Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1934, Blaðsíða 21
FRÁ ELDGOSINU í VATNAJÖKLI Jóhannes Áskelsson. j\Iéi er víst óhætt að segja, að hkitina megi skoða á jafnmarga vegu og þeir menn eru margir, sem þá athuga. Þetta á ekki síst við, þegar um landslag er að ræða. Sumir finna fegurðina í lit- skrúði náttúrunnar, aðrir í línum og formi þess lands, sem þeir skoða. Sumir hrífast af hrikaleik fjallanna, aðrir verða heiilaðir af vinalegu viðmóti grænna grunda og' skrúðgrænna skóga. Loks eru EFTIR JÓHANNESÁSKELSSON þeir, er fyrst njóta fegurðar nátt- úrunnar er þeir hafa skilið hin skapandi öfl, er ráðið hafa útliti þess landsvæðis, er þeir líta. Þeir síðasttöldu eru margir og á þenna hátt skýrist hversvegnahin„dyna- miska“ jarðfræði — eða sú grein jarðfræðinnar, sem fjallar um þau öfl, sem eru mikilsráðandi um út- lit og þróun jarðaryfirborðsins — á svo marga dýrkendur. Eitt af þessum öflum eru jökl- arnir. Næstum því hvar sem við förum og hvert sem við lítum sjá- um við verksummerki eftir þá, frá þeim tíma, er veldi þeirra var meira, þótt þeir séu horfnir þaðan með öllu. Það er því ekki að undra þótt jarðfræðingar leiti þangað, sem þeir eru enn að verki, til þess að finna lykilinn að þeim rúnum, sem jöklar fyrri tíma hafa rist, því óskeikulustu heimildirnar fyrir liðnum atburð- um í þessum efnum eru athuganir og rannsóknir á því, sem er. 17

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.