Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 18
PLÁSTRUÐUM HÆKJUR VIÐ BORÐ - segir Jón Þorgeir Hallgrímsson kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags íslands Jón Þorgeir Hallgrímsson, kvensjúk- dómalæknir, framkvæmdi fyrstu krabba- meinsskoðunina utan Reykjavíkur við frumstæðar aðstæður fyrir tæpum 40 árum. Hann hefur sjálfur reynslu af krabba- meini en er stálsleginn og skoðar á Leitar- stöðinni tvo daga vikunnar. „Það hefur verið einkar ánægjulegt fyrir mig að fá að taka þátt í þremur stærstu og umsvifamestu forvarnarverkefnum á (s- landi," segir Jón Þorgeir Hallgrímsson kvensjúkdómalæknir, sem man tímana tvenna úr sögu krabbameinsleitar hér á landi. Hann var formaður Krabbameins- félags Reykjavíkur á árunum frá 1988 til 1992 þegar umsvifamikil tóbaksvarna- fræðsla var í grunnskólum, formaður Krabbameinsfélags íslands frá 1992 til 1998, hefur starfað við krabbameinsleit frá 1966 og vann við það merka forvarn- arstarf sem felst I mæðravernd. MERKILEGT FORVARNASTARF „Árlega fæða meira en fjögur þúsund konur á (slandi og að meðaltali fer hver kona I tíu forskoðanir," segir Jón Þorgeir. „Það eru samtals meira en 40.000 skoð- anir á ári. Forvarnarstarfsemi hefur því verið geysilega mikil I mínu fagi. Ég hefði viljað sjá að slíkt starf væri unnið víðar í heilbrigðiskerfinu þannig að hugsanlega mætti koma í veg fyrir sjúkdóma í stað þess að lækna þá þegar þeir eru orðnir staðreynd. Við höfum búið við heilsugæslu samkvæmt lögum síðan 1978 sem er vissulega stórkostlegt. Hins vegar hefur heilsugæslan ekki verið að gæta svo mikið að heilsunni. Ég gæti vel séð fyrir mér að fólk, sem hefur engin óþægindi, kæmi á heilsugæsluna og færi [ allsherjarskoðun. Heilsugæslustöðvar eru meira og minna lækningastöðvar og svo sem allt gott um það að segja." Jón Þorgeir hóf störf á fæðingardeild Landspítalans í maí 1966, rak eigin lækn- ingastofu auk þess sem hann vann á Leit- arstöðinni. „Þegarég kom heim úrsérnámi árið 1965 átti ég eftir að sinna héraðs- skyldu I fjóra mánuði og fór þá norður á Strandir. Þar framkvæmdi ég fyrstu leg- hálskrabbameinsskoðunina utan Reykja- víkur við mjög frumstæðar aðstæður. Þetta var mikill snjóavetur og landleið ófær. Ég fór þó tvisvar norður I Árneshrepp með Skjaldbreiðinni, skoðaði nokkrar konur á borðstofuborði símstöðvarstjór- ans á Djúpuvík, meðan skipið beið. Einnig skoðaði ég I Norðurfirði við svipaðar að- stæður. Einhverju sinni fórum við á árabáti yfir Ingólfsfjörð á Ströndum." En hvað hefur breyst á þessum starfs- vettvangi frá því þú hófst störf við Leitar- stöðina fyrir tæpum 40 árum? „Allt starfs- umhverfi hefur gjörbreyst, svo ekki sé talað um heilsufar kvenna almennt, en fram að þeim tíma fóru konur helst ekki til kvenskoðunar nema I óefni væri komið. Ekki var óalgengt að finna miklu lengra gengin krabbameinstilfelli en gerist I dag, enda aðstaða til skoðunar mjög bágborin á upphafsárunum. Leitarstöðin skapaði möguleika á þvl að finna forstigsbeytingar krabbameina hjá konum. Einnig var og er það svo að leitin getur náð til margra einstaklinga með til- tölulega miklu öryggi, viðráðanlegum kostnaði og litlum óþægindum fyrir kon- urnar. Ár hvert eru skoðaðar meira en þrjátíu þúsund konur, sem þýðir að hver kona er skoðuð á þriggja ára fresti. Slíkt þekkist hvergi annars staðar í heiminum, þannig að nái til heillar þjóðar og hvergi í heiminum held ég að fylgst sé jafn vel með konum almennt og hér á íslandi. Reyndar skila ekki allar konur sér I skoðun og er það miður. Líklegt er að lengra gengin sjúk- dómstilfelli komi úr þeim hópi." FRÁ EYJAFIRÐI AÐ EYJAFJÖLLUM Jón Þorgeir segir að I lok sjötta áratugar síðustu aldar hafi regluleg krabbameins- skoðun hafist á landsbyggðinni. „Ég fór um Norðurland og Austurland fyrst á ár- unum 1969 og 1970 og hélt þvl áfram annað hvert ár I ein tólf ár og skoðaði konur frá Eyjafirði og suður um að Eyja- fjöllum. Mæting var almennt góð á þessum árum, því þetta var nýtt fyrir konur og Jón Þorgeir skoðar í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins tvisvar í viku en er haettur störfum á Landspítalanum. 18

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.