Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN hinni jarðnesku paradís. Og þeir höfðu alveg sérstaka ástæðu til að gleðjast, því að í hálft annað ár höfðu þeir verið að velkjast á öldum hafsins, á leiðum, sem eng- inn hafði fyr kannað, og nú bar þá loks örmagna af vosbúð og hungri að ókunnu landi, sem virtist hafa upp á allsnægtir að bjóða. Þeir komu þar að á þrem skipum í mars 1521. Það voru Spánverjar, svo sem við mátti búast, því að allir vita, að á þeim tímum voru íbúar Pýreneaskag- fins mestu siglingaþjóðir heims- ins. Fyrir leiðangrinum stóðu þeir Magallanes (Magellan), portúgalskur aðalsmaður í þjón- ostu Spánarkonungs, og Juan Se- bastián de Elcano, spænskur sæ- garpur. Sá fyrnefndi átti ekki j fcítir að komast lengra. Hann féll þar í orustu við eyjarskeggja, sem voru hinir verstu viðureign- ar °8' allvel vopnum búnir. En hinn síðarnefndi komst undan, nieð naumindum þó, og hélt för- inni áfram til Spánar. Hann varð síðan frægur fyrir það, að hafa fyrstur manna siglt umhverfis jörðina. Þeir félagar lögðu af stað í leið- angurinn í september 1519 með 5 skip og 240 manna áhöfn, en þeg- ar Elcano kom aftur til Spánar í september 1522, hafði hann að- ems eitt skip, Sem var stórskemt a trémaðki og hriplekt, og 18 menn innanborðs, alla að meira eða minna leyti sjúka og illa til reika. Elcano hafði mikinn sóma af ]->essu þrekvirki sínu, og í viður- kenningarskyni leyfði Karl kon- ungur fyrsti honum að hafa skjaldarmerki, þar sem á var teiknuð hnattmynd með þessari áletrun: P r i m u s circum- d i d i s t i m e (fyrstur sigldir þú umhverfis nu'g). Eyjar þær, sem leiðangurs- mennirnir fundu í Kyrrahafinu, nefndu þeir Heilags Lazarusseyj- ar. En síðar, þegar aðrir æfin- týraþyrstir sæfarendur hættu sér í kjölfar þeirra og könnuðu eyj- arnar betur, var farið að kalla þær Sólseturseyjar, og héldu þær því nafni, þangað til gerður var út leiðangur til að leggja þær undir spænsku krúnuna. Foringi þess leiðangurs, López de Legazpi, skýrði þær þá eftir Filippusi þá- verandi prinsi af Astúríum og ríkiserfingja á Spáni. Því nafni hafa þær haldið fram á þennan dag. Filippseyjar eru ákaflega margar, — sumir segja um 14 þúsund, ef allir hólmar eru með taldir, — en af þeim eru þó að- eins rúmlega 2 þúsund eyjar bygðar. Ein þeirra, Luzón, er nokkru stærri en Island, og önn- ur Mindanao, álíka stór, en hinar allar eru, eins og áður er sagt, langtum minni. Ibúamir eru um 15 miljónir. Þeir hafa altaf, síðan sögur hófust, þolað illa yfirráð 5

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.