Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 25
S AMTÍÐIN Gigurinn i Vatnajökli Gufustrókar stóöu upp úr jöklinum á þrem stöðum. tnikið svæði. Sæluhúsið í hættu. Ekki Væri orðið vart við eldsum- brot. Aðfaranótt föstudagsins langa var Guðmundur Einarsson stadd- ur uPPi á Skálafelli, ásamt fleir- um. Sáu þeir þá um nóttina elda yfir Vatnajökli. Virtust þeir koma upp á 5 stöðum. Þetta nmn 'era það fyrsta, sem til gossins sást. Frá Núpstað í Fljótshverfi sá- ust þéttar eldglæringar klukkan uð ganga ellefu á föstudagskvöld- ið. Sáust þær aðeins stuttan tíma. Báru þær, frá bænum séð, yfir Eómagnúp. Héðan frá Reykjavík urðu menn fyrst varir eldsumbrotanna klukkan að ganga 12 á föstudags- lwöld. Voru þá tveir menn úti í Örfirisey og sáu bjarma í austri. Næturverðir bæjarins sáu síðar eldblossa gjósa upp við og við með stuttu millibili. Bar þá frá Leifsstyttu yfir Hamrahlíð. Lágu blossarnir niðri að því er virtist hálftíma eða svo, en sáust eftir það næstum því viðstöðu- laust til laugardagsmorguns. Um kl. 4 voru þeir magnaðastir. Bar þá mökkinn hátt á loft. Hneig hann ýmist eða steig'. Stundum sló bjarma á mökkinn, er lýst.i liann allan upp, en eldglæringar gengu upp úr. Jón lögregluþjónn frá Laug kveðst hafa talið 60 blossa á 20 mínútum. Svo þéttir voru þeir. Pálmi Ilannesson rekt- or mældi hæð mökksins þessa nótt og virtist honum hún vera 16—17 km. Til samanburðar má geta þess, að gosmökkurinn úr iíötlu 1918 mældist 11 km. hár. Næstu daga bárust fregnir víðsvegar að um gosið. Hafði það sést frá Gunnólfsvík í stefnu á Vatnajökul. Frá Djúpavogi sáust dimmir mistursbakkar. Lagði þá meðfram fjallgarðinum frá suð- vestri til norðausturs. Frá Gríms- stöðum á Fjöllum sáust eldbloss- 21

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.