Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 13
SAMTlÐIN í „FléttuS reipi úr sandi". var hann veraldarvanur á þessu sviði, hafði leikið heiðurskvinnuna Grasa-Guddu, svo að vifcuni skipti, og hlotið almenna viðurkenningu fyrir meðferð sína á því hlutverki. Reynsla mín var aftur á móti afar hágborin í þessum efnum. Ég hafði gert heiðarlega tilraun til þess að leika hlutverk sýslumannsins í „Skugga-Sveini", þegar knatt- spyrnumenn hér i Reykjavik ætl- uðu að taka þetta vinsæla leikrit til sýningar öðru sinni. Æfingar byrjuðu, og mér var fundið allt til foráttu. Ég þótti seinn að læra, mis- skildi mitt þýðingarmikla hlut- verk, var óvaldsmannslegur i allri framkomu á leiksviðinu, talaði hreinræktað Nesjamál og þar fram eftir götunum. Svo er guði fyrir að þakka, að ég hef steingleymt öllum þeim vingjarnlegu og fögru lýsing- arorðum, sem samverkamenn min- ir viðhöfðu um mig á æfingunum, en það man ég greinilega, að augu mín opnuðust fyrir þvi, hve móður- málið er auðugt af nístandi, illkvitn- islegum háðglósum. Það voru hin æðri máttarvöld, sem tóku í taum- ana og sáu um, að Sveinki komst ekki á leiksvið að þessu sinni, og ég er þeim ávallt dálítið þakklát- ur fyrir þá ráðstöfun. Svo var það skömmu seinna, að mér var boðið hlutverk í „Spönskum nóttum", og hvernig sem á því stóð, þá tók ég boðinu. Ég hef oft og tiðum dáðzt að þeim kjarki, er ég sýndi við það tækifæri, þó að mér sé fyllilega ljóst, að maður á ekki að dást að sjálfum sér. Svo hófst þrautatími leikaranna — æfingarnar. Kvöld eftir kvöld var æft af hinu mesta kappi. Ég reyndi að læra hlutverk mitt, og að lokum tókst það. Ef satt skal segja, þá tróð hvíslarinn því inn í hausinn á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.