Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 6
S AMTÍÐIN s. sumir Jandar í Höfn. Hug- myndin um háskóla í fjórum deildum, þ. e. sú hugmynd, að láta fást við íslensk fræði í sér- stakri íslenskri háskóladeild mun einna fyrst koma opinberlega fram frá Þorsteini Gíslasyni, á fundi, sem haldinn var um málið í Khöfn 1894. Laust fyrir alda- mótin komst enn nokkur skrið- ur á málið, en svo var því lítið sint, uns Guðmundur Björnson bar fram þingsályktunartillögu um háskólastofnun (1907) og Ilannes Hafstein lagði fram frum- varp um þetta 1909, og 1911 var svo háskólinn stofnaður. Þetta er í fáum orðum saga háskólamálsins, og það má með sanni segja að stofnun háskólans var merkisviðburður og saga að- draganda hans merkissaga. Hitt verður ekki sagt, að saga há- skólans, eftir að hann var stofn- aður, hafi að sama skapi verið merkissaga. Að vísu hafa ráðist að háskólanum ýmsir góðir eða ágætir menn og hann hefir sjálf- sagt að flestu leyti orðið góð kenslustofnun fyrir embættis- mannaefnin, sem þangað hafa sótt, og í mörgum greinum eins góð og með sanngirni hefir verið liægt að krefjast eftir aðstæðum í landinu. En háskólinn hefir brugðist að öðru leyti þeirri von, sem menn gerðu sér um hann og áttu að gera sér um hann. Hann hefir staðið í stað að mestu þau ár, sem hann hefir starfað, lítið 2 eða ekkert aukist, og hann hefir ekki starfað eins og ætla mætti sem vísinda- og rannsóknastofn- un. Þetta er að vísu ekki nema að sumu leyti háskólanum sjálfum að kenna. Sinnuleysi almennings, mentamanna og þings á sína sök á þessu, en það sinnuleysi er sjálfsagt meðfram sprottið af því, að háskólinn hefir ekki náð þeim tökum á þjóðinni, að mönn- um þætti verk hans eða verkvilji sýna það, að hann vildi sjálfur vaxa og aukast, þó að sumir há- skólakennarar hafi sett fram góð- ar hugmyndir um nauðsyn á breytingu eða aukningu einstakra kenslugiæina. Sannleikurinn er sá, að það er knýjandi nauðsyn að taka alt skipulag háskólans til endurskoð- unar. Sú endurskoðun á að bein- ast að því fyrst og fremst að auka háskólann og efla sem rann- sóknarstofnun og vísindastofnun. Þörfin á því að auka hann sem kenslustofnun er tiltölulega minni. Að vísu má lengi halda áfram að telja upp fræðigreinar, sem æski- legt væri og gott að halda uppi innlendri háskólakenslu í. En há- skóli lítils þjóðfélags á ekki og , þarf ekki að þenja sig um of yfir margar greinar, sem hann getur ekki valdið svo í lagi sé. Það er affarasælla og skynsamlegra að efla af öllu kappi þær greinar, sem fyrir eru og þær greinar aðr- ar, sem mest er þörf á fyrir ís- lenskt þjóðlíf og jafnframt mest-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.