Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 25
HERFERÐIN GEGN REYKINGUM HÓFST FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM Það var seint á árinu 1975 að Krabba- meinsfélag Reykjavíkur tók að sér, í sam- ráði við Krabbameinsfélag (slands, að hrinda í framkvæmd áætlun um stóraukna baráttu til að draga úr reykingum barna og unglinga. Brýn ástæða lá að baki þess- ari ákvörðun: Borgarlæknirinn í Reykjavík hafði árið áður staðið fyrir allsherjarkönnun á reykingavenjum barna, níu ára og eldri, í grunnskólum borgarinnar. Niðurstöðurnar lágu nú fyrir og voru uggvænlegar. Nær fjórðungur nemendanna allra sagðist reykja, en um helmingur í efsta bekknum, þá 9. bekk. Við þessu varð að bregðast. Af könnuninni varð Ijóst að varnirnar gegn reykingum yrðu að byrja með yngri börnum en áður hafði verið talið brýnt og ná til eldri aldursflokka eftir því sem kostur væri. Ákveðið var að hefjast handa f tólf ára bekk (þá 6. bekk), en könnunin hafði sýnt að níunda hvert tólf ára barn var farið að reykja. Það auðveldaði Krabbameins- félaginu að ná samstarfi við skólana um hið nýja verkefni að félagið hafði um skeið verið ein helsta stoð þeirra (viðnámi gegn reykingum, svo sem með sýningum og láni á fræðslumyndum og útvegun fræðslu- efnis. BARÁTTA UNGA FÓLKSINS Lagt var upp með þá grundvallarhug- mynd að baráttan gegn reykingum ungs fólks ynnist hvað best með baráttu ungs fólks gegn reykingum. Því skyldi lagt kapp á að vekja áhuga barnanna á reykinga- vörnum og þátttöku ( þeim og gefa þeim tækifæri til að láta þar að sér kveða. Frá upphafi var stefnt að því að starfið með börnunum yrði ekki einangrað fyrirbæri heldur gæti stuðst við öflugt upplýsinga- og áróðursstarf úti í þjóðfélaginu og, svo fljótt sem verða mætti, opinbera löggjöf til að draga úr reykingum. Fyrstu sporin voru stigin f Breiðholts- skóla í Reykjavík í desember 1975 og þar voru lagðar Ifnurnar um mikilvæga starfs- hætti í samráði við skólastjórann sem mjög hafði hvatt til hins nýja verkefnis, og kenn- arana í sjötta bekk skólans. Ákveðið var að fyrst fengi hver deild sjötta bekkjar tvær heimsóknir frá Krabbameinsfélaginu (í seinna skiptið kvikmyndasýningu) ( því skyni að fræða þau um skaðsemi reykinga og hvetja þau til að neyta aldrei tóbaks og taka virkan þátt í baréttunni gegn tóbaks- neyslu, sér í lagi reykingum. Síðan væri f hverri deild efnttil hópvinnu nemendanna undir stjórn kennara, um áhrif og afleið- ingar reykinga. Skyldi byggt á leiðbein- ingum og fræðsluefni frá Krabbameins- félaginu og heimildum sem börnin útveguðu sér sjálf eftir ýmsum leiðum. Að því búnu mundu hóparnir kynna afrakstur vinnu sinnar innan bekkjarins og hver bekkjardeild síðan flytja fræðsludagskrá með kynningarefni sínu fyrir yngri börn f skólanum. Kann það að hafa verið fyrsta dæmi um ráðagerð um skipulega jafn- ingjafræðslu í skólum hér á landi. Allt þetta gekk eftir í Breiðholtsskóla. Nemendurnir reyndust mjög næmir fyrir boðskapnum frá Krabbameinsfélaginu og áhugasamir um eftirfarandi hópstarf og kynningu fyrir yngri skólasystkin. Kom þegar í Ijós sú fjölbreytni sem átti eftir að einkenna kynningarefnið sem varð til f slfkri hópvinnu, svo sem stutt erindi, sam- töl og jafnvel leikþættir, sögur og vísur, veggspjöld og teikningar. Jafnframt ósk- uðu fleiri skólar eftir að tengjast þessu verkefni. Náði það á skólaárinu að meira eða minna leyti til allra tólf ára þekkja í tíu skólum á höfuðborgarsvæðinu og einum skóla utan þess. Samtals voru þetta 35 bekkjardeildir. Fullt samráð hafði þegar í janúar verið haft við fræðslu- og heilbrigð- isyfirvöld borgarinnar um átakið og stuðn- ingur þeirra tryggður. Hinn 7. apríl 1976 var efnt til fundar með fulltrúum allra bekkjardeildanna í þeim átta skólum sem þá þegar hafði verið unnið með. Höfðu þá nær allir í þessum bekkjum lýst eindregnum vilja sínum til að byrja ekki að reykja en berjast eftir megni gegn tóbaksneyslu. Á fundinum voru við mikinn fögnuð samþykktar ályktanir, meðal annars gegn tóbaksauglýsingum, óbeinum reykingum og sölu tóbaks til barna og unglinga. Að tilhlutan Krabbameinsfélagsins og í tengslum við þetta átak í sjötta bekk fóru svo læknanemar vorið 1976 á fund 13 ára nemenda í nokkrum skólum til að fræða þá um skaðsemi reykinga. Var það upphaf áratuga árvissrar samvinnu félagsins og læknanema um tóbaksvarnafræðslu í skólum, yfirleitt í þeim sama aldursflokki. VAKTI MIKLA ATHYGLI Hið nýja átak vakti mikla athygli innan skólanna og hjá almenningi, og lofsam- lega var fjallað um það í fjölmiðlum. Þegar á næsta skólaári, 1976-1977, náði átakið til nær allra sjöttubekkjardeilda á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig var farið í meira en þrjátíu skóla utan höfuðborgarsvæðis, víðs vegar um landið, og þá kappkostað að ná til allra nemenda tólf ára og eldri. Urðu slfkar ferðir frá Krabbameinsfélaginu út á land veigamikill fastur liður f starfinu. Fyrstu þrjú skólaárin hvfldi skipulagning og mestöll framkvæmd skólastarfsins af hálfu Krabbameinsfélags Reykjavíkur á einum manni, framkvæmdastjóranum, en haustið 1978 var ráðinn fyrsti fræðslu- fulltrúinn til að sinna þessu starfi með honum og síðar var fræðslufulltrúum fjölgað. Við þetta var hægt að færa út kvíarnar og fjölga smátt og smátt þeim aldursflokkum sem fræðslustarfið beindist að uns heimsóknirnar náðu til allra aldurs- flokka ellefu ára og eldri. Þótt heimsóknir Krabbameinsfélagsins miðuðu fyrst og fremst að fræðslu um skaðsemi beinna og óbeinna reykinga, og raunar hvers kyns tóbaksneyslu, þá var jafnframt rætt við nemendurna um Fræðslufulltrúarnir Oddur Albertsson og Erna Haraldsdóttir í skólaheimsókn. Um þessar mundir eru liðin þrjátíu ár frá byrjun þess viðamikla átaks gegn tóbaksreykingum í grunnskólum landsins sem gjarnan hefur verið kallað „herferðin gegn reykingum" og vakti þjóðarathygli fyrir skipulag, nýstárleg vinnubrögð og umtalsverðan árangur. 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.