Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 6
SEXTAN BLEIK
GOLFMÓT (SUMAR
Bleiki bikarinn til stuðnings krabbameinsrannsóknum
Bleiki bikarinn er röð golfmóta fyrir
konur sem haldin verður í sumar þriðja
árið í röð, að þessu sinni á 16 golf-
völlum. Þetta er fjáröflunarverkefni
Krabbameinsfélagsins í samvinnu við
Golfsamband íslands og nokkra
styrktaraðila.
Tilgangurinn með mótaröð þessari er
fyrst og fremst að vekja fólk til umhugs-
unar og þátttöku í forvarnarstarfi gegn
brjóstakrabbameini. Vonast er til að Bleiki
bikarinn stuðli að bættri þátttöku í leit-
arstarfi Leitarstöðvar Krabbameinsfélags-
ins og hvetji konur til að bera heilsu sína
fyrir brjósti.
Keppnisfyrirkomulag í sumar er Texas
Scramble og munu vinningshafar í hverju
móti fyrir sig vinna sér þátttökurétt í glæsi-
legu lokamóti sem haldið verður 14. sept-
ember í Borgarnesi. Allir þátttakendur fá
fallega teiggjöf og afsláttarkort í valdar
verslanir. Hver golfklúbbur um sig sér um
skipulagningu en skráning er á golf.is
Kaupþing er aðalstyrktaraðili Bleika bik-
arsins, en aðrir sem leggja málefninu lið
eru Estée Lauder, Hótel Glymur, Hótel
Hamar, lcelandair Golfers, Pinnacle og
Plusminus Optic.
[ fyrra voru þátttakendur tæplega átta
hundruð og er vonast til þess að þeir verði
fleiri í ár.
Svipmynd frá móti í sumar undir
merkjum Bleika bikarsins.
Bleiki^l bikarinn
9. júni:
Golfklúbbur Þorlákshafnar
77. júni:
Golfklúbbur Vestmannaeyja
22. júní:
Golfklúbbur Kópavogs og
Garðabæjar
- Sólstöðumót
24. júni:
Golfklúbbur Bolungarvíkur
7. júlí:
Golfklúbburinn Keilir
5. júlí:
Golfklúbbur Suðurnesja
7 júlí:
Golfklúbburinn Ásatúni
8. júlí:
Golfklúbbur Hólmavikur
8. júli:
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
75. júli:
Golfklúbbur Öndverðarness
21. jú II:
Golfklúbbur Borgarness
7. ágúst:
Golfklúbburinn Oddur
7 7. ágúst:
Golfklúbburinn Kjölur
27. ágúst:
Golfklúbbur Reykjavíkur
28. ágúst:
Golfklúbbur Patreksfjarðar
9. september:
Golfklúbbur Akureyrar
74. september:
Golfklúbbur Borgarness
- Lokamót
HAUSTTÓNLEIKAR
í ANNAÐ SINN
Ákveðið hefur verið að efna til haust-
tónleika Krabbameinsfélagsins í októ-
ber 2007. Staður og stund verða kynnt
þegar nær dregur.
Fyrstu hausttónleikarnir voru haldnir
í Langholtskirkju 26. október 2006, til
styrktar rannsóknum á krabbameini í
ungum konum. Tónleikarnir voru til
minningar um Jóhönnu Arndísi Stef-
ánsdóttur í tilefni af fertugasta afmælis-
ári hennar, en Jóhanna lést úr krabba-
meini fjórum árum áður.
Það var Guðrlður Guðbjartsdóttir,
móðir Jóhönnu, sem hafði frumkvæði
að tónleikunum en Halli Reynis skipu-
lagði þá.
6 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007