Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 6
VELUNNURUM FJÖLGAR Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Islands hefur nýlega fært starfsmönnum KB ráðgjafar viðurkenningarskjöl í þakklætisskyni fyrir stuðning þeirra við Krabbameinsfélagið á sýningunni Matur 2006 í vor. Þar gafst sýningargestum kostur á að gerast velunnarar félagsins með reglubundnum framlögum. Starfsmenn KB ráðgjafar stóðu vaktina fyrir Krabbameinsfélagið á sýningunni og gáfu allir vinnu sína. Árangurinn var mjög góður. Alls var safnað á þriðja hundrað nýjum velunnurum. Þetta er góð viðbót við þá 3600 (slendinga sem á undanförnum árum hafa skuldbundið sig til að leggja Krabbameinsfélaginu lið með því að ákveðin upphæð er tekin mánaðarlega út af kortareikn- ingi eða bankareikningi. Tekjur félagsins af þessu verkefni á síðasta ári voru rúmlega 13 milljónir króna, en þær renna til hinna ýmsu verkefna sem félagið vinnur að í almanna- þágu. GOLFMÓT OG BLEIKUR BIKAR Sérstök golfmót undir merkjum Bleika bikarsins voru haldin á tæplega þrjátiu stöðum í sumar. Þetta er samvinnuverk- efni Krabbameinsfélags (slands og Golfsambands Islands með Jónas Bragi glerlistamaður gerði Bleika bikarinn sem keppt er um. í fyrra fékk Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs bikarinn. GEKK 3446 KÍLÓMETRA Á Strandvegagöngunni sumurin 2005 og 2006 gekk Jón Eggert Guðmundsson líffræðingur, kerfisfræðingur og kaupsýslumaður samtals 3446 kílómetra. Þetta samsvarar áttatíu Maraþon- hlaupum eða beinni línu milli Reykjavíkur og Rómar. Ferðin tók fimm vikur fyrra sumarið og fimmtán vikur það síðara. Gangan var til styrktar Krabbameinsfélaginu. Það viðraði ekki alltaf vel í Strandvegagöngunni. Hér er Jón Eggert við nyrsta odda landsins, Hraunhafnartanga á Melrakkasléttu, í maí- mánuði. stuðningi VÍS, Pinnade og Estée Lauder. Ragnhildur Sigurð- ardóttir golfmeistari var verkefnisstjóri mótaraðarinnar I sumar. Allur ágóði af verkefninu rennur til brjóstakrabbameins- rannsókna á Rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði en tilgangurinn er einnig að vekja fólk til umhugsunar um forvarnir og leit að krabbameini í brjóstum. Þetta er annað árið sem keppt er um Bleika bikarinn, sem er farandbikar. Þátttakendur í sumar voru á níunda hundrað og er þess vænst að þeir verði enn fleiri á næsta ári. HEIMAHLYNNINGIN FLUTT AÐ HEIMAN Fyrr á þessu ári flutti starfsemi Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins í húsnæði líknardeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss í Kópavogi. Þetta var þrónarverkefni sem félagið hleypti af stokkunum vorið 1987, en lengi hefur verið stefnt að því að efla tengslin við líknardeildina. „Markmiðið var og er að stuðla að því að sjúklingar með krabbamein og aðra alvarlega, ólæknandi sjúkdóma geti verið heima hjá sér eins lengi og þeir óska þess og aðstæður leyfa," sagði Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Islands nýlega í blaðagrein um starfsemina. „Þjónustan er í anda Hospice hugmyndafræðinnar og felur I sér að líkna þeim sem ekki læknast og gera þeim kleift að lifa og deyja með reisn." I lok greinarinnar sagði Guðrún: „Þjónusta Heimahlynningar hefur bæði verið metin faglega sem góður valkostur og hefur raunar einnig löngu sannað gildi sitt eins og stöðug og vaxandi eftirspurn gefurtil kynna. Hún er því ómetanleg viðbót við hina opinberu heilbrigðisþjónustu og styrkir það líknarstarf sem þar er unnið." ALLT FYRIR MÁLSTAÐINN Þrír hjúkrunarfræðingar ætla að taka þátt í svonefndri Avon- göngu gegn brjóstakrabbameini í New York í október. Þetta eru þær Brlet Birgisdóttir, Anna I. Arnarsdóttir og Soffía Eiríks- dóttir. Allar hafa þær unnið við hjúkrun krabbameinssjúklinga og kalla sig BAS-stelpurnar (sjá www.bas.is). Gangan er 63 kílómetrar. Þær hafa verið að undirbúa gönguna og vilja hvetja sem flesta til að taka ábyrgð á eigin heilsu. I þeim tilgangi efndu þær til heilsudags í Laugum í Laugardal júní, í samvinnu við World Class og fleiri. Þar var boðið upp á stafgöngu og ýmiss konar líkamsrækt auk þess sem leiðbeint var um sjálfsskoðun brjósta og mældur blóðþrýst- ingurog blóðsykur. TUTTUGASTA HLAUPIÐ NÆST Á fjórða hundrað manns tóku þátt I Heilsuhlaupi Krabba- meinsfélagsins, sem fór fram í byrjun júní í Reykjavík, í Keflavík, á Breiðdalsvík og á Reyðarfirði, en þar var hlaupið einkum ætlað körlum til mótvægis við Kvennahlaupið skömmu síðar. Heilsuhlaupið hefur verið árlegurviðburðursíðan 1988.1 upphafi voru fá almennings- hlaup í boði og þátttakan því meiri en undanfarin ár. Til stendur að blása nýju Iffi í hlaupið á næsta ári, enda verður það tuttugasta Heilsuhlaupið. Stöðugt bætast við nýjar niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að hæfileg hreyfing bæti heilsuna og geti dregið úr líkum á krabbameini, m.a. f meltingarfærum, og geti jafnvel aukið batahorfur þeirra sem eru að berjast við sjúkdóminn. Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir fegurðardrottning ræsti hlauparana í Heilsuhlaupi Krabbameinsfélagsins í Reykjavík í byrjun júní. Knbbameh

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.