Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 33
Krístinn Ingvarsson SEX AFKOMENDUR HAFA ORÐIÐ 100 ÁRA Segja má að Sesselja Jónsdóttir sem fædd var í Svefneyjum á Breiðafirði árið 1823, hafi átt miklu bamaláni að fagna, ef langlífi afkomenda hennar er mæli- kvarði á það. Áður en Sesselja giftist átti hún einn son, Svein Pétursson, með Pétri Guð- mundssyni, sem drukknaði ungur. Sveinn varð 91 árs og flest barna hans náðu háum aldri en þó ekkert eins háum og Kristín P. Sveinsdóttir sem var orðin 106 ára þegar hún lést haustið 2000. Bróðurdóttir Kristínar, Magðalena Lára Kristjáns- dóttir, lést vorið 2001, rúmlega 103 ára. Sesselja giftist Andrési Andréssyni árið 1852 og orti Jón Thoroddsen sýslu- maður og skáld brúðkaupsvísur til þeirra. Andrés drukknaði um þrítugt en þau Sesselja eignuðust sjö börn sem komust til fullorðinsára. Hæstum aldri systkin- anna náði María M. Andrésdóttir, sem varð 106 ára. Meðal barna Maríu var Ingi- björg Daðadóttir, sem varð 103 ára, og Guðmundur Daðason, sem varð 105 ára. Með síðari manni sínum, Sveinbirni Magnússyni, átti Sesselja tvö börn. Annað þeirra, María Katrín Sveinbjarnardóttir Beck, varð 100 ára. Sjálf varð Sesselja, sem bjó í Flatey og Skáleyjum, ekki nema fimmtug. Dánar- meinið var „bólguveiki". Sagt var að hún hefði verið frfð kona sýnum, há vexti, búsýslukona góð og vel gefin. Ein systir hennar var Sigríður Jónsdóttir, amma Sveins Björnssonar forseta Islands. Sigurður Sólmundur Þorvaldsson fæddist 23. janúar 1884 á Álftanesi í Mýrasýslu en lést 21. desember 1989, 105 ára og 333 daga. Hann lauk kennaraprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði, fór f framhaldsnám til Danmerkur, kenndi við Hvítárbakkaskóla og á Isafirði. Sigurður flutti til Skagafjarðar 1914, gerðist bóndi á Sleitustöðum I Hólahreppi og fékkst við kennslu é vetrum. Sigurður var hreppstjóri í nær hálfa öld, þar til hann var 92 ára. Hann var mikill reglumaður, kvikur á fæti og glaðværð hans var viðbrugðið. Kona Sigurðar var Guðrún Sigurðardóttir og komust átta börn þeirra upp. Guðrún Einarsdóttir Guðmundsson, sfðast búsett í Mozart í Saskatchewan f Kanada, varð 105 ára og 288 daga. Hún var fædd á Ánastöðum í Breiðdal í Suður- Múlasýslu 18. mars 1877, flutti tíu ára gömul með foreldrum sínum og fjórum systkinum með Camoens frá Eskifirði til Vesturheims og giftist Finnboga Guð- mundssyni. Þau bjuggu fyrst í Norður-Da- kota í Bandaríkjunum en síðan í Kanada og eignuðust sex börn. Guðrún lést 27. janúar 1983. Margrét Þorbjarnardóttir Ólafsson var fædd í Austur-Voðmúlastaðahjáleigu í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu 17. september 1853. Hún giftist Jóni Ólafssyni vorið 1882 og flutti tveimur árum síðar vestur um haf. Þau bjuggu fyrstu fimm árin að Árnesi í Manitoba í Kanada en fluttu sfðan til Selkirk. Þeim varð fjögurra barna auðið. Jón lést 1948, eftir 65 ára hjúskap. Þegar Margrét var 100 ára var sagt í Lögbergi: „Hún er mjög ern eftir aldri, saumaði sér sjálf t.d. kjól f fyrra." Hún lést 1. maf 1959, 105 ára og 226 daga. Valgerður Steinunn Friðriksdóttir fæddist 3. maí 1889 á Hánefsstöðum í Svarfaðardal f Eyjafirði. Maður Valgerðar var Jónas Franklín Jóhannsson sjómaður. Þau bjuggu við Aðalstræti á Akureyri og áttu tvö börn. Valgerður tók virkan þátt í starfi Slysavarnafélagsins, Kvenféiagsins Framtíðarinnar og Góðtemplarareglunnar og var heiðursfélagi hennar. Hún lifði heil- brigðu lífi og sagðist í viðtali alltaf hafa verið geðgóð og glaðlynd og ekki eytt púðri f illt umtal. Valgerður lést 8. nþvern- ber 1994, 105 ára og 186 daga. Tvær systur hennar náðu fullorðinsaldri, önnur varð 98 ára en hin 96 ára. Móðir þeirra varð 92 ára. Guðmundur Daðason var fæddur á Dröngum á Skógarströnd á Snæfellsnesi 13. nóvember 1900, ólst upp að Setbergi og bjó síðan lengi á Ósi. Hann var sonur Marfu M. Andrésdóttir, sem varð 106 ára. Systir hans, Ingibjörg Daðadóttir, varð 103 ára. Guðmundur og Sigurlaug Maria Jóns- dóttir kona hans eignuðust fimm börn og þegar hann lést voru afkomendurnir 64. Þegar Guðmundur var tæplega sjötugur fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og hann vann þar verkamannavinnu til áttræðisald- urs. Eftir að konan lést sá Guðmundur að mestu um sig sjálfur fram undir tírætt. Hann var mjög félagslyndur og spilaði og tefldi fram á síðustu ár. Það þótti í frá- sögur færandi að Guðmundur fór á knatt- spyrnulandsleik þegar hann var 98 ára, fór í fyrsta sinn til útlanda á 101. aldursári og tók þátt í skákmóti 103 ára gamall. Guð- mundur studdi Framsóknarflokkinn frá stofnun hans, 1916, og var (minningagrein sagður hafa verið elsti framsóknarmaður í heimi. Hann lést 12. maí 2006, orðinn 105 ára og 180 daga. Þórdís Þorkelsdóttir var fædd 26. október 1895 á Unastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði og lést 9. febrúar 2001, 105 ára og 105 daga. Hún og maður hennar, Skarphéðinn Sigfússon, bjuggu á nokkrum stöðum í Skagafirði, lengst þó í Fljótum, en fluttu til dætra sinna f Borgarfirði skömmu eftir miðja tuttugustu öld. Skarp- héðinn lést um sjötugt. Þórdís var vinnu- söm og „stóð við slátt eins og karlmaður í öllum sínum búskap," sagði í minningar- grein. Hún hafði yndi af að lesa og las alla Biblíuna eftir að hún varð níræð. f byrjun tuttugustu aldar var enginn (s- lendingur á Iffi sem náð hafði hundrað ára aldri, um miðja öldina voru þeir tveir og f lok hennar tuttugu og fimm. Slík er breyt- ingin. Grein eftir Jónas Ragnarsson ritstjóra Heilbrigðismála. Sólveig Pálsdóttir frá Svínafelli í Öræfum er elst allra núlifandi íslendinga, varð 109 ára núna í ágúst. Þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru í opinberri heimsókn á Höfn í Hornafirði í apríl hittu þau Sólveigu. Á myndinni heldur hún á yngsta Austur-Skaftfellingnum. 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.