Heilbrigðismál - 01.09.2006, Síða 17

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Síða 17
VERÐUM AÐ YFIRSTÍGA ÓTTANN Guðmundur Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 1995 „Því er ekki að leyna að mér leið eins og ég hefði fengið högg ( magann," segir Guðmundur Jónsson fyrrverandi hæsta- réttardómari þegar hann er inntur eftir fyrstu viðbrögðum sínum við því að hafa greinst með krabbamein í blöðruháls- kirtli. Guðmundur er eldfjörugur og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en sjötugur þótt hann sé orðinn áttræður og ári betur. Hann er sonur eina íslendingsins sem heilt iþróttahús er kennt við, íþróttahús Jóns Þorsteinssonar. „Eftir þessi válegu tíðindi settist ég á bekk á spítalanum og beið eftir að heyra hver framvinda mála yrði. Ég hlýt að hafa verið mjög daufur í dálkinn því hjúkrunarkona gaf sig á tal við mig og sagði að ég skyldi ekki láta svona því ég væri í höndum bestu sérfræðinga sem völ væri á." Guðmundur hafði um þrjá kosti að velja eftir að hann greindist; að gera ekki neitt, fara í geislameðferð eða skurðaðgerð. „Ég valdi geislana og fór fimm sinnum í viku, í rúm þrjátíu skipti. Ég fékk engar aukaverk- anir og mér leið mjög vel í höndum ágætra lækna og hjúkrunarfólks." Guðmundur segir að lífið hafi gengið sinn vanagang eftir meðferðina og hann og frúin fara í sínar daglegu gönguferðir. 5 Þar fyrir utan ferðast þau reglulega innan- | lands og utan og sinna barnabörnunum | sem eru níu talsins. „Þegar ég sé auglýs- ingu frá ákveðnu innheimtufyrirtæki sem segir „Ekki gera ekki neitt" verður mér hugsað til þeirra karlmanna sem eru komnir fram yfir miðjan aldur og óttast að fara í skoðun. Setningin er lærdómur fyrir aðra. Meðgöngutími krabbameins getur verið langur og þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi. Óttinn getur verið okkar versti óvinur en með því að yfirstíga hann og fara í skoðun er hægt að hefja aðgerðir nógu snemma til að þær geti borið árangur." ÞÞ. „Mér leið mjög vel í höndum ágætra lækna og hjúkrunarfólks." ÞAÐ KOMU AÐRIR LITIR í LÍFIÐ Gunnar Magnússon arkitekt hefur gjörbreytta lífssýn eftir baráttuna viö krabbameinið „Ég var í einstaklega fínu formi, synti, hljóp upp Esjuna, var i líkamsrækt og það hvarflaði ekki að mér að ég gæti veikst," segir Gunnar Magnússon arkitekt sem greindist með krabbamein í blöðruháls- kirtli fyrir tæpum áratug. „Nokkrum vikum eftir að mér var meinað að gefa blóð sökum járnskorts kom í Ijós að það voru bólgur í blöðruháls- kirtlinum. Mér var bent á að tala við Eirík Jónsson þvagfæraskurðlækni, sem var ný- kominn að utan úr námi, og ég sé ekki eftir því, enda er hann fagmaður fram í fingurgóma. Sýni staðfestu að ég var með krabbamein á töluvert háu stigi. Hann sendi mig ( beinaskönnun sem var satt að segja fremur taugastrekkjandi því ef út- koman reyndist jákvæð væri ég i veru- legum vanda staddur." Gunnar ákvað að láta fjarlægja kirtilinn, jafnvel þótt slíkt gæti haft varanlega áhrif á lífsgæðin. „Öll fjölskyldan var sammála um að þetta væri skynsamlegasta lausnin frekar en að fara í geisla og/eða lyfjameð- ferð. Eirlkur tjáði mér að þar sem ég væri I góðu formi væru ágætis líkur á því að ég myndi halda mínum lífsgæðum. Það reynd- ist rétt." Gunnar kveið mest fyrir því að vakna eftir aðgerðina. Stutt aðgerð hefði þýtt að hætt hefði verið við að fjarlægja kirtilinn sökum þess að krabbameinið reyndist slæmt en löng aðgerð hefði þýtt að kirtill- inn hefði verið fjarlægður. „Þótt ég hafi verið dálítið ruglaður þegar ég vaknaði reyndi ég strax að líta á klukkuna. Eiríkur læknir stóð við rúmið og færði mér góð tíðindi. Þegar allt var yfirstaðið sagði Hilmar sonur minn að nú gæti ég tekið út úr bankabókinni sem ég hafði lagt inn á í gegnum tíðina með heilbrigðum lífs- háttum." „Ég hringdi (vini mína eftir veikindin og sagði þeim að drífa sig ( skoðun," sagði Gunnar. „Ef þeir hlýddu ekki talaði ég við eiginkonur þeirra. Ég lét þá ekki ( friði. Flestir létu sig hafa það en ég fékk símtal frá vini mlnum ( fyrra sem sagðist betur hefði hlýtt mér þvl hann greindist með þennan sjúkdóm. Á spitalanum hitti ég ennfremur nokkra einstaklinga sem fóru of seint I skoðun." „Ég hringdi í vini mína eftir veikindin og sagði þeim að drífa sig í skoðun." Arkitektinn segir að veikindin hafi verið rosalegt högg en lífssýn hans hefur gjör- breyst eftir þessa reynslu. „Ég hlusta og horfi með allt öðrum hætti en áður. Það komu aðrir litir i lífið og mér finnst ég ekki eiga kröfurá neitt." ÞÞ. 17

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.