Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 22
TVO NORRÆN ÞING í HAUST Tveir af stuðningshópunum innan Krabbameinsfélags íslands taka í haust á móti fulltrúum norrænna systursam- taka sinna. Norrænt þing samtaka kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein verður í Borgarnesi um miðjan sept- ember. Samhjálp kvenna annast undirbúning og framkvæmd þingsins, en gert er ráð fyrir á annað hundrað erlendum gestum. Fulltrúar frá norrænum félögum stómasjúklinga hittast í Reykjavík í lok september og er búist við þrjátíu þátttakendum. Stómasamtök (slands sjá um þingið, en síðasta slíkt þing hér á landi var fyrir fimm árum í Rangárvallasýslu. ÞRJÚ NÝ FÉLÖG Á LANDSBYGGÐINNI Nýlega hafa þrjú krabba- meinsfélög á landsbyggðinni tekið til starfa á ný, eftir langt hlé. í lok september 2005 var haldinn fundur á Grundarfirði þar sem Krabbameinsfélag Snæfellsness var stofnað, samþykkt lög og kosin stjórn. Formaður er Sigríður Fterdís Pálsdóttir. Starfssvæði félagsins er allt Snæfellsnes. Krabba- meinsfélag var starfandi á Snæfellsnesi frá 1969 í rúman áratug. Um miðjan október var haldinn fundur að Laugum í Sælingsdal þar sem Krabba- meinsfélag Breiðfirðinga var stofnað, samþykkt lög og kosin stjórn. Formaður er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Starfssvæði félagsins er Dalasýsla og Reykhólahreppur. Krabbameinsfélag með sama nafni var starfandi í nokkur ár frá 1970. ( byrjun maí var haldinn fundur á Raufarhöfn þar sem Krabbameinsfélag Norðaust- urlands var endurvakið, en starfsemin hafði legið í dvala í nokkur ár. Formaður félagsins er Þórunn Marln Þorsteinsdóttir á Þórshöfn. Nú eru svæðisbundin aðildarfélög Krabbameinsfélags (slands alls 23. Innan helmings þeirra eru starfandi stuðnings- hópar sjúklinga. SUMARDVÖL FYRIR SJÚKLINGA Krabbameinssjúklingar og aðstandendur þeirra hafa haft úr ýmsu að velja í sumar. Fræðslusetur Þjóðkirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði, í samvinnu við Krabbameinsfélag Skagafjarðar, bauð upp á helgardvöl fyrir krabbameins- sjúka í maí og fimm daga dvöl í júlí og ágúst. Svipuð þjónusta var veitt í fyrra og var henni mjög vel tekið. Slðustu helgina í ágúst var krabbameinssjúkum og mökum þeirra eða öðrum nánum aðstandendum boðin helgar- dvöl í kirkjumiðstöðinni að Eiðum á Fljótsdalshéraði, í samvinnu við krabbameins- félögin á Austurlandi. Og eins og undanfarin sumur bauð Líknar- og vinafélagið Bergmál krabbameinssjúkum til vikudvalar að Sólheimum í Grímsnesi í ágúst, þeim að kostnaðarlausu. FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI í SKAGAFIRÐI I júní var haldið upp á 40 ára afmæli Krabbameinsfélags Skagafjarðar. (tilefni af því bauð stjórnin félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins að koma og þiggja veitingar í Rauðakrosshúsinu á Sauð- árkróki. Þegar Krabbameinsfélag Skagafjarðar var stofnað árið 1966 voru stofnfélagar 47 en félagsmenn eru nú um 420. í upphafi var félagið stofnað I kringum leghálskrabbameinsleit hjá skagfirskum konum, en nú gegnir félagið margvíslegu hlutverki, það rekur þjónustu- miðstöð, býður upp á námskeið fyrir krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra, á þátt í orlofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði, borgar leigu fyrir sjúklinga í íbúðunum í Reykjavík og margt fleira. Á þessum fjörutíu árum hafa sex gegnt stöðu formanns félagsins. Sá fyrsti var Valgarð Björnsson læknir en núverandi formaður er Þorsteinn Þorsteins- son læknir, sem hefur gegnt formennsku í félaginu í tíu ár. SELJA SLÁTUR, KÖKUR OG KARTÖFLUR Annað hvert haust efnir Krabbameinsfélag Hvamms- tangalæknishéraðs til basars til eflingar starfsemi sinni og selst yfirleitt allt upp á skömmum tíma. Aðalsöluvaran er tilbúið slátur, bæði ferskt og soðið en einnig fryst. Um tuttugu manns koma að sláturgerðinni en Kaupfélag Vestur-Húnvetninga gefur hráefni til sláturgerð- arinnar og eru búnir til um 500 keppir. Einnig koma velunnarar félagsins með kökur, kartöflur og ýmis önnur matvæli til að leggja (púkkið. Félagið fæst fyrst og fremst við tvenns konar verkefni. Annars vegar styrkir það krabbameinssjúklinga á svæðinu, sem oft þurfa að kosta miklu til í ferðum og uppihaldi, og kemur framlag félagsins til aðstoðar þar sem stuðningi Tryggingastofnunar ríkisins lýkur. Hins vegar styrkir félagið Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga til kaupa á tækjum og búnaði í þágu krabbameinsmeðferðar. MARGIR VINIR SIGURVONAR Krabbameinsfélagið Sig- urvon, sem var stofnað fyrir tæpum fimm árum og starfar á norðanverðum Vestfjörðum, hefur notið mikils velvilja, bæði frá heimamönnum og öðrum. Vorið 2004 fékk félagið eina milljón króna frá Bónus, í tilefni af fimmtán ára afmæli versl- unarinnar. Við það tækifæri sagði Jóhannes Jónsson að nafn félagsins væri táknrænt því að vonin um sigur þurfi alltaf að vera til staðar þegar barist er við erfiðan sjúkdóm. Þessir peningar eru grunnurinn ( nýstofnuðum styrktarsjóði Sigurvonar. (fyrrahaust skipulagði ungur (sfirðingur, Gunnar Atli Gunnarsson, tónleika vestra til styrktar félaginu þar sem fram komu margar þekktustu hljómsveitir landsins. Ágóðinn var tæp hélf milljón króna, en Gunnar hafði tvisvar áður efnt til fjáröflunar fyrir félagið. Nú í sunmar hélt karlakórinn Ernir frá (safirði styrktartónleika fyrir Sigurvon í Hafnarfjarð- arkirkju, en kórinn var þá á leið í söngför til Póllands. Jólakortasala Sigurvonar undanfarin ár hefur gengið vonum framar. (fyrra seldust á fimmta þúsund kort. Eitt af helstu verkefnum Sigurvonar er þjónusta við krabbameinssjúklinga og aðstandendur. Stuðningshópur er starfandi innan félagsins og hittist hann reglulega. Þátttak- endurnir völdu nafn á hópinn: Vinir í von. 22

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.