Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 14
S AMTÍÐIN ÞÓRÐUR ÞUNNI Smásaga eftir JACOB B. BULL Jakob B. Bull fæddist í Austurdal í Noregi árið 185.‘í. I-Iann sltrifaði fjölda bóka, en langt béru þær af. sem fjölluðu um fólkið í Austurdal og náttúruna þar. Oft.var hann fynd- inn og skemtilegur í sögum sínum, og mjög vel tókst honum að lýsa þeim áhrifum, sem stórfclt umhverfi hefir á mennina. Jacob Bull dó árið 1930. þcss má gcta, að hann var faðir Olafs Bull, sem Norðmenn telja citt bið besta ljóðskáld, sem á norsku máli liefir ákveðið. tekjuhalla. Þegar því litið er á núverandi ástand eyjanna, bæði í efnahag'slegu og menningarlegu tilliti, virðist engin sérstök ástæða til að efast um, að hið nýfengna sjálfstæði verði þeim til góðs, og hegar það er athugað, að eyjarn- ar eru þéttbýlar, landkostir mikl- ir, lega ágæt og að þar hafa risið upp nýtísku stórborgir á síðari tímum, sem orðnar eru miðstöðvar siglinga og viðskifta um Kyrra- hafið, þá virðist ekki loku fyrir skotið, að eyríki þetta geti orðið voldugt með tímanum og mikils ráðandi um mál þau, sem snerta hin fjærstu austurlönd. 10 1 Austurdal eru víða afskektii1 bæir. Einn af þeim er Efribær. Þar var eitt sinn bóndi, sem hét Lárus, en á hjáleigu frá Efrfibæ bjó maður, sem Þórður hét. Þórð- ur var Lárusi svo undirgefinn, að ef Lárus hefði sagt við hann: skerðu þig á háls, þá hefði Þórð- ur óðara rokið til og skorið sig. Hjáleigan, sem Þórður bjó á, var uppi í skógarjaðrinum, og á alla vegu við hana voru skriður og lækjadrög. En niðri á láglend- inu voru Efribæjar-húsin — með stóru og sléttu túni í kring. Þegar haustaði að og fóru að koma frostnætur, var auðvitað hættara við að kornið frysi á akurbleðli hjáleigubóndans þarna uppi í rakanum og skógarkyrð- inni, heldur en á stórökrunum niðri á sléttlendinu, þar sem vind- urinn náði sér. Nú er það vani, þegar útlit er á að frost verði á nóttunni, að menn tendri á kvöldin bál við akrana. Leggur svo reykinn yfir kornið, og kemur þetta í veg fyr- ir að það frjósi. — En aldrei datt Þórði í hug að tendra bál við akur sinn, fyr en hann sá elda kveikta á heimajörðinni. Það varð því altaf þannig, að það litla, sem Þórður átti af korni,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.