Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 11
og sérhæfingu brjóstkirtilsins sem er for- senda þess að við náum að skilgreina og skilja betur fyrstu breytingar sem eiga sér stað við myndun brjóstakrabbameins. Þetta verkefni hlaut öndvegisstyrk Rannís 2005. Enda þótt brjóstakrabbamein hafi ávallt verið meginviðfangsefni rannsóknastof- unnar hafa rannsóknirnar ekki einskorðast við það. Má nefna merkar rannsóknir á virkni íslenskra náttúruefna, sérstaklega úr fléttum, til að hemja vöxt krabbameins- frumna, en efnin voru einangruð af vís- indamönnum við lyfjafræðideild Háskóla Islands. Mjög mikil áhersla er nú lögð á það vlða um heim að reyna að nýta þær miklu framfarir sem orðið hafa í erfðafræði og frumulíffræði til hagsbóta fyrir sjúklinga. Þetta hefur verið kallað „frá rannsókna- stofu að rúmstokk" (from bench to bed- side). Nokkuð hefur þótt skorta á slíkar rannsóknir undanfarin ár, sérstaklega í Evrópu. En hér hafa íslendingar mikils- verða sérstöðu, sem við eigum tvímæla- laust að nýta. Styrkur okkar felst m.a. í því hvað við höfum góða yfirsýn yfir sam- félagið, hversu auðvelt er að nálgast fólk (t.d. ættingja sjúklinganna), hversu mikið við vitum um umhverfisaðstæður hér á landi (mataræði, vatn, mengun o.fl.). Þannig getum við nálgast viðfangsefnið frá mörgum sjónarhornum og rannsakað fjölmarga þætti hjá sama einstaklingi. Við eigum öflugt samstarf bæði innanlands og utan við aðila sem hafa yfir að ráða háþróaðri tækni til rannsókna. Samstarf við lækna og meinafræðinga eykur marg- falt gildi þessara rannsókna. Hefur starf Rannsóknastofu Krabba- meinsfélags (slands í sameinda- og frumu- líffræði borið árangur? Á því er enginn vafi, því eins og að ofan greinir hefur rann- sóknastofan átt mikinn þátt I að greina hið stökkbreytta brjóstakrabbameinsgen og rækta viðkomandi frumulínur. Rannsókna- stofan hefur staðið sig vel frá almennara sjónarmiði um árangur, þ.e. við að mennta nemendur og að kynna niðurstöður á al- þjóðlegum vettvangi vísindanna. Þrátt fyrir að rannsóknastofan sé ekki fjölmenn, hafa nálægt 50 nemendur fengið þar þjálfun og þegar hafa 12 nemendur útskrifast með meistarapróf og einn með doktors- gráðu, og nokkrir eru (doktorsnámi. Á rit- skrá rannsóknastofunnar eru rúmlega 100 greinar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og nálægt 300 erindi og veggspjöld á ráð- stefnum. Auk þess hafa yfirmenn rann- sóknastofunnar um árabil verið leiðandi við kennslu f frumulíffræðí og erfðafræði við lækna- og raunvísindadeild Háskóla (s- lands. Grein eftir Helgu M. Ögmundsdótt- Ur prófessor og forstöðumann rann- sóknastofunnar, Jórunni Erlu Eyfjörð prófessor og forstöðumann erfðarann- sókna á rannsóknastofunni og Þórarin Guðjónsson aðjúnkt og verkefnisstjóra á rannsóknastofunni. HEIÐURSVERÐLAUN ÚR ÁSUSJÓÐI Um síðustu áramót hlutu tveir starfs- menn Rannsóknastofu Krabbameins- félagsins I sameinda- og frumulíffræði, þærJórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og Helga M. Ögmundsdóttir læknir, heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wrigth fyrir marg- þættar rannsóknir á krabbameini, or- sökum þess og erfðum. Við afhendinguna kom fram ( máli Sturlu Friðrikssonar, formanns stjórnar sjóðsins, að þær Jórunn og Helga hefðu nýtt sér tölvutengda ættarskrá yfir (s- lendinga, sem komið var á fót árið 1965, til rannsókna á arfgengi sjúk- dómsins. Rannsóknir á brjóstakrabba- meini hefðu einkum verið viðfangsefni þeirra en þær hefðu einnig fengist við rannsóknir á krabbameini í blöðruháls- kirtli og á öðrum meinum. MARGIR STÓRIR STYRKIR FRÁ RANNÍS í desember var tilkynnt um úthlutun á styrkjum Rannís vegna markáætlunar um erfðatækni í þágu heilbrigðis. Átta verkefni voru styrkt, þar af tvö undir stjórn vísindamanna hjá Krabbameins- félaginu sem fá 31 milljón króna. Verkefnin nefnast „Frá áhrifum BRCA-galla til sértækra krabbameins- sprotalyfja" og „Arfgengar orsakir ein- stofna mótefnahækkunar og skyldra B-frumusjúkdóma". Hið fyrra er undir verkstjórn Jórunnar Erlu Eyfjörð pró- fessors og er framhald af rannsóknum sem staðið hafa um margra ára skeið á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði og er í samvinnu við Landspítalann, NimbleGen, Krabbameinsskrá og Hjartavernd, auk erlendra aðila. Síðara verkefninu stýrir Helga M. Ögmunds- dóttir prófessor. Það byggir á samvinnu við læknadeild Háskóla (slands, Land- spítalann, Krabbameinsskrá, Hjarta- vernd og NimbleGen. Auk þessara tveggja verkefna tengjast tvö önnur markáætlunarverk- efni rannsóknastofu Krabbameins- félags (slands í sameinda- og frumulíf- fræði. Verkefnið „Stjórn genatjáningar ( stofnfrumum úr fósturvísi manna" undir verkstjórn Guðrúnar Valdimars- dóttur og verkefni Guðmundar Hrafns Guðmundssonar, „Náttúrulegar varnir lungnaþekju í sýkingum og krabba- meini", fela bæði í sér nána samvinnu við Þórarin Guðjónsson frumulíffræð- ing og samstarfsmenn hans á rann- sóknastofunni. LÍFSÝNABANKAR GEYMA VERÐMÆTI Vfsindamenn frá Krabbameins- skránni og Rannsóknastofu Krabba- meinsfélagsins (sameinda- og frumulíf- fræði hafa um árarabil tekið virkan þátt í samvinnu Norðurlandanna og fleiri Evrópulanda um nýtingu sýna úr lífsýna- bönkum til rannsókna á krabbameini, nú síðast undir merkjum Network of Excellence með stórum styrk frá Evrópusambandinu. Þessi samvinna hefur skilað ýmsum markverðum nið- urstöðum sem hafa birst í mörgum tugum tímaritsgreina. Sem dæmi má nefna rannsóknir sem hafa aukið skilning á hlutdeild vörtu- veira (HPV-veira) I leghálskrabbameini og forstigum þess. Einnig er vert að nefna sérstaklega rannsóknir sem benda til tengsla milli tiltekinna veiru- sýkinga á meðgöngu og hættu á barnahvítblæði. Rannsóknir af þessu tagi væri líklega hvergi hægt að gera utan Norðurlandanna. HMÖ. í Lífsýnabanka Krabbameínsfélagsins eru sýni úr um tólf þúsund íslendingum. Þau eru ætluð til rannsókna á næstu árum og áratugum. 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.