Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 30
26 SAMTÍÐIN „undir stílsáhrif um" mesta kunnáttu- manns yngri skáldakjyns'lóðarinnar liér á landi. Enn vottar að vísu fyrir slíkum áhrifum á stöku stað í þess- um sögum og væri vandalítið að tína slíkt til. En sú er trúa mín, að í næstu bókum Ólafs Jóhanns muni þessi áhrif horfin, og er meistara og lærisveini það báðum fyrir beztu. Fyrsta sagan í þessari bók, Far- kennarinn, er veigamjikil og að ýmsu leyti ógleymanleg. Sögnefnið er rammíslenzkt, tæknin á erlenda vísu eins og í sögunum yfirleitt og hraðinn í samræmi við vora öld. Efnið er nóg i miklu lengri sögu, en höfundi tekst að fella það inn i ramma smásögunnar með þeim fyr- irvara að „framandi kom hann og fór eins og gestur". Hér er ímyndun- arafli lesandans leyft að njóta sín til þess ítrasta, svo að búast má við, að öllum þorra manna virðist sagan vera hálfsögð, en svo er þó eigi, heldur er hér um að ræða aðdáan- lega hófsemi höfundar, er spáh 111 jög góðu um meðferð hans á vandasömum söguefnum i náinni framtíð. — Hraðinn i þessum sögum er víða geysimikill. Þær eru eins og' straumhart bergvatn, er rennur flug- hratt að ósi. En þessi hraði stafar ekki af því, að höfundur sé að reyna að hespa sögurnar af, svo sem óþolin- móðum byrjendum hættir við. Þó að vatnið sé viða grunnt, brýtur hvergi á flúðum, viðvaningsháttar eða fá- fræði. Straumhraðinn er afleiðing aukins þroska, tízku og kunnáttu. Hér er allt með ráðum gert. Næstu söguna Rykið af veginum, mætti nefna „komposition úr Þrasta- BON AMI SÁPAN er óviðjafnanleg Glugga, Spegla, Glerflisar, Baðker, Þvottaskálar. Látið EON AMI SÁPUNA létta yður hreingerningarnar. Fæst víða. Heildsölubirgðir: H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.