Samtíðin - 01.06.1934, Qupperneq 11

Samtíðin - 01.06.1934, Qupperneq 11
S AMTÍÐIN þó töluvert meiri mentun en tíðk- ast m'eðal annara þjóðflokka við Kyrrahafið, sem eru af sama kyn- þætti og' Filippseyingar. Þeir eru malajar að uppruna, en þó mjög' blandaðir öðrum þjóðum, einkum Kínverjum, Japönum, Indverjum, og svo náttúrlega Spánverjum. Iíöfuðborginni Manila hefir jafn- an verið við brugðið fyrir það, hve margra þjóða menn hafa tek- ið sér þar búsetu, og varla er sá þjóðflokkur til í hinum þrem álfum, sem að eyjunum liggja, að hann eigi sér þar ekki fleiri eða færri fulltrúa. Auk þess eru þar margir Evrópumenn: Portúgalar, Hollendingar, Engiendingar og Spánverjar. Þegar á þetta er lit- ið, er ekki furða, þótt hinn hreini, innlendi kynstofn víki nú sem óðast fyrir innflytjendum °S kynblendingum, enda eru þeir nú orðnir í m'eiri hluta í borgun- um. Frumbyggjamir hafast nú einkum við í afskekktum héruð- um. Þeir skiftast í margar ætt kvíslir, og er sú fjölmennust, sen nefnd er „tagalos". Þessir „taga los voru fremstir í menningu þegar Evrópumenn komu fyrs þangað, og þektu þeir m. a. letur jíerð, sem er mitt á milli mynd- leturs og framburðartákna. Mál þeirra er tiltölulega mjög auðugt og fullkomið, og- það hefir komið 1 or^a að taka það upp sem ri ísmál við hlið spænskunnar. A því hafa stundum verið haldnar i'æður á löggjafarþingi eyjanna. Spænskir fræðimenn hafa samið orðabækur yfir það, kenslubæk- ur og vísindarit, er það snerta, og þeir hafa gert mikið til að hefja það til vegs og virðingar. Meðal annars hefur fjöldi bóka verið prentaður á því máli, — en með latínuletri og spænskri stafsetn- ingu, sem smátt og smátt hefir útrýmt gamla letrinu. Margt merkilegt mætti segja um siði og hætti Filippseyinga og lyndiseinkunnir þeirra. En sökum þess að rúmið er hér takmarkað, fer ég fljótt yfir sögu. Eitt hið fyrsta, sem um þetta efni hefir verið ritað, stendur í bók eftir spænskan svartmúnk, sem uppi var um aldamótin 1700. Þar segir meðal annars svo: „Frumbyggjar landsins eru eir- rauðir á hörund, vel vaxnir, hafa mikið og svart hár, en ekkert skegg; þeir eru latir, ákaflega hneigðir fyrir hljóðfæi’aslátt og dans, og enn fíknari í hanaat. Þeir eru langlífir; sumir verða alt að 120 ára gamlir, en það er að vísu ekki algengt. Þeir láta hverj- um degi nægja sína þjáningu og þreyta ekki heilann á of mikilli hugsun. Hvenær sem er, og hvar sem er, geta þeir sofið, eíns og lægju þeir í dúnmjúku rúmi. Hvort sem þeir eiga mikið eða lít- ið af peningum, þá eyða þeir þeim, en eigi þeir enga, þá sætta þeir sig við það, án þess að hi-ella hugann með bollaleggingum. Þeir biðja um það, sem þeir þarfnast, 7

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.