Heilbrigðismál - 01.09.2006, Side 26
tóbaksvarnir á víðum grundvelli og leitast
við að setja þær í samhengi við aðra við-
leitni til að vernda heilsu og umhverfi.
Allt frá byrjun „herferðarinnar" var
hvarvetna áberandi hve mikinn áhuga
unga fólkið sýndi á þvi að taka sjálft þátt í
baráttunni, utan skóla sem innan. Má þar
auk kynningarfundanna að lokinni hóp-
vinnunni meðal annars nefna þátttöku í
sérstökum verkefnum á vegum Krabba-
meinsfélagsins og Samstarfsnefndar um
reykingavarnir í samráði við skólana, m.a.
nokkrum sinnum við dreifingu á þús-
undum veggspjalda. Hundruð nemenda
komu á skrifstofu félagsins til að afla sér
ýmiss konar gagna til að styrkja og tjá af-
stöðu sína og hafa áhrif á aðra. Fundir
með fulltrúum nemenda, eins og sá sem
áður var frá sagt, voru fleiri haldnir og þar
samþykktar öflugar ályktanir til stuðnings
baráttunni gegn reykingum. Upp frá
einum slíkum fundi spratt Reykingavarna-
ráð æskufólks sem starfaði um árabil með
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Fræg varð árangursrík atlaga sjöttu-
bekkinga gegn tóbaksauglýsingum í versl-
unum skólaárið 1976-1977. (Þar voru þær
þá enn leyfðar.) Forustumenn heilbrigðis-
og menntamála létu málið til sín taka að
frumkvæði Krabbameinsfélagsins, og
vorið 1977 setti Alþingi lög þar sem m.a.
var kveðið á um algert bann við tóbaks-
auglýsingum. Þingtlðindi eru til vitnis um
að baráttuhreyfing unga fólksins gegn
reykingum var þingmönnum ofarlega I
huga við afgreiðslu frumvarpsins. Ótalin
eru þau áhrif sem börnin báru inn á heimili
sín og í annað nánasta umhverfi sem skel-
eggirtalsmenn reykleysis, iðulega meðað-
stoð bæklinga, límmiða og veggspjalda.
Haustið 1977 ákvað Krabbameins-
félagið að taka að veita reyklausum
bekkjum viðurkenningu. Miðaðist þetta
við efstu fjóra aldursflokka grunnskól-
Beitt var ýmsum ráðum til að hvetja
ungt fólk til að lifa heilbrigðu lífi, án
tóbaks. Meðal annars var blaðið
Takmark sent til grunnskólanema
nokkrum sinnum á ári. Það er nú allt
aðgengilegt á vefsvæðinu timarit.is.
anna. Veturinn 1977-1978 hlutu hátt í
níutíu bekkir viðurkenningarskjal, flest 6.
og 7. bekkir. Næsta vetur urðu reyklausu
bekkirnir samtals 274, þar af tæplega
fjörutíu 8. og 9. bekkir.
MARGIR REYKLAUSIR BEKKIR
Haustið 1976 hóf Krabbameinsfélagið
útgáfu blaðssem nefntvarTakmarkog kom
út næstu tíu árin, alls 31 tölublað. Takmark
var „fyrst og fremst helgað samtökum ungs
fólks gegn reykingum" eins og segir í fyrsta
blaðinu. Takmarki var dreift í skólunum til
ákveðinna aldursflokka en jafnframt sent
til fjölda einstaklinga og stofnana. Upp-
lagið var lengi vel 30.000 eintök. Blaðið
flutti m.a. fréttir af því sem gerðist í tóbaks-
vörnum innan lands sem utan og ekki síst
forvarnarstarfinu í skólunum og framlagi
unga fólksins í baráttunni. Auk þess birt-
ust í Takmarki greinar og fræðsluefni um
skaðsemi tóbaks og tóbaksvarnir, sögur,
ritgerðir og myndefni frá börnum og ungl-
ingum, verðlaunagetraunir og samkeppni
um slagorð í baráttunni. Ritstjórar blaðsins
voru allan tímann tveir, framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavíkur og ritstjóri
tímaritsins Heilbrigðismála sem var auk
þess almennt til ráðuneytis um aðra þætti
starfseminnar.
Vorið 1978, rúmlega tveimur árum eftir
að herferðin hófst, var gerð reykinga-
könnun í grunnskólum Reykjavlkur, sams
konar og sú sem gerð var 1974 og sagt var
frá hér á undan. Höfðu reykingar þá dreg-
ist saman í öllum aldursflokkum og þó
mest hjá 12 ára börnum, um heil 67%! Hjá
10 ára börnum var samdrátturinn 49%,
hjá 11 ára 40%, hjá 13 ára 46% og hjá 14
ára 25%. Minnst hafði dregið úr reyk-
ingum elstu nemendanna, 13-14%. í elstu
fjórum aldursflokkunum áttu reykingar
síðan eftir að snarminnka, svo sem fram
kom í seinni könnunum.
