Samtíðin - 01.04.1943, Page 13

Samtíðin - 01.04.1943, Page 13
SAMTÍÐIN y var hann veraldarvanur á þessu sviði, hafði leikið heiðurskvinnuna Grasa-Guddu, svo að vikum skipti, og hlotið almenna viðurkenningu fyrir meðferð sína á því hlutverki. Reynsla mín var aftur á móti afar hágborin i þessum efnum. Ég hafði gert heiðarlega tilraun til þess að leika hlutverk sýslumannsins i „Skugga-Sveini“, þegar knatt- spyrnumenn hér í Reykjavik ætl- uðu að taka þetta vinsæla leikril til sýningar öðru sinni. Æfingar byrjuðu, og mér var fundið allt til foráttu. Ég þótti seinn að læra, mis- skildi mitt þýðingarmilda hlut- verk, var óvaldsmannslegur i allri framkomu á leiksviðinu, talaði hreinræktað Nesjamál og þar fram eftir götunum. Svo er guði fyrir að þakka, að ég' hef steingleymt öllum þeim vingjarnlegu og fögru lýsing- arorðum, sem samverkamenn mín- ir viðhöfðu um mig á æfingunum, en það man ég greinilega, að augu mín opnuðust fyrir því, hve móður- málið er auðugt af nístandi, illkvitn- islegum háðglósum. Það voru hin æðri máttarvöld, sem tóku í taum- ana og sáu um, að Sveinki komst ekki á leiksvið að þessu sinni, og ég er þeim ávallt dálítið þakklát- ur fyrir þá ráðstöfun. Svo var það skömmu seinna, að mér var boðið hlutverk i „Spönskum nóttum“, og hvernig sem á því stóð, þá tók ég boðiriu. Ég hef ofl og tiðum dáðzt að þeim kjarki, er ég sýndi við það tækifæri, þó að mér sé fyllilega ljóst, að maður á ekki að dást að sjálfum sér. Svo hófst þrautatími leikaranna — æfingarnar. Kvöld eftir kvöld vai æft af hinu mesta kappi. Ég reyndi að læra hlutverk mitt, og að lokurii tókst það. Ef satt skal segja, þá tróð hvíslarinn því inn í hausinn á

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.