Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.09.2006, Blaðsíða 12
SJÓÐIR TENGDIR NÖFNUM TVEGGJA HEIÐURSKVENNA Um Kristínarsjóð og Ingibjargarsjóð Nokkrir sjóðir eru starfræktir undir verndarvæng Krabbameinsfélags (slands. Einn af þeim er Sjóður Kristínar Björns- dóttur, Kristínarsjóður. í skipulagsskrá sjóðsins segir að tilgangur hans sé aðallega að rannsaka krabbamein í börnum og unglingum og til aðhlynningar krabba- meinssjúkum börnum. Upphaflegt stofnfé þessa sjóðs er til komið vegna ákvæða í erfðaskrá Kristínar þar sem hún ánafnaði mjög rausnarlegri upphæð til þessa mál- efnis. Höfuðstól sjóðsins má ekki skerða og ber að ávaxta vel en heimilt er að út- hluta tekjum sjóðsins eftir sérstökum reglum. Sjóðsstjórn auglýsir á hverju ári eftir umsóknum í sjóðinn. ( stjórn sjóðsins sitja nú Vilhelmína Haraldsdóttirformaður, Guðrún Jónsdóttir og Hermann Eyjólfs- son. En hver var Kristín Björnsdóttir og hvernig stóð á því að hún gat í erfðaskrá sinni gefið svo höfðinglega fjárupphæð til þessa góða málefnis? Kristín fæddist á Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu 1. júní 1909. Hún starfaði að loknu námi á Landsfma- stöðinni í Reykjavík en hélt 1937 út í hinn stóra heim og dvaldist víða, m.a. í Eng- landi, Frakklandi og á Ítalíu. Á Ítalíu var hún þegar seinni heimstyrjöldin braust út og lenti við það (stríðsfangabúðum fasista og var þar ( þrjú ár. Að heimstyrjöldinni lokinni fór Kristín til New York og hóf fyrst störf hjá IBM en þegar (sland varð form- lega aðili að Sameinuðu þjóðunum var henni boðið starf þar. Það var Kristín sem dró í fyrsta skipti íslenska fánann að hún fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóð- anna árið 1946. Kristín starfaði hjá Sam- einuðu þjóðunum ( meira en tvo áratugi. Hún trúði á hugsjón samtakanna. Henni voru falin mörg ábyrgðarstörf. Hún var heimskona og jafnvíg á mörg tungumál. Kristín var ógift og barnlaus. Þegar hún fór á eftirlaun fluttist hún heim til (slands og hún lést árið 1994. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn sem ber nafn hennar getað stutt við fjöl- mörg rannsóknarverkefni er tengjast krabbameinum í börnum og unglingum. Þá hefur einnig verið úthlutað úr sjóðnum til þess að bæta aðbúnað þessara barna innan heilbrigðisþjónustunnar. Þar má nefna kaup á sérstökum meðferðarstólum á Barnaspítala Hringsins fyrir börn sem eru í lyfjameðferð vegna krabbameins og til kaupa á heitum potti til að bæta endur- hæfingaraðstöðu (Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir börn í Kópavogi. Frá 1997 til 2005 hefur verið úthlutað 9,7 milljónum króna úr Kristínarsjóði. VH. Minningarsjóður Ingibjargar Guð- jónsdóttur Johnson, Ingibjargarsjóður, var stofnaður árið 2000 og er I vörslu Krabbameinsfélags (slands. Ingibjörg var fædd að Laugarbökkum I Ölfusi í Árnessýslu 2. júní 1901 og ólst upp þar og á Tannastöðum. Um tvítugt sigldi hún til Kaupmannahafnar og nam þar húllsaum, plíseringar og alls konar sér- hæfðan saumaskap. Þegar heim kom árið 1932 setti hún upp saumastofu sem hún rak til 1954 er hún fluttist alfarin til Banda- ríkjanna og settist að í San Fransisco þar sem hún giftist Ralph Johnson, en hann lést árið 1986. Þau hjón voru bæði listfeng og lærði Ingibjörg meðal annars þar vestra mósaik- myndagerð. Ingibjörg varmikil heilsurækt- arkona og var lengi félagi í Ferðafélagi (s- lands og fór oft með þvl félagi (fjallgöngur. Á vetrum fór hún á skíði og skauta og stundaði tfðum sund, bæði hér heima og vestra. Ingibjörg lést árið 1997, 96 ára að aldri. Hún ánafnaði Þjóðminjasafni (slands og Krabbameinsfélagi (slands eigum sínum til helminga og er sjóður sá sem við hana er kenndur, og hérertil umfjöllunar, afrakstur þess hluta sem fara átti til „rannsókna og lækninga á (slandi". Sjóðurinn var I banda- rfkjadölum og að andvirði 13.190.672 íslenskar krónur, þegar hann var stofn- aður. Sjóðnum var kjörin stjórn og eru núver- andi stjórnarmenn Þorvaldur Árnason for- maður, Kristbjörg Þórhallsdóttir og Árni Þór Árnason. Auglýst er eftir umsóknum um styrki í lok sumars. Reglur eru þær að úthluta má 80% af áunnum vöxtum og fara hin 20% til að efla sjóðinn. Stjórnin fer yfir styrkumsóknir og velur styrkþega miðað við það fjármagn sem er til ráðstöf- unar hverju sinni. Frá 2002 til 2005 hefur verið úthlutað um 2,4 milljónum króna úr Ingibjargar- sjóði. ÞA./ÁÞÁ. Ingibjörg. Kristín. 12

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.