Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 20
ALGENGASTA KRABBAMEIN ÍSLENSKRA KARLA Ár hvert greinast 185 íslendingar með krabbamein í blöðruhálskirtli Krabbamein í blöðruhálskirtli er al- gengasta krabbamein hjá íslenskum körlum. Þetta mein er nú hátt í þriðjungur allra nýgreindra krabbameina hjá körlum á íslandi. Á árunum 2000-2004 var aldurs- staðlað nýgengi þessara æxla 91,4 af 100.000. Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist fyrst og fremst hjá eldri karl- mönnum; í tveimur af hverjum þremur til- vikum greinist sjúkdómurinn hjá karl- mönnum sem eru komnir yfir sjötugt, en meðalaldur við greiningu er um 72 ár. Blöðruhálskirtillinn er fyrir neðan þvagblöðru karlmanna og umlykur blöðru- háls og efri hluta þvagrásarinnar. I kirtl- inum myndast þunnfljótandi vökvi sem þlandast sáðfrumunum við sáðfall. Þessi svonefndi blöðruhálskirtilvessi gefur sáð- frumunum næringu svo að þær hafi orku til að synda langa leið til að frjóvga egg- frumur. Karlkynshormónin stýra vexti og virkni blöðruhálskirtilsins. Nýgengi blöðruhálskirtilskrabbameins hefur aukist verulega á undanförnum árum og áratugum. Þetta kemur meðal annars til vegna þess að sjúkdómurinn uppgötvast fyrr en áður, einkum vegna mælinga á sérstökum mótefnavaka, svo- nefndu PSA (prostate specific antigen) í blóði karlmanna, en þessi mæling getur gefið til kynna að krabbameinsmyndun í blöðruhálskirtlinum sé til staðar. Þar með finnst talsverður fjöldi æxla á byrjunarstigi sem óvíst er hvernig hefðu þróast. Landfræðilegur munur. Sjúkdómur- inn er þó nokkuð tiðari i Evrópu, Banda- ríkjunum, Kanada og Ástralíu en t.d. í Asíu. (Bandaríkjunum eru svartir karlmenn líklegri til að fá sjúkdóminn en hvítir. Bæði erfðafræðilegir þættir og lífsstill eru taldir hafa mikilvæg áhrif hvað varðar þennan landfræðilega mun. Nýgengi á Norður- löndunum hefur verið að hækka á undan- förnum áratugum. Það er svipað í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, en er hæst hér á Is- landi og lægst í Danmörku. Krabbamein í blöðruhálskirtli er alls staðar á Norður- löndum algengasta krabbameinið í körlum nema í Danmörku, þar sem lungnakrabba- mein er algengara. Orsakir blöðruhálskirtilskrabbameins eru langt frá þvi að vera Ijósar en talið er að hormónabúskapur, erfðaþættir og umhverfisáhrif komi þar við sögu. Vitað er að karlkynshormónið testósterón á þar hlut að máli. Á seinni árum hefur komið í Ijós að genabreytingar sem erfast virðast hafa talsverða þýðingu varðandi myndun sjúkdómsins. Rannsóknir benda einnig til að umhverfisáhrif séu þýðing- armikill þáttur. Einkenni. Blöðruhálskirtilskrabbamein er oftast einkennalaust þangað til að æxlið er orðið það stórt að það hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilshýðið. Einkennin eru þá svipuð og við góðkynja blöðruháls- kirtilsstækkun, sem er mun algengara fyr- irbæri en blöðruhálskirtilskrabbamein. Dæmigerð einkenni eru tíð þvaglát, erfið- leikar við að byrja þvaglát, kraftlítil þvag- buna og erfiðleikar við að tæma þvag- blöðruna. Ef þess háttar erfiðleikar koma fram nokkuð snögglega getur það bent til að orsökin sé krabbameinsmyndun fremur en góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun. Stundum koma fyrstu einkenni blöðru- hálskirtilskrabbameins frá meinvörpum æxlisins. Þau geta t.d. verið bakverkir vegna meinvarpa í beinagrind, aðallega í hryggsúlu. Þreyta og þyngdartap geta einnig verið einkenni blöðruhálskirtils- krabbameins. Greining. Þegar grunur leikur á að sjúkl- ingur geti verið með blöðruhálskirtilkrabba- mein er yfirleitt gerð blóðrannsókn með mælingu á styrk PSA. Hækkun á styrk PSA í blóði getur verið vísbending um krabba- mein en styrkurinn er þó mjög oft hækk- aður án þess að um krabbamein sé að ræða. Einnig er blöðruhálskirtillinn rann- sakaður með fingurþreifingu í gegnum endaþarminn. Ómskoðun í gegnum enda- þarm er önnur aðferð. Með hjálp ómsjár- innar eru síðan tekin vefjasýni með grannri nál, en með smásjárskoðun við vefja- rannsókn á sýni úr kirtlinum er oftast unnt að gefa afdráttarlausa greiningu. Meðferð. Hægt er að meðhöndla blöðruhálskirtilskrabbamein á marga vegu og stundum er ákveðið að veita enga meðferð að sinni heldur bíða átekta. Ef æxlið hefur ekki dreift sér út fyrir blöðru- hálskirtilinn þegar það uppgötvast eru batahorfur sjúklingsins góðar, einkum ef æxlið er fjarlægt með aðgerð þar sem allur kirtillinn er numinn á þrott. Aðgerðin getur leitt til getuleysis og í vissum til- fellum þvagleka. Stundum er þeitt geisla- meðferð, sem getur læknað staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein. Geislameð- ferð getur haft aukaverkanir, t.d. getuleysi og óþægindi í endaþarmi. Ef krabbameinið hefur dreift sér út fyrir blöðruhálskirtilinn er ekki hægt að fjarlægja allt æxlið með skurðaðgerð. Þá er unnt að beita ýmsum aðferðum sem verka gegn karlhormónum, en þeir örva vöxt blöðruhálskirtilskraþþa- meins. Unnt er að takmarka framleiðslu og áhrif testósterons með lyfjum en einnig má fjarlægja eistu með skurðaðgerð í þeim tilgangi. (sumum tilvikum er blöðru- hálskirtilskrabbamein meðhöndlað með krabbameinslyfjum. Geislameðferð er stundum beitt til að minnka æxlisvöxt og lina verki vegna beinmeinvarpa. Horfur. Þrátt fyrir að horfur sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein séu oft góðar þá er það samt sem áður (öðru sæti á skrá um dánarorsakir af völdum krabba- meina á (slandi og árlega deyja rúmlega 40 karlmenn af völdum þessa krabba- meins. Aðeins lungnakrabbamein veldur fleiri dauðsföllum hjá körlum af völdum krabbameins á (slandi. Hjá einstaklingum sem greinast með æxli er teljast bundin við blöðruhálskirtilinn er lifun mjög góð og jafnvel yfir 90%. En ef æxlið hefur dreift sér út fyrir kirtilinn er lifun mun lægri. Sjúkdómurinn dreifist oft til beina og er þá ólæknandi, en oft geta menn samt lifað með sjúkdóminn í þó nokkurn tíma og stundum mörg ár. Nú eru á lífi um 1300 Islenskir karlmenn sem hafa greinst með krabbamein I blöðruhálskirtli. Grein eftir Jón Gunnlaug Jónasson meinafræðing, yfirlækni Krabbameins- skrár Krabbameinsfélags (slands og dós- ent við læknadeild Háskóla íslands. Byggt á kafla úr bókinni Krabbamein á (slandi, sem kom út fyrir tveimur árum. Nýgengi og dánartíðni krabbameins í blöðruhálskirtli Greiningarár / dánarár 20

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.