Heilbrigðismál - 01.09.2006, Page 15
GETUR VERIÐ SNÚNARA VIÐUREIGNAR
EN MÖRG ÖNNUR KRABBAMEIN
Rætt um krabbamein í blöðruhálskirtli við Eirík Jónsson yfirlækni
og sérfræðing í þvagfæraskurðlækningum
Krabbamein í blöðruhálskirtli getur verið
snúið, í samanburði við önnur krabbamein,
og þá sérstaklega þegar kemur að
ákvörðun um meðferð. Sérstaklega er svo
ef krabbameinið greinist á byrjunarstigi
eða staðbundið eins og kallað er. Þá getur
nefnilega valið um meðferð spannað allt
frá því að bíða átttekta eða að nema
blöðruhálskritilinn á brott með skurðað-
gerð. En hvað gerir þá karlmaður sem fær
þá vitneskju að hann sé með krabbamein
blöðruhálskirtli?
Eiríkur Jónsson, sérfræðingur í þvag-
færaskurðlækningum, hefur um árabil
sinnt meðferð sjúklinga sem fengið hafa
krabbamein í blöðruhálskirtil. Hann hefur
margoft fært karlmönnum fréttir sem
þessar. I framhaldinu sest hann niður með
þeim og konum þeirra eða öðrum ná-
komnum og ræðir möguleikana.
„Hér er margt sem þarf að taka til at-
hugunar og ekkert eitt sem gildir fyrir
alla," segir Eiríkur og leggur áherslu á að
málið sé skoðað vandlega áður en
ákvörðun er tekin. „Ifyrsta lagi skiptir máli
hvort sjúkdómurinn er staðbundinn og
þannig á byrjunarstigi. Þá skiptir aldur
sjúklingsins líka máli því oft er krabbamein
í blöðruhálskirtli mjög hægfara og
mönnum endist einfaldlega ekki aldur til
þess að meinið valdi þeim vandkvæðum,
það eru hugsanlega aðrir alvarlegir sjúk-
dómar sem geta gert mönnum lífið leitt
og valdið óskunda á efri árum og jafnvel
dregið þá til dauða. En þegar menn fá
þessa vitneskju finnst mönnum hún
óþægileg og vilja losna við meinið og þá
þarf að ræða möguleikana."
Eiríkur segir að nái sjúkdómurinn ekki út
fyrir blöðruhálskirtilinn standi menn
frammi fyrir fleiri valmöguleikum í með-
ferð. „Það er í fyrsta lagi hægt að bíða og
sjá hvort sjúkdómurinn þróast áfram og
hvert hann stefnir. Með reglulegu eftirliti,
fyrst á þriggja mánaða fresti, má fylgjast
með því hvort frekari breytingar verða. Ef
svo er ekki má hafa lengra milli athugana
en grípa inn í ef eitthvað er að gerast. Ef
við hefjum meðferð strax við greiningu eru
enn valmöguleikar. Staðbundið krabba-
mein má annað hvort meðhöndla með
geislameðferð eða nema burt með skurð-
aðgerð. I skurðaðgerð er blöðruhálskirtill-
inn tekinn ásamt sáðblöðrum. Eftir slfka
meðferð getur tekið nokkurn tíma að ná
fullri stjórn á þvagláti, yfirleittfrá nokkrum
vikum og upp í nokkra mánuði og: í und-
antekningatilvikum geta menn átt við
þann vanda að stríða upp frá því. Hafi
stinning verði eðlileg fyrir aðgerð má bú-
ast við að hún verði það í 50-60% tilvika.
Það getur þó tekið eitt til tvö ár að svo
verði. Til er þó ágæt meðferð við ristrufl-
unum sem hægt er að byrja fljótlega eftir
aðgerð."
Krabbamein í blöðruhálskirtli greinist
helst hjá körlum sem eru nokkuð við aldur
en meðalaldur er um 72 ár og tveir þriðju
þeirra sem greinast með sjúkdóminn eru
yfir sjötugu. Sjaldgæft er að hann greinist
hjá körlum undir fimmtugu en dæmi eru
þó um slíkt. Nokkuð á annað hundrað
karla eru greindir árlega og rúmlega fjöru-
tíu látast árlega af völdum sjúkdómsins.
Hjá milli 40 og 50 sjúklingum er meinið
fjarlægt, hjáöðrum 15 til 20 er beitt geisla-
meðferð og kringum 20 til 30 karlar velja
það að bíða og sjá hvaða þróun muni eiga
sér stað.
Eiríkur segir að aukin vitund og þekking
manna á sjúkdómnum hafi orðið til þess á
æ fleiri greinist á hverju ári. Hann segir að
aldur karla ráði oft miklu um viðbrögð
þeirra við sjúkdómsgreiningunni. Yngri
menn vilji síður fara í meðferð vegna hugs-
anlegra neikvæðra áhrifa á stjórn þvagláta
og kyngetu, nema Ijóst sé að sjúkdómur-
inn þróist hratt. Spurningin sem menn
standi frammi fyrir sé einatt sú hvort með-
ferð sé bráðnauðsynleg, og hversu mikil
áhrif hún hafi á lífslengd og lífsgæði.
„Það er þó oft þannig að menn kjósa
meðferð á þeim grunni að vitneskjan um
eitthvað sem kraumar í þeim rýri lífsgæði
þeirra. Menn eru bara þannig gerðir að
þeir vilja ekki bera ( sér neitt óæskilegt og
það sjónarmið er mjög skiljanlegt."
Eiríkur tekur líka fram að leiti menn
læknis vegna gruns um sjúkdóm sem
þennan verði þeir að vera undir það búnir
að takast á við erfiðar ákvarðanir. „Ef nið-
urstaðan er sú að menn eru með sjúkdóm-
inn þá kemur alltaf upp þessi spurning um
hvað eigi að gera. Við greinum sjúklingnum
og fjölskyldunni frá stöðunni og í fram-
haldi af því ræðum við saman um mögu-
leikana og yfirleitt er hægt að taka nokkuð
góðan tíma í það. Þessi sjúkdómur er þess
eðlis að valkostirnir geta verið ýmsir og
þess vegna verða sjúklingar og fjölskyldur
þeirra að koma inn í sjálfa ákvörðunina um
úrræðin. í sumum tilvikum kemur aðeins
ein leið til greina og þá getur læknirinn
tekið af skarið."
( lokin vill Eiríkur undirstrika að f lang-
flestum tilvikum taka menn ákvarðanir
I sem þeir eru sáttir við þó svo ferlið frá
S. greiningu og að endanlegri ákvörðun valdi
| oft miklu hugarangri.
§ JT.
„Valkostirnir geta verið ýmsir og þess vegna verða sjúklingar og fjölskyldur
þeirra að koma inn í sjálfa ákvörðunina um úrræðin," segir Eiríkur Jónsson
yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild Landspítalans.
15