Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 5
 slaka á leitinni næstu þrjátíu árin eða lengur til þess að við sinnum konum sem ekki hafa verið bólusettar og ef við gefum okkur að bólusetningin taki siðan við hjá næstu kynslóðum." LAGARAMMI NAUÐSYNLEGUR Að lokum nefnir Kristján að nauðsynlegt sé að setja lög um leitarstarfið, margt í nútímaþjóðfélagi krefjist þess að kveðið sé á um slika starfsemi með lögum. „Til að ná sem bestum árangri í leitarstarfinu þarf bæði að fylgjast vel með mætingum og hvetja konur til að koma reglulega í skoð- anir. Síðan þarf að setja í lög ákvæði um hvernig standa skal að skráningu og eftir- fylgd þeirra sem greinast með breytingar og þurfa í meðferð. Þetta er nauðsynlegt til að gefa okkur upplýsingar um hver áhrif leitarinnar er á þróun sjúkdómsins auk þess sem ýmsar hliðar persónuverndar krefjast lagasetningar," segir Kristján og segir jafnframt æskilegast að leitarstarfinu verði fundinn farvegur með því að stofna um það sjálfseignarstofnun sem Krabba- meinsfélagið sjái um. Þannig yrði fjárhag- urinn sjálfstæður og leitarstarfið fjár- magnað með þjónustusamningi við ríkisvaldið eins og reyndar verið hefur í bráðum tvo áratugi. „Tilraunastarfinu með leitinni er löngu lokið og því eðlilegt að ríkið beri meíri og formlegri ábyrgð á þessu, en Krabþameinsfélagið getur eftir sem áður komið við sögu." JT. HAGSTÆTT AR HJA KRABBAMEINSFÉLAGINU Frá aðalfundi Krabbameinsfélags íslands Um sjötíu manns sátu aðalfund Krabbameinsfélags (slands, sem hald- inn var í húsakynnum krabbameins- samtakanna við Skógarhlíð 8 í Reykja- vík í maí, þar á meðal fulltrúar frá 22 aðildarfélögum. Afkoma félagsins á síðasta ári var betri en mörg undanfarin ár. Rekstrar- hagnaður var um 73 milljónir króna, sem skýrist að miklu leyti af mörgum stórum erfðagjöfum. í ársskýrslu Krabbameinsfélags (s- lands og aðildarfélaga þess, sem lögð var fram á aðalfundinum, má sjá að starfið er mjög fjölþætt. ( höfuðstöðv- unum er stunduð leit að krabbameini, krabbameinsrannsóknir fara þar fram, auk fræðslustarfs, þjónustu við sjúk- linga o.fl. Á sjö stöðum á landsbyggð- inni eru reknar þjónustumiðstöðvar. Tilkynnt var á fundinum að í haust yrði ráðist í breytingar á húsnæði félagsins við Skógarhlíð, einkum ( þeim tilgangi að skapa aðstöðu fyrir nýja réðgjafar- og þjónustumiðstöð fyrir krabbameinssjúklinga og aðstand- endur. „Ætlunin er að sameina og efla allt stuðningsstarf okkar við sjúklinga innan þessa ramma um leið og bryddað verður upp á nýjungum," segir Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameins- félags (slands í ársskýrslu félagsins. „Tekið verður á móti öllum sem þangað koma og reynt að leysa vanda þeirra og veita stuðning. Lögð er megináhersla á hlýlegt, skilningsríkt viðmót og sam- kennd sem auðveldar sjálfstyrkingu og veitir stuðning til að takast á við breyttar aðstæður í Iffinu." Á aðalfundinum var Ljósinu, endur- hæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, afhentur styrkur til starfsem- innar frá Krabbameinsfélagi (slands að upphæð 2,5 milljónir króna. Fram kom að félagið telur starfsemi Ljóssins mik- ilsverða viðbót við þá þjónustu sem hefur verið í boði á öðrum vettvangi og að mikilvægt sé að efla góða samvinnu um stuðning við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Sigurður Björnsson yfirlæknir var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára. Hann hefurveriðformaður síðustu átta ár. Vilhelmína Haraldsdóttir yfirlæknir gaf ekki kost á sér til endur- kjörs í stjórn en í hennar stað var kosinn Páll Helgi Möller yfirlæknir. Aðrir I stjórn eru Birna G. Flygenring hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Guðrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og formaður Sam- hjálpar kvenna, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, Jóhannes Tómasson upplýs- ingafulltrúi og formaður Krabbameins- félags Reykjavíkur og Þorvaldur Árna- son apótekari. (varstjórn eru Álfheiður Hjaltadóttir formaður Krabbameins- félags Austurlands og Þóra Hrönn Njálsdóttir formaður Krabbameins- félags Hafnarfjarðar og nágrennis. JR. Svipmynd frá aðalfundi Krabbameinsfélagsins í vor. 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.