með íbúðum fyrir sjúklinga af landsbyggð- inni. Ég þekki á eigin skinni hvernig er að greinast með krabbamein og þurfa að glíma við þann illvíga sjúkdóm. Á undan- förnum áratug hef ég líka fylgst með bar- áttu fjölmargra annarra við sjúkdóminn og séð þau fjölmörgu vandamál sem krabba- meinssjúklingar þurfa að takast á við. Það að greinast með krabbamein er andlegt og líkamlegt áfall. Strax og grein- ingin kemur vakna spurningar eins og: Hvað tekur nú við? Á hvaða stigi er sjúk- dómurinn? Mikilvægasta spurningin af öllum er: Hverjar eru batahorfurnar? (slenska heilbrigðiskerfið tekur yfirleitt eins vel og hægt er á því líkamlega áfalli sem krabbamein er. Við eigum mjög gott heilbrigðiskerfi með hátæknisjúkrahús og sérfræðinga á öllum sviðum. Það fylgir vissulega mikill kostnaður við meðferð krabbameins en það hefur verið lán okkar krabbameinssjúklinga að við höfum notið forgangs I heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðis- kerfið sýnir því fullan skilning að það skiptir öllu máli fyrir bata krabbameinssjúklinga að meðferð hefjist eins fljótt og hægt er. Því miður er ekki eins vel tekið á því and- lega áfalli sem fylgir því að greinast með krabbamein. Meðan á meðferð stendur er sjúklingum á sjúkradeildum boðið upp á viðtal hjá sál- fræðingi eða félagsráðgjafa, þeim að kostnaðarlausu. Allir krabbameinssjúkl- ingar ættu að geta fengið þessa mikilvægu þjónustu. Ástandið versnar svo til muna þegar meðferð á spítala lýkur. Ef sjúklingar telja sig hafa gagn af áframhaldandi við- tölum hjá sálfræðingi þá þurfa þeir að greiða fyrir það fullu verði úr eigin vasa. Krabbameinssjúklingum er sagt að bjart- sýni og andlegur styrkur skipti miklu í glím- unni við sjúkdóminn. Það skýtur því skökku við, á meðan hið opinbera niðurgreiðir að fullu alla líkamlega meðferð, hvort sem hún fer fram á sjúkrahúsi eða sem endur- hæfing hjá sjúkraþjálfara, þá þurfa sjúk- lingar sjálfir að greiða allan kostnað við það andlega áfall sem fylgir sjúkdómnum. Úr þessu þarf að bæta. Erfiðleikar krabbameinssjúklinga eru ekki eingöngu líkamlegir og þeim lýkur ekki um leið og meðferð á sjúkrahúsi er lokið. Það getur ekki verið vilji neins að það séu aðeins efnameiri krabbameins- sjúklingar sem eigi greiðan aðgang að að- stoð vegna andlegra erfiðleika. Nú má vera að einhverjum finnist að umræddur meðferðarkostnaður geti ekki verið neinum ofviða, en hafa verður í huga að það er dýrt að veikjast af krabbameini. Umrædd fjárútlát eru bara lítill hluti af kostnaði krabbameinssjúklinga. Krabbameinsjúklingar eru frá vinnu I lengri eða skemmri tíma. Veikindaréttur fólks er mismikill og vinnuveitendur hafa ekki alltaf skilning á vandanum eða eru ekki í aðstöðu til að bæta langtíma vinnu- tap. Það gengur ekki að láta þetta vera vandamál krabbameinssjúklinga og vinnu- veitenda þeirra. Samfélagið hefur efni á því að greiða fyrir að foreldrar séu heima hjá börnum sínum á fyrstu mánuðum. Samfélagið hefur líka efni á því að jafna veikindarétt þeirra sem veikjast af alvar- legum sjúkdómum, sérstaklega vegna þess að svo er framförum í krabbameins- lækningum fyrir að þakka að æ fleiri kom- ast út í lífið á ný. Umrædd aðstoð er því tímabundin en hins vegar afar mikilvæg. Krabbameinssjúklingar, eins og aðrir sjúklingar greiða komugjöld á sjúkra- húsum. Þar sem meðferð tekur nokkurn tíma fá þeir afsláttarkort frá sllkum gjöldum þegar þeir hafa greitt átján þús- und krónur. Þeir sem greinast af krabba- meini á seinni hluta árs eru því í meðferð á tveimur almanaksárum og greiða meira I komugjöld en þeir sem greinast á fyrri hluta árs og Ijúka meðferð á einu alman- aksári. Það getur ekki hafa verið ætlun neins að kostnaður krabbameinssjúklinga sé mismikill eftir því hvenær ársins þeir greinast með sjúkdóminn. Því þarf að breyta útgáfu afsláttarkorta vegna með- ferðar þannig að þau miðist við tólf mánuði ( stað þess að vera bundin við almanaksárið. Eins og allir vita þá fylgir krabbameins- meðferð oft útlitsbreyting eins og til dæmis hármissir eða að brjóst er fjarlægt. Tryggingastofnun tekur þátt ( kostnaði við hárkollur og gervibrjóst en óþarflega smá- munasamar reglur gilda í þessu efni. End- urskoða þarf reglurnar. Þær eru nú of handahófskenndar um hvað megi greiða fyrir og hvað megi ekki greiða fyrir. Margir vilja til dæmis láta tattóvera á sig augabrýr til að hressa upp á útlitið, vegna hármissis við meðferðina. Tryggingastofnun tekur ekki þátt I þeim kostnaði. Fyrir nokkru hefur verið opnuð endur- hæfingarmiðstöð í Fossvogi í stað stöðv- arinnar í Kópavogi og eru miklar vonir bundnar við að hún fái að eflast. En það sárvantar endurhæfingaraðstöðu á lands- byggðinni. Þar er mikil þörf á slíkri að- stöðu. Enda þótt margir sæki meðferð til Reykjavíkur er sjaldnast hægt að nýta end- urhæfingu samtfmis læknismeðferð. Helsti stuðningur við sjúklinga af lands- byggðinni eru íbúðir að Rauðarárstíg 33 þarsem krabbameinssjúklingargeta dvalið í, meðan á meðferð stendur gegn vægu gjaldi. Krabbameinsfélagið á þar átta íbúðir með öðrum. Þessi starfsemi er ein mesta bót sem orðið hefur á aðstæðum krabbameinsjúklinga af landsbyggðinni á undanförnum áratug. Það má öllum vera Ijóst, það að hafa góðan samastað í erfiðri meðferð stuðlar að góðum árangri. Grein eftir Steinunni Friðriksdóttur formann Styrks. Frá fundi Styrks, samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. 28

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.