Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 16
12 SAMTIÐIN endanna barst bak við tjöldin, ys fullnr eftirvæntingar. Mér varð litið á böfundana, og við mér blasti öm- urleg sjón. Þeir stóðu þarna saman- bnappaðir, öskugráir i framan og minntu á dauðadæmda afbrota- menn. Þrátt fyrir örvæntingu mína, gat ég ekki varizt brosi, svo ólíkir voru þeir því, sem þeir voru vanir að vera á æfingunum. Leikurinh Iiófst. Það var hinn vinsæli leikari, Friðfinnur Guðjónsson, sem fyrstur liafði orðið. Hann stóð fremst fram á bafnarbakkanum og var að bala upp konjaks-kút, því að þetta var á bannárunum. Kaðallinn, sem kút- urinn var bundinn í, slitnaði, og kút- urinn valt ofan í doríuna. Friðfinn- ur borfði á kaðalspottann í brot úr mínútu, og svo sagði bann: „Kaup- irðu góðan blut, þá mundu, bvar þú fékkst hann." Ógurlegt óhljóð heyrðist. Iðnó skalf og nötraði. Mér datt jarðskjálfti i hug. Ég áttaði mig ekki strax á því, hvað um væri að vera. Svo rann upj) fyrir mér Ijós. Þelta voru áhorfendurnir. Þeir voru að skemmta sér, voru að láta ánægju sína í Ijós. Isinn var brotinn. Tím- inn leið — heil eilifð. Svo féll mark- orðið okkar Tryggva. Við áttum að fara inn í ljónagröfina. Tryggvi sló á öxlina á mér og sagði: „Vertu óhræddur, þú stendur þig." Svo fór hann inn. Ég seildist eftir honum og kippti honum út aftur. Ég stam- aði: „Ég — ég get þetta ekki." Tryggvi svaraði: „Svona, enga vit- leysu, drengur. Þér liður miklu bet- ur, þegar þú ert kominn inn." Og við fórum inn. Hálsinn á mér herpt- ist saman, og það var engu likara en að hann væri i skrúfstykki frá Fossberg. Mér fannst, að það hlyli að vera ómögulegt, að ég kæmi upp nokkuru orði. Svo kom það ein- kennilega fyrir: áhorfendurnir klöppuðu, þegar við komum inn. Mér leið strax ofurlítið skár. Svc stamaði ég út úr mér fyrstu setn- ingunni, og kökkurinn fór úr háls- inum. Kvöldið leið — slysalausl. Maður fékk sér einn lítinn að aflok- inni leiksýningunni. Einn og einn — svona til að hressa sálina. Næsta morgun vaknaði ég þræltimbraður, en samt leið mér ágætlega. Mér varð hugsað til áhorfendanna, og þá fann ég, að í raun og veru þótti mér afar vænt um þá — og það hefur mér alltaf þótt siðan. Guð blessi óarga- dýrin! Gunna: — Stína segir, að ég máli mig! Dóra: — Vertu ekki að setja það fyrir þig, sem hún Stína segir. Ef hún hefði eins slæma húð og þú, mundi hún áreiðanlega mála sig líka. Hún: — Ég geri ráð fyrir, að þér vitið, að hann pabbi er alþingis- maður? Hann: — Ónei, ekki vissi ég það nú. En ég elska yður miklu meira en svo, að slíkt hafi nokkur ill á- hrif á mig. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á Islandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 101?.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.