Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 23
S AMTÍÐIN straumklj úfinum í íslenskri jarð- fræði. Rannsóknir hans á jarð- lögum landsins hafa varpað nýju þekkingarljósi á störf og þátt- töku í jarðlagaskipun Íslands. Síðustu árin hefir Jón Eyþórsson veðurfræðingur hafið merkilegar mælingar á hreyfingum skrið- jökla hérlendis. Af útlendum fræðimdnnum, er heimsótt hafa ísland og rannsak- að jökla þess, nefni ég aðeins fáa. 1857 kom sænski jarðfræðingur- inn Otto Torell hingað til lands- ins og fór meðfram suðurrönd Vatnajökuls. Að þeirri ferð lok- inni flutti liann þá kenningu. að Skandinavia öll hefði á jökultíma verið hulin samfeldum jökli, á svipaðan hátt og Græn- land er nú á dögum. Þessi skoðun Torells er nú ekki lengur nein kenning heldur staðreynd. Annar sænskur jarðfræðingui', Paikull, kom hingað til landsins 1865 og vekur fyrstur athygli á jökul- hlaupum. Noi’ðmaðurinn Helland dvaldist við suðurrönd Vatnajök- uls 1881 og Þjóðverjinn Keilhack fékst hér við rannsóknir 1888. Báðir hafa ritað um jökla íslands merkar greinar. Rannsóknir þessara manna hafa meir verið bundnar við jök- ulrendurnar og áhrif þeirra á randsvæðin, en við meginjöklana sjálfa. Þó hefir nú ýmsum hepn- ast hin síðustu árin að ferðast um jöklana og rannsaka þá. Árið 1875 tókst Englendingn- um Vhlliam Watts að ganga norð- ur yfir Vatnajökul, frá Núpstað í Fljótshverfi og til Grímsstaða á Fjöllum. Hafði hann áður gert mishepnaðar tilraunir til slíkrar ferðar. Watts ferðaðist í júní og júlí og var 12 daga á jökli. Hann fann Pálsfjall, er hann skírði svo eftir fylgdarmanni sínum. Aðra nibbu fann liann upp úr jöklinum, er hann kallaði Vatnajökull Housie. í ágústmánuði 1904 hepnaðist tveimur Englendingum, Muir og Wigner, að ganga yfir jökulinn frá NA—SV. Hreptu þeir fárviðri og voru 24 daga á jökli. Merkasti árangurinn af ferð þessara manna var, að þeir hröktu þá skoðun, að við Græna- lón, sunnan og vestan undir jökl- inum, væru nokkrar eldstöðvar, en slíkt höfðu menn þá ætlað. Þriðju ferðina yfir Vatnajökul fór Daninn Koch 1912. Fór hann í júnímánuði frá Kverkfjöllum til Esjufjalla og aftur til baka sömu leið. Tilgangur þeirrar ferðar var mestmegnis sá, að reyna hvort ís- lenskir hestar væru lieppilegir til notkunar á slíkum jökulferðum. 1919 fóru enn tveir Svíar, þeir Wadell og Ygberg, yfir jökulinn. Þeir lögðu af stað frá Kálfafelli í Fljótshverfi og lentu í Horna- firði. Þeir höfðu einnig hesta með í förinni. Merkasti árangur þessa leiðangurs var uppgötvun eldstöðva norðanvert við Skeiðar- árjökul, norðvestur af Hvanna- dalshnjúk. Eldstöðvar þessar 19 L

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.