Þessi þróun vakti athygli erlendis. Á al-
þjóðaráðstefnu um tóbak og heilsu sem
haldin var í Tokýó 1987 var hún kynnt og í
lokin sýnd sem skýrasta dæmi ráðstefn-
unnar um það hverju væri hægt að fá
áorkað með markvissu tóbaksvarnastarfi
meðal unga fólksins. Á stórt sýningartjald
var svo varpað ályktarorðunum „It can be
done" (Það er hægt).
Hér hefur verið rifjað upp í stuttu máli
hvernig „herferðin gegn reykingum" fór
af stað og efldist fyrstu árin. Sumir höfðu
spáð því að hún yrði endaslepp. Sú varð
ekki raunin en baráttuaðferðir breyttust
að nokkru með tímanum. Er óhætt að full-
yrða að þessi sérstæða atlaga gegn tóbak-
inu hafi átt þátt I því að breyta viðhorfi til
tóbaksneyslu og stuðlað að setningu lög-
gjafar um tóbaksvarnir og minnkandi
tóbaksneyslu hérá landi.
Grein eftir Þorvarð Örnólfsson lög-
fræðing, sem var framkvæmdastjóri
Krabbameinsfélags Reykjavlkur frá 1975
til 1997 og sat í tóbaksvarnanefndum í
áratugi. Á Heilbrigðisþingi 2003 var hann
heiðraður fyrir störf sín að tóbaksvörnum.
ER DANAR-
TÍÐNI VEGNA
KRABBAMEINA
FARIN AÐ
LÆKKA?
Frá því að skráning krabbameina hófst á
(slandi, en Krabbameinsskrá Krabbameins-
félagsins hefur skráð öll mein á landinu frá
því 1954, hefur nýgengi krabbameina
aukist jafnt og þétt. Efri línurnar á fyrstu
myndinni sýna þessa aukningu, sem er
álíka mikil hjá körlum og konum. Á tæp-
lega hálfri öld (frá 1955-1959 til 2000-
2004) hefur nýgengi krabbameina í heild
aukist um 1,2% á ári hjá körlum og 1,4%
hjá konum. Nú greinast um 1200 manns á
ári með krabbamein.
Fyrsta myndin sýnir einnig dánartíðni
af völdum krabbameina, en þær upplýs-
ingar koma frá Hagstofu íslands. Myndin
sýnir Ijóslega að dánartíðni hefur sfst auk-
ist þegar á heildina er litið. Þvert á móti má
greina tilhneigingu til lækkunar á dánar-
tíðni, einkum á slðustu árum. Þetta end-
urspeglast einnig I því að horfur þeirra sem
greinast með krabbamein hafa batnað
mikið síðustu fimmtíu árin. Ár hvert deyja
um 260 karlar og 240 konur úr krabba-
meini hér á landi.
Tölurnar á fyrstu myndinni eru aldurs-
staðlaðar, og miðast við 100.000 íbúa, svo
skýringar á breytingunum tengjast ekki
auknum fjölda eldra fólks á íslandi, heldur
endurspegla þær breytingar á áhættu
hvers einstaklings á að greinast með
krabbamein og að deyja úr sjúkdómnum.
Á fyrstu myndinni sýna línuritin öll
krabbamein sem skráð eru í Krabbameins-
skrá Krabbameinsfélagsins. Athyglisvert er
að Ifta nánar á línurit fyrir einstök mein,
sem mesta þýðingu hafa fyrir dánartíðni
vegna krabbameina á (slandi. Á annarri og
þriðju myndinni koma fram breytingar í
þeim meinum sem hafa sett hvað sterk-
astan svip á dánartíðni síðustu hálfa öld.
Mestar breytingar urðu á dánartíðni af
völdum magakrabbameins, en hún
hefur lækkað gríðarlega ört og er nú tæp-
lega sjöundi hluti þess sem hún var fyrir
fimmtíu árum. Þetta sést hjá báðum
kynjum, en áhrif breytingarinnar eru sterk-
ari hjá körlum þvf að dánartíðnin var mun
hærri hjá þeim en hjá konum. Ástæður
lækkunarinnar eru margvíslegar, en
ályktað er að þær tengist breyttu mat-
aræði og lækkandi tfðni sýkinga af völdum
bakteríu er kallast Helicobacter pylori, en
hún hefur verið skilgreind sem einn af or-
sakaþáttum magakrabbameins.
Næst mestar breytingar eru á dánartfðni
af völdum lungnakrabbameins, einnig
miklar hjá báðum kynjum. Þarna liggur
leiðin þvf miður f hina áttina, en aukningin
varð hlutfallslega miklu meiri en varðandi
26