Heilbrigðismál - 01.09.2006, Qupperneq 9

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Qupperneq 9
HEIMILI AÐ HEIMAN íbúöirnar fyrir krabbameinssjúklinga af landsbyggöinni eru mikið notaðar Óhætt er að segja að (búðirnar að Rauð- arárstíg 33 í Reykjavík hafi notið mikilla vinsælda, en þær eru ætlaðar krabba- nneinssjúklingum sem búsettir eru á lands- byggðinni og þurfa að fara í meðferð í Reykjavík vegna sjúkdóms síns. íbúðirnar eru nú átta. Krabbameinsfélag Islands á helming í sex íbúðum á móti Rauða krossi íslands, eina íbúð eiga Krabbameinsfélagið og Hússjóður Ör- yrkjabandalagsins og ein er eign Krabba- meinsfélagsins og Styrktarsjóðs Sambands íslenskra bankamanna. Fyrstu tvær íbúðirnar voru teknar í notkun 27. júní 1991, á 40 ára afmæli Krabbameinsfélags íslands. Þær voru við Lokastíg en voru síðar seldar og aðrar keyptar í staðinn við Rauðarárstíg. Síðan hafa allar viðbótaríbúðirnar verið þar, sjö eru á annarri hæð en ein á þeirri þriðju. Flestar íbúðirnar eru tveggja herbergja en sumar stærri. [ öllum íbúðunum eru hefð- bundin heimilistæki, meðal annars sjón- varp, myndbandstæki, örbylgjuofn og þvottavél. Margir hafa gefið bækur í íbúð- irnar og kunna dvalargestir vel að meta þær. Að jafnaði er hver íbúð ekki leigð lengur en í sjö vikur. Nýtingin hefur verið mjög góð og eru íbúðirnar í notkun flestar vikur ársins. Þeir sem dvelja í íbúðunum greiða 950 krónur fyrir hvern dag. Mörg krabba- meinsfélög á landsbyggðinni og sumir sjúkrasjóðir stéttarfélaga taka þátt í þeim kostnaði. Landspítali - háskólasjúkrahús annast rekstur íbúðanna og er úthlutun þeirra á geislameðferðardeild spítalans. Nánari upplýsingar má fá ( símum 543 6800 og 540 6801. Af hálfu Krabbameinsfélagsins hefur Steinunn Friðriksdóttir haft umsjón með íbúðunum. JR. HVAÐ SEGJA GESTIRNIR í ÍBÚÐUNUM? Hvernig er hægt að hafa það betra? Þessi íbúð er hreint út sagt alveg frábær. Það að fá að vera hér kemst næst þvi að vera heima. Ástarþakkir fyrir okkur. Hjón fré Akureyri, apríl 1994. Þessi íbúð hefur verið okkur heimili og skjól og gefið okkur trú á okkur sjálf og lifið og ekki síst trú á samborgara okkarsem hafa gert fólki kleift að búa við eðlilegar aðstæður I erfiðum veikindum. Hjón frá Flateyri, maí 1995. Við höfum dvalið hérna I mánuð og þessi íbúð hefur bjargað hátiðinni fyrir fjölskyldu okkar. Hún er yndisleg þessi ibúð. Fjölskylda úr Hveragerði, janúar 1999. Það er ótrúlega mikils virði að finna hvað Krabbameinsfélaginu, læknum og hjúkrunarfræðingum er umhugað um að létta manni lifið á allan hátt og gera veikindin og búseturöskunina léttbærari. Kona úr Borgarfirði, febrúar 2001. Hér er allt eins notalegt og heimilis- legt og best verður á kosið. Við höfum verið duglegar að fara í gönguferðir og séð gróðurinn dafna I görðunum og ný blóm og tré springa út. Yndislegt að fylgjast með því og koma svo í hlýjuna hérna „heima". Systur frá Akureyri, maí 2004. 9

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.