Heilbrigðismál - 01.09.2006, Qupperneq 31
LIFANDIS OSKÖP ER GAMAN
AÐ HAFA LIFAÐ SVONA LENGI
- sagði Halldóra Bjarnadóttir sem varð 108 ára en samt ekki elst íslendinga
Um 360 Islendingar náðu hundrað ára
aldri á tuttugustu öld og auk þess um 80
fyrstu fimm ár þessarar aldar. Karlar eru
aðeinsfjórðungurþessa hóps. lopinberum
gögnum er fyrst getið um hundrað ára Is-
lending árið 1929, en aðrar heimildir
benda til þess að nokkrir hafi þá þegar náð
þessum aldri, þeir fyrstu í byrjun tuttug-
ustu aldar.
Hér verður fjallað um þá 22 (slendinga
sem náð hafa 105 ára aldri, en tveir þeirra
eru enn á lífi (í ágúst 2006).
109 ÁRA
Guðrún Björg Björnsdóttir Árnason,
sem síðast var búsett I dvalarheimilinu
Betel ( Gimli í Manitóbafylki í Kanada,
hefur lifað lengst allra Islendinga, í 709 ár
og 310 daga. Hún fæddist á Egilsstöðum
í Vopnafirði 20. október 1888 og var á
fimmta ári þegar fjölskylda hennar flutti
til Vesturheims. Guðrún giftist Vilhjálmi
Árnasyni árið 1915. Þau bjuggu við Winni-
pegvatn og eignuðust níu börn. Hún kom
tvisvartil Islands, íjúni 1957 og í maí 1965,
þá 76 ára. „Ég heiti íslensku nafni og er
alíslensk. Og ég hef alltaf talað íslensku,"
sagði hún í viðtali við Morgunblaðið
þegar hún var orðin 107 ára. Guðrún lést
26. ágúst 1998. Að minnsta kosti fimm-
tán Vestur-lslendingar, fæddir hér á landi,
urðu hundrað ára eða eldri.
Guðfinna Einarsdóttir varð 109 ára
og 58 daga og langlífust þeirra Islendinga
sem alið hafa aldur sinn hér á landi. Má því
segja að hún eigi Islandsmetið. Hún var
fædd í Ásgarði ( Hvammssveit í Dalasýslu
2. febrúar 1897, ólst upp á Leysingja-
stöðum í sömu sveit en var lengi bústýra á
Hvltadal í Saurbæ. Síðustu fjörutíu æviárin
bjó hún hjá dóttur sinni í Reykjavík. Hún
hafði lifað tímana tvenna og var dugleg að
tileinka sér nýjungar. I minningargreinum
kom fram að þrátt fyrir háan aldur hefði
hún sjálf skipt á milli sjónvarpsstöðva með
fjarstýringu og yfirleitt sofnað út frá ís-
lenskum sálmasöng, sem hún spilaði af
geisladisk. „Ég kunni vel við mig í sveitinni
en ég kann enn betur við mig í Reykjavík,"
sagði hún í samtali við Morgunblaðið
þegar hún var 106 ára. Þá var hún við
ágæta heilsu, enda sagðist hún alla tíð
hafa lifað heilbrigðu lífi. Guðfinna lést 1.
april 2006 og hafði þá dvalið á sjúkrahúsi í
nokkra mánuði.
Þuríður Sólveig Pálsdóttir er fædd 20.
ágúst 1897 á Svínafelli í Öræfum og bjó
þar þangað til fyrir nokkrum árum, er hún
fór á hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Höfn í
Hornafirði. Hún varð 109 ára núna í ágúst.
Maður hennar var Gunnar Jónsson, en
hann varð 76 ára. Þegar haldið var upp á
105 ára afmælið var Sólveig sögð vel ern
þótt sjónin væri farin að daprast og heyrnin
að mestu leyti farin. (samtali við Morgun-
blaðið sagðist hún muna vel eftir aldamót-
unum 1900, en þá var hún þriggja ára.
Hún sagðist hafa alist upp hjá vanda-
lausum sem reynst hefðu henni mjög vel.
„Ég hef alltaf haft það gott."
