Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 blóði. Stundum hugsaði ég mér þá sem afar meinlausa, vingjarnlega aðdáendur, en hitt veifið sem ill- gjarna gagnrýnendur, sem alls ekki væri unnt að gera til hæfis. Þegar ég lá andvaka í rúmi mínu á næt- urnar, kom það fyrir, að ég hugsaði mér þá sem blóðþyrst óargadýr, sem biðu þess með óþreyju að komast í færi við mann, til þess að geta rif- ið mann á hol. Ég svitnaði við þá tilbugsun. Ég get vel trúað því, að mér hafi verið innan brjósts eins og honum Daníel sáluga í ljóna- gröfinni forðum. Síðustu dögunum fyrir frumsýninguna verður ekki með orðum lýst, svo hryllilegir voru þeir. Matarlystin, sem hafði verið minn tryggi förunautur, frá því að ég sleppti pelanum fárra vikna gamall, yfirgaf mig steinþegjandi og bljóðalaust. Svefninn, sem einnig hafði sýnt mér órjúfandi hollustu alla ævi, snéri við mér baki. Taug- ar mínar, sem höfðu verið úr stáli, voru nú eins og viðkvæmustu strengirnir á fiðlunni hans Þórar- ins Guðmundssonar. 1 fáum orðum: ég var allur af göflum genginn. Tryggvi reyndi að telja í mig kjark. en karlmannleg orð hans hljómuðu í eyrum mínum eins og býflugna- suða í fjarska og gerðu ekki ann- að en að auka angist mína. Svo rann hin mikla stund upp. Frum- sýningin — 12. janúar 1923. Áhorf- endurnir byrjuðu að streyma inn í húsið. Þetta var alls konar fólk, af öllum stéttum, úr misjöfnum pólitískum flokkum, en hafði það eitt sameiginlegt, að vera hávært og (að mér fannst) til í allt. Meðan fólkið var að koma sér fyrir i sæt- um sínum, stóð flámæltur, óþrosk- aður unglingur að tjaldabaki og bölvaði fæðingardegi sínum. Að lok- um var hringt — fyrsta — annað — og þriðja sinn. Hringingarnar hljómuðu eins og likklukkur í eyr- um mér. Hljómsveitin byrjaði að leika. Tónar hennar nístu hrellda sál mína. Ég átti mér aðeins einaósk, og hún var sú, að ég væri kominn langt, langt í burtu. Svo fór tjald- ið frá, hægt og hátíðlega. Ys áhorf- Ka*4»*»v» í k«.5>Ar>v*rr»

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.