Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 10
HLAUT ÞRIGGJA
ÁRA STYRK TIL
DOKTORSNÁMS
Ólafur Andri Stefánsson doktors-
nemi á Rannsóknastofu Krabba-
meinsfélagsins í sameinda- og
frumulíffræði hefur hlotið styrk til
doktorsnáms ( heilbrigðisvísindum.
Styrkurinn nemur 2,5 milljónum
króna á ári ( þrjú ár. Verkefni Ólafs
Andra nefnist BRCA-lík svipgerð (
brjóstaæxlum. Leiðbeinandi hans er
Jórunn Erla Eyfjörð prófessor og
sameindaerfðafræðingur.
Ólaf ur Andri var einn af 27 nemum
sem hlutu styrk þegar úthlutað var í
fyrsta sinn úr Háskólasjóði Eimskipa-
félags Islands til nemenda ( rann-
sóknatengdu framhaldsnámi við Há-
skóla (slands. Hann hefur tvívegis
fengið styrki úr Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
FÆR VERÐLAUN OG
VIÐURKENNINGAR
Valgarður Sigurðsson náttúru-
fræðingur og doktorsnemi á Rann-
sóknastofu í sameinda- og frumullf-
fræði hlaut í vor hvatningarverðlaun
Landspítala - háskólasjúkrahúss sem
ungur vísindamaður fyrir verkefnið
„Æðaþelsfrumur örva þandvefslíka
umbreytingu brjóstastofnfrumna í
þrívíðri ræktun." Valgarður fékk
skömmu áður verðlaun Danska
krabbameinsfélagsins fyrir þetta
sama verkefni sem hann kynnti í
Kaupmannahöfn á veggspjaldi. í
vetur hlaut Valgarður einnig styrk úr
Minningarsjóði Ingibjargar Guðjóns-
dóttur Johnson.
Helstu niðurstöður rannsóknanna
benda til þess að æðaþelsfrumur í
brjóstkirtli leiki lykilhlutverk í sérhæf-
ingu stofnfrumna og stuðli einnig að
umbreytingu þeirra við framgang
æxlisvaxtar ( brjóstkirtli. Þórarinn
Guðjónsson Kffræðingur á rann-
sóknastofunni er aðalleiðbeinandi
hans.
LÆKNADEILD
HÁSKÓLA ÍSLANDS
TEKUR VIÐ
Á aðalfundi Krabbameinsfélags
(slands (maí voru kynntar hugmyndir
um samstarf félagsins við læknadeild
Háskóla (slands um rekstur rann-
sóknastofunnar.
Á deildarfundi (læknadeild (júní
var samþykkt að taka við rekstri
rannsóknarstofunnar. Krabþameins-
félagið mun leggja stofunni til hús-
næði og ýmsa þjónustu næstu tvö til
þrjú árin.
FRAMLAG OKKAR TIL
RANNSÓKNA Á BRJÓSTA-
KRABBAMEINI SKIPTIR MÁLI
Metnaöarfullt starf Rannsóknastofu
Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði
Eins og kunnugt er, eru einstæðar að-
stæður á Islandi til að rannsaka erfða-
tengda sjúkdóma. Með því að greina þá
erfðaþætti sem ráða sjúkdómnum og lífs-
líkum sjúklinganna, er stigið stórt skref til
að ná tökum á forvörnum og meðferð. Yf-
irburðaþekking íslendinga á ættartengsl-
um, áreiðanleg greining og skráning sjúk-
dóma samfara góðri heilþrigðisþjónustu,
og hátt menntastig þjóðarinnar, gera
okkur kleift að vera alþjóðlega (fararbroddi
rannsókna á þessu sviði.
Rannsóknastofa Kraþbameinsfélags (s-
lands í sameinda- og frumulíffræði var
stofnuð í ársbyrjun 1987, en formlega
opnuð í mars 1988. Á þessum tíma var
vitað að brjóstakrabbamein liggur í ættum,
ekki síst vegna vandaðra rannsókna hjá
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags (s-
lands. Eitt af meginhlutverkum hinnar nýju
rannsóknastofu í upphafi var að taka þátt (
alþjóðlegri leit vísindamanna að áhættu-
geni fyrir brjóstakrabbameini, sem menn
héldu í fyrstu að væri aðeins eitt en síðar
kom í Ijós að eru a.m.k. tvö. Talsvert hafði
verið reynt að rækta brjóstakrabbameins-
frumur beint úr æxlunum, en flestir voru á
þvl að það væri nánast ógerlegt. Lltið var
skrifað um stofnfrumur í þeim skilningi
sem nú er lagður í það orð.
Fyrstu fimm árin óx rannsóknastofan
hratt og starfsfólki fjölgaði úr 1,4 stöðu-
gildum fyrsta árið ( 7. Fyrsti nemandinn
kom strax haustið 1987. Síðustu árin hafa
að jafnaði starfað u.þ.b. 10 manns á rann-
sóknastofunni, þar af stór hluti nemendur
í rannsóknatengdu námi við Háskóla (s-
lands.
Vísindamenn rannsóknastofunnar áttu
drjúgan þátt I að finna annað af tveimur
ofangreindum áhættugenum fyrir brjósta-
krabbamein og fundu íslenska stökkbreyt-
ingu ( því geni. Hafa niðurstöður rann-
sókna okkar á þvi geni vakið mikla athygli.
Þetta gen, sem nefnist BRCA2, reynist
skýra um 40% ættlægra brjóstakrabba-
meina á (slandi. Einnig hefur komið í Ijós
að það skiptir máli í blöðruhálskirtils-
krabbameinum, bæði hvað varðar áhættu
á að fá sjúkdóminn og lífshorfur sjúklinga.
Fljótlega tókst að finna aðferð til að
rækta frumur úr brjóstakrabbameinum og
leiddi það m.a. til mikilvægs framlags (
rannsóknum á litningabreytingum. Sér-
fræðingar rannsóknastofunnar hafa nú
einangrað og ræktað nýjar frumulínur sem
bera íslensku BRCA2 stökkbreytinguna
sem fannst við erfðarannsóknir. Með því
að geta ræktað þessar frumur að vild, má
gera erfðafræðilegar og frumufræðilegar
rannsóknir á þeim, kanna áhrif lyfja á þær
o.s.frv. Hér hefur því náðst mjög mikil-
vægur áfangi.
Síðustu árin hafa starfsmenn rann-
sóknastofunnar tekið virkan þátt í að ein-
angra og skilgreina stofnfrumur í brjóst-
kirtli en margir telja að stór hluti
brjóstakrabbameina eigi uppruna ( slíkum
frumum. Markmið stofnfrumurannsókn-
anna er að auka skilning okkar á þroskun
Helga M. Ögmundsdóttir og Jórunn Erla Eyfjörð hafa stýrt fjölþættum
rannsóknaverkefnum á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda-
og frumulíffræði í nær tvo áratugi.
10