108 ÁRA
Halldóra Bjarnadóttir átti lengi vel
aldursmetið. Hún var fædd í Ási í Vatnsdal
(Austur-Húnavatnssýslu 14. október 1873
og var 108 ára og 45 daga þegar hún lést
28. nóvember 1981. Þá var hún elst allra á
Norðurlöndum. Halldóra var kennari og
skólastjóri, m.a. á Akureyri, og gaf út árs-
ritið Hlín í áratugi. Hún dvaldi síðustu árin
á Héraðshælinu á Blönduósi. Þegar hún
var 105 ára fór hún enn framúr á hverjum
degi og skrifaði bréf til vina og kunningja.
Hún var 99 ára þegar hún sagði í viðtali við
Morgunblaðið: „Lifandis ósköp er gaman
að hafa lifað svona lengi og verið heilsu-
góð, og hafa verið með svo mörgu
skemmtilegu og góðu fólki."
107 ÁRA
Jóhanna Stefánsdóttir Sölvason lifði (
107 árog 234 daga. Hún fæddist í Eyhild-
Guðrún Björnsdóttir var hin hress-
asta þegar þessi mynd var tekin af
henni, rúmlega 107 ára gamalli. Hún
lifði í tæplega 110 ár. „Ég heiti
íslensku nafni og er alíslensk," sagði
þessi vesturíslenska kona.
arholti í Skagafirði 4. desember 1873 og
lést 26. júlí 1981. Maður Jóhönnu, Sig-
urður Sölvason, varð 101 árs. Þau bjuggu í
nokkur ár á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði
en fluttu vestur um haf sumarið 1899 með
tvö börn og bjuggu ( Mountain f Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum og Wynyard í
Saskatchewan ( Kanada og eignuðust þar
fleiri börn. Þegar Jóhanna og Sigurður
héldu upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt
þótti það miklum tíðindum sæta og þau
fengu heillaóskaskeyti frá Elísabetu Eng-
landsdrottningu og heiðursskjal frá fylkis-
stjórninni. Foreldrar Jóhönnu og fjögur
systkini fóru öll til Vesturheims og varð
móðir hennar, Lilja Jónsdóttir, um hundrað
ára.
Elín Magnúsdóttir var fædd 4. nóv-
ember 1895 á Svalbarðsströnd og lést 25.
febrúar 2003, 107 ára og 113 daga. Hún
bjó með Jóni Stefánssyni á Gröf ( Eyjafirði
og eignuðust þau tvö börn. Elín var farin
að nálgast hundrað ára aldur er hún fór á
dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Þegar Elín
var 101 árs var til þess tekið að hún hefði
fótavist alla daga og fylgdist vel með því
sem væri að gerast í þjóðfélaginu og þá
ekki síst íþróttum í sjónvarpi.
Bjarný Málfríður Jónsdóttir var fædd
29. ágúst 1896 á Fögrueyri við Fáskrúðs-
fjörð í Suður-Múlasýslu og lést 7. nóvem-
ber 2003, 107 ára og 70 daga. Móðir
hennar, Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi á
Berufjarðarströnd, varð 101 árs. Málfríður
flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur
árið 1903. Þegar hún var á þrítugsaldri
dvaldi hún í þrjú ár í Danmörku og eign-
aðist dóttur með Halldóri Laxness. Mál-
fríður átti lengi heima ( Vesturbænum (
Reykjavík, var saumakona, en síðasta ára-
tuginn dvaldi hún á Landakotsspítala.
Þegar bók um Longættina kom út fékk
Málfríður afhent fyrsta eintakið, sem elsti
afkomandi ættföðurins, tæplega 102 ára.
Hún var sögð heilsuhraust fram yfir 107
ára afmælið.
106 ÁRA
Aðalbjörg Guðrún Þórðardóttir var
fædd 10. september 1879 á Húsavík og
lést 27. júlí 1986, 106 ára og 320 daga.
Hún giftist Friðgeir Magnússyni, sem lést
um sjötugt, og hélt alla tíð heimili með
tveim sonum þeirra hjóna. Guðrún var
gerð að heiðursborgara á Húsavík á 100
ára afmælinu. Þá var hún spurð, ( viðtali
við Morgunblaðið, hverju hún þakkaði
háan aldur. Hún sagði: „Ég hef verið létt-
lynd, reynt að taka lífinu létt og ekki látið
erfiðleikana yfirbuga mig, þó að þeir hafi
auðvitað mætt mér á svo langri leið."
Fimm árum síðar var hún afturspurð hverju
31