Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 19
„í fyrra gekkst ég undir skurðaðgerð vegna krabbameins í blöðruhálskirtli og hef af þeim sökum verið undir eftirliti góðra kollega og allt tekist með miklum ágætum." gjarnan voru stofnuð krabbameinsfélög samtímis ferðum okkar um landið, sem flest eru enn starfandi. Það var mikið fyrir framlag og dugnað kvenna í héraði að þetta var hægt. Með mér á þessum ferðum störfuðu nokkrar hjúkrunarkonur og Ijós- mæður frá Leitarstöðinni, langar mig þar að nefna þær Guðlaugu Guðmundsdóttur, Gerðu Ásrúnu Jónsdóttur og Steinunni Stephensen. Þá er rétt að geta þess að um miðjan áttunda áratuginn hófum við að þreifa brjóst kvenna sem komu I Leitarstöðina og þar með hófst skipuleg leit að brjósta- krabbameini á íslandi. Nokkrum árum síðar komu brjóstamyndatökur til sög- unnar. Frumkvöðlar að því starfi voru einnig læknarnir Alma Þórarinsson og Guðmundur heitinn Jóhannesson, sem um það leyti varð yfirlæknir Leitarstöðvar- innar." Urðu einhverjar óvæntar uppákomur úti á landi á frumkvöðlaárunum? „Eins og áður er minnst á voru aðstæður til kven- skoðana mjög erfiðar svo ekki sé meira sagt. Þannig fór fyrsta krabbameinsleitin í Þingeyjarsýslum fram í náttúrugripasafni unglingaskóla Húsavíkur, innan um upp- stoppaða fugla og annað sem slíku safni heyrir til. Það var einmitt á Húsavík sem ég lenti I því að gera bráðakeisaraskurð, því ekki var hægt að koma konu til Akureyrar sökum þoku. Drifið var í að safna blóð- gjöfum og tókst aðgerðin vel." mikiðævintýri að fá að taka þátt Á Þórshöfn þurftum við að plástra hækjur við skrifstofuborð, sem stoðir, því önnur aðstaða var ekki fyrir hendi. Á Reyð- arfirðifannstskoðunarstóllsem viðfluttum á milli fjarða með aðstoð Hákonar Aðal- steinssonar skálds og bónda, en hann var þá í lögreglunni þar eystra. Nokkrum sinnum var haft samband við Landhelgis- gæsluna sem flutti okkur frá Vopnafirði suður til Djúpavogs. I einni sllkri ferð lentum við ( því að eltast við landhelgis- brjóta. Ég minnist ferðar í byrjun júní á snjóbíl yfir Fjarðarheiði til þess að leita á 'seyðisfirði. Skoðað var í eldhúsinu í félagsheimilinu á Vopnafirði og eldhúsi gamla sjómanna- heimilisins á Norðfirði. Til skoðunar á Egils- stöðum komu konur frá innstu bæjum í Jökuldal sem ég held að sé um 100 kíló- taetra leið og var mér sagt að þær hafi farið hluta leiðarinnar á traktor, slíkur var áhugi þessara kvenna. Það var þannig mikið ævintýri að fá að taka þátt ( þessu brautryðjendastarfi. Nú eru hvarvetna komnar heilsugæslustöðvar °g aðstæður allar til skoðunar með því besta sem gerist. HEFUR REYNSLU AF KRABBAMEINI „Nokkur umræða hefur verið í gegnum árin varðandi leit að öðrum krabbameinum og þá einkarlega hjá körlum og þá helst að krabbameini í blöðruhálskirtli og einnig allmennri leit að krabbameini (ristli, en þar hefur Ásgeir Theódórs læknir haft for- göngu. Krabbameinsfélag íslands hefur haft möguleika til slíkra skoðana til athug- unar um árabil og ekki útilokað að til þess verði stofnað ef skilningur og fjármagn fæst til." Jón Þorgeir hefur sjálfur reynslu af krabbameini. „Fyrir nokkrum árum greind- ist ég með forstigsbreytingar krabbameins í þvagblöðru og ( fyrra gekkst ég undir skurðaðgerð vegna krabbameins í blöðru- hálskirtli og hef af þeim sökum verið undir eftirliti góðra kollega og allt tekist með miklum ágætum. Þetta tafði mig frá vinnu og golfi í nokkrar vikur en hefur ekki haft áhrif á mitt líf svo talandi sé um." Og þú ert enn á fullu í golfi, að verða 75 ára gamall? „Ég hef verið ígolfi síðan 1963 og slæ hvergi slöku við. Hef verið með- limur í Golfklúbbi Ness á Seltjarnarnesi síðan 1967. Það er gaman að segja fré því að golfklúbburinn minn var stofnaður sama ár og leit að krabbameini hófst á ís- landi. Ég byrjaði að klífa á brattann á þessum vettvangi 1967 og það má segja að ég sé að koma niður brekkuna hinum megin um þessar mundir!" ÞÞ. í frístundum leikur Jón Þorgeir golf, einkum á golfvellinum á Seltjarnarnesi, og hefur gert í meira en fjörutíu ár. 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.