Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 7
S AMTÍÐIN ar líkur til að geti orðið einhver skerfur til alþjóðlegra vísinda. Ég hefi áður sett fram sam- feldar tillögur um nýtt skipulag háskólans í greinum, sem komu í Lögréttu 1924 og síðan í sér- stakri bók (Islensk þjóðfræði). ^ mislegt í þessum tillögum virð- ist hafa náð fylgi, því að þeim hefir síðan verið hreyft af öðr- Um> fcó að þær hafi ekki verið teknar upp í heild. En það er einmitt hin mesta nauðsyn, að begai- gerð verður breyting á há- skólanum í þessa átt, þá geri menn sér í upphafi glögga grein fyrir því heildarskipulagi stofn- unarinnar, sem' að er kept. Ég hefi stungið upp á því, að jafnframt því að breytt verði ýmsu skipulagi þeirra deilda, sem fyiii eru, til þess að gera þær víðtækari en nú, yrði stofnuð ný deild, þjóðfræðadeild. í þessari deild vil ég láta fást við vísinda- legar og hagnýtar rannsóknir ()g fræðslu á ýmsum þeim efnum, í andlegu lífi og atvinnulífi, sem þjóðlífinu er mest þörf á og mest- ar líkur eru til þess að við get- um stundað á viðunandi vísinda- legan hátt. Höfuðgreinar þjóð- fræðanna yrðu þessar: bókvísi, náttúrufræði, þjóðhagsfræði, þjóð- niinjafræði og listmentir. Til bók- vísi telst bókmentasaga og bók- mentafræði, málssaga og mál- í'ræði, saga og sögufræði. Til náttúrufræði mundu teljast í þessari nýju deild, landafræði og staðfræði, grasafræði og gróðurfræði, fiskifræði og sjó- fræði, stærðfræði og stjömufræði að nokkru leyti. Til þjóðhags- fræða teljast þær greinar, sem snerta rannsóknir á hagfræðaleg- um efnum, á atvinnulífi og við- skiftalífi heilbrigðismál, búmál og útvegsmál. Til listfræða teljast rannsóknir á skáldskap, hljómlist og myndlist. Svo að segja ekkert af þessu er nú til hér í háskólanum, nema það sem ég hefi talið til bókvísi. En þörfin á hinu er þó afar brýn, sérstaklega á þeim rannsóknum, sem snerta atvinnulífið. En þær rannsóknir verða ekki gerðar að fullu gagni nema af mönnum með hinni bestu mentun og reynslu, sem völ er á, eins og háskóla- mentun á að vera. Hinsvegar er ýmislegt í þessa átt nú þegar stundað utan háskólans og fyrir opinbert fé. Mín tillaga var því sú og er, að öllum' slíkum störfum og rannsóknum, sem að þessu lúta og eru vísindalegar rannsókn- ir, verði safnað saman í háskól- ann, og að öllum þeim rannsókn- arstofum eða stofnunum, sem ríkið rekur nú eða ætlar að reka, og starfsmönnum þeirra, og öðr- um einstaklingum, sem njóta op- inbei’s styrks til samskonar starfa, verði einnig safnað sam- an í háskólanum. Með þessu móti gæti fengist mjög góð háskóla- deild fyrir þau fræði, sem okkur eru nauðsynlegust, mjög góð 3

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.