Heilbrigðismál - 01.09.2006, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Qupperneq 34
FÉLAG SEM NÝTUR STUÐNINGS LANDSMANNA - segir Sigurður Björnsson formaður Krabbameinsfélags íslands Á síðustu öld urðu stórstígar framfarir á flestum sviðum mannlífs á jörðinni. Með aukinni velmegun, menntun og tækni- framförum urðu breytingar, sem raunar má fremur kalla byltingar, er leiddu til betra lífs fyrir marga en jafnframt þurfti heimsbyggðin að ganga í gegnum grimmi- legustu styrjaldir mannkynssögunnar. Framfarir í tækni og vísindum leiddu til þess að unnt var að ná tökum á mörgum skæðum smitsjúkdómum en jafnframt tóku menn að nota sýkla til að herja hver á öðrum í styrjöldum. Mönnum tókst að beizla kjarnorku, reyndar fyrst til stríðs- rekstrar en síðan í friðsamlegum tilgangi. f byrjun aldarinnar komust menn að því að unnt var að nota eiturgas í hernaði en sú reynzla var síðan nýtt við þróun lyfja til að lækna illkynja sjúkdóma. Þjóðir heims hafa eytt gífurlegum fjármunum og hugviti til að þróa hernaðartækni, sem síðan hefur iðulega nýtzt á öðrum sviðum svo sem í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt því sem verulegur árangur náðist við að útrýma smitsjúkdómum, aðbúnaður batnaði, velmegun jókst og líf lengdist þá tóku nýir sjúkdómar að ógna lífi manna. Hjarta- og æðasjúkdómar ásamt krabbameini urðu algengustu banamein á Vesturlöndum og voru menn (fyrstu ráðalausir í baráttunni gegn þeim. Kom þar bæði til að skilningur á tilurð þeirra var takmarkaður og meðferðarúr- ræði fá. Á síðari hluta aldarinnar má segja að þessum vágestum hafi verið sagt stríð á hendur og hefur náðst mikill árangur þótt fullur sigur sé enn ekki í augsýn. Krabbameinsfélag Reykjavíkur var stofnað 8. marz 1949 af nokkrum eld- hugum, sem trúðu því að með samstilltu átaki og vísindalegum vinnubrögðum mætti takast að berjast gegn þessum vá- gesti. í dagblaðinu Vísi sagði daginn eftir að fjölmenni hefði verið á stofnfundinum í hátíðasal Háskóla Islands og síðan segir Vísir: „Er hér um eitthvað mesta nytsemd- arfélag og þjóðþrifafyrirtæki að ræða, er stofnað hefur verið hér á landi og þarf ekki að efa, að félagsskapur þessi muni njóta óskipts stuðnings landsmanna í baráttunni gegn krabbameininu, sem nú er orðin ein algengasta dánarorsök hér á landi." Á næstu árum voru stofnuð fleiri krabbameinsfélög og árið 1951 var Krabbameinsfélag (slands stofnað en að því eiga nú aðild 23 svæðafélög og 5 stuðningshópar fólks, sem greinzt hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra, auk 12 staðbundinna stuðningshópa sem § starfa með svæðafélögum. Spádómur | Vísis um stuðning landsmanna hefur svo ° sannarlega ræzt, velvilji þjóðarinnar og ör- o læti við starf félaganna hefur verið óbil- andi. (lögum Krabbameinsfélagsíslands er lýst í fjórum liðum leiðum þess í baráttunni gegn krabbameini. Þær eru: a. Að stuðla að þekkingu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir. b. Efla krabba- meinsrannsóknir, m.a. með söfnun og vís- indalegri úrvinnslu upplýsinga. c. Beita sér fyrir leit að krabbameinum á byrjunarstigi. d. Styðja framfarir i meðferð krabbameins og ummönnun krabbameinssjúklinga. Öllum þessum markmiðum hefur Krabba- meinsfélag íslands og aðildarfélög þess unnið að frá stofnun í náinni samvinnu við „Krabbamein veröur alltaf mest áfall fyrir þann sem meö þaö greinist og hans