Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 29
S AMTÍÐIN KAPPLEIKAR OG MET eftir ÓLAF SVEINSSON „Hvað stoðar ]iað manninn, J>ótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni?“ ^essi spekihrungnu orð hermir biblían eftir Jesú Kristi, hinum bezta og vitrasta manni, sem heim- urinn þekkir, enda eru þau algilcl lifssannindi. Þótt orðin séu töluð frá hinu háleita sjónarmiði trúspek- ingsins og siðameistarans, eiga þau sér hliðstæður hvarvetna í mannlífinu. Ef þau væru umskrif- uð við hæfi hversdagslífsins, myndu þau hljóða eitthvað á þessa leið: Hvað stoðar manninn stundarávinningur fyrir varanlegt tjón á því, sem miklu dýnnætara er? Og í því sambandi sem orðin eru hér tilfærð, myndi ég- vilja umskrifa þau á þessa leið: Hvað stoðar það íþróttamanninn, að vinna frækilegt afrek, ef hann bíður fyrir það varanlegt tjón á heilsunni? Afrek, unnin á kostnað heilsunnar, eru kaldhæðni forlag- anna við tilgang íþróttanna — þann, að gera manninn góðan mann og batnandi. sterkan mann og styrkari fyrir það að vera íþróttamaður. Með því að koma illa undirbúinn til leiks er ]->essu markmiði íþróttanna teflt í tví- sýni og hreinan voða. Það er líka annað drengskapar- og' skynsemisatriði, er kemur til greina í þessu sambandi. Allir sannir íþróttamenn elska þá íþróttagrein, sem þeir hafa helg- að sig og telja hana „íþrótt íþrótt. anna“ — fyrir sig að minsta kosti. Hví skyldu menn þá ekki sýna þessu hugðarmáli sínu ]iá sanngirni, að tefla ekki vinsæld hennar í tvær hættur með því að keppa illa eða óundirbúnir? Hví þá ekki að bíða með að keppa, þangað til þeir geta sýnt sér og henni fullan sóma? Ekkert spillir eins mikið vinsæld íþróttanna í augum áliorfandans eins og að sjá luraleg og viðvaningsleg til- þrif hjá lceppendum og ekkert eykur vinsældir þeirra meira, en að sjá fagran limaburð og prúða framkomu vel þjálfaðs íþrótta- manns, sem kann tökin á hlutun- um. Áhorfendurnir — og fyrir þá eru leikmótin aðallega haldin, til að vinna íþróttunum hylli — eiga fremur að verða fyrir þeim áhrifum, að hér sé um leík að ræða, heldur en há þrekraun, sem íþróttin oft og tíðum er. Afrekið 25

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.