Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN Þórður svaraði ekki. Prestur endurtók spurningu sína og talaði nú hærra en áður. Gamli maðurinn leit flöktandi augum ýmist á Lárus eða prestinn — en svaraði ekki. Presturinn sneri sér við á stóln- um og horfði hissa og spyrjandi á Lárus. Loks sagði Þórður veikum rómi: — Mætti ég segja nokkur orð við þig, Lárus? Lárus gekk að rúminu. — Ja, hvað segir þú nú um þetta, Lárus? Lárus fór með munninn alveg að eyranu á gamla manninum. — Ég held þú verðir að fallast á það, sagði hann hátt. Og svo gekk hann hljóðlega frá rúminu. I Presturinn hafði staðið upp, en settist nú aftur. Um stund var dauðaþögn í herberginu. Svo spurði presturinn enn á ný hins sama. Gamli maðurinn leit upp. Nú vai allur vafi horfinn úr augna- ráðinu, og ró og friður var í svipnum. /a> verð þá líklega að fall- ast á það, sagði hann og rendi um leið augunum til Lárusar. En nú gat Lárus ekki lengur iaft hemil á tilfinningum sínum. Fra honum heyrðist hálfkæft joð líkast því sem hann lefði ekka, og hann sneri sér skyndilega við og gekk út úr her- berginu. Gluggablóm. Nú eru síðustu forvöð að skifta um mold á gluggablómun- um. Best er að fá gróðurmold úr matj urtagarði hæfilega blandaða þeim frjóefnum, sem jurtin þarfnast. Þegar skift er um mold, er best að hvolfa blóminu úr pottinum og hrista svo moldina af því. Síð- an lætur maður blómið i tóma krukku, heldur því í hæfilegri hæð og þjappar mold niður með á alla vegu. Á hvaða blómum þarf helst að skifta um mold árlega? Það er á fuchsium, pelargoníum, hortensi- um, betlehemsstjörnum o. fl. Auk þessara á öllum öðrum blómum, sem mikið er á af fölnuðum blöð- Presturinn sat þögull og hrærð- ur. Ilonum datt í hug maðurinn, sem var trúr yfir litlu og var settur yfir mikið. ... Fjórum dögum seinna var Þórður þunni borinn til grafar. Guðmundur G. Hagalín þýddi. 15

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.