nánustu. Allt okkar starf miðar að því að létta þær byrðar." hina opinberu heilbrigðisþjónustu, ráðu- neyti, heilsugæzlu og sjúkrahús, Háskóla íslands og aðrar vísindastofnanir innlendar og erlendar og síðast en ekki sízt fólkið ( landinu. Félagið hefur átt því láni að fagna að hafa í sinni þjónustu einvalalið starfs- manna, sem sinnt hafa störfum sínum af alúð og borið hróður Krabbameinsfélags- ins og þjóðarinnar víða. Krabbameinsfélagið hafði um áratuga skeið veg og vanda af fræðslu um skað- semi reykinga ( skólum landsins og lagði með öðrum grunninn að því að verulega hefur nú dregið úr reykingum og sjúk- dómum þeim tengdum. Krabbameinsskrá Sigurður hefur verið í stjórn Krabba- meinsfélags íslands síðan 1980 og formaður síðan 1998. Krabbameinsfélagsins er ein sú nákvæm- asta í heiminum og hefur orðið til þess að unnt er að kortleggja og fylgjast með ferðum hins lævísa vágests, og sýna jafn- framt fram á árangur í baráttunni gegn honum. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins stendur fyrir skipulegri leit að forstigum og fyrri stigum krabbameina í leghálsi og brjóstum kvenna, sem stuðlað hefur að því að horfur kvenna, sem greinast á ís- landi með krabbamein í þessum líffærum eru með því bezta, sem þekkist. Nú er unnið að þvi, (samvinnu við fleiri aðila, að koma á mjög svo tímabærri skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi svo unnt megi verða að lækka dánartíðni vegna þeirra. Vísindamenn á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði hafa skilað miklum árangri m.a. í grunnrannsóknum á brjóstakrabba- meini, og hafa rannsóknir þeirra vlða vakið athygli, sem aftur hefur leitt til þess að rannsóknirnar hafa verið styrktar af al- þjóðlegum vísindastofnunum. Nú er unnið að því að tryggja framtíð rannsóknastof- unnar með því að ferja rekstur hennar til Háskóla íslands og Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Starfsemi Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins hefur nú, eftir tveggja áratuga brautryðjendastarf, verið flutt til Landspítala - háskólasjúkrahúss, þar sem starfið verður (tengslum við líkn- ardeild spítalans. Er Heimahlynningu óskað áframhaldandi velfarnaðar, jafnframt því sem þakkað er fyrir samfylgdina. Nú eru starfræktar á sjö stöðum á landinu þjón- ustumiðstöðvar á vegum svæðafélaganna með stuðningi Krabbameinsfélags (slands. Jafnframt hefur félagið eignazt, í félagi við aðra, átta íbúðir í næsta nágrenni við Landspítala - háskólasjúkrahús, þar sem fólk af landsbyggðinni getur dvalið meðan leitað er læknismeðferðar í Reykjavík. Starf krabbameinsfélaganna hefur breytzt mikið og eflzt slðustu áratugina. Verkefni samtaka eins og okkar eru ( eðli sínu síbreytileg eins og raunar má segja um alla þætti, sem tengjast heilbrigðis- þjónustu. Markmiðin eru engu að síður óbreytt þótt leiðirnar að þeim þurfi stöð- ugt að endurmarka. Leiðarljósið er að hversu vel sem við reynum að sinna öllum þeim þáttum, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni þá verður krabbamein alltaf mest áfall fyrir þann, sem með það greinist og hans nánustu. Allt okkar starf miðar að því að létta þær byrðar. Grein eftir Sigurð Björnsson formann Krabbameinsfélags íslands og yfirlækni á lyflækningadeild krabbameina á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. 34

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.