Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 er í tíma tekið, en lækna liann. Nú, þegar óráð og sótthiti hefir lieltek- ið sjúklinginn, má búast við því, að lækningin verði torveld. F'yrsta skrefið virðist vera að reyna til að stöðva sjúkdóminn, eftir þvi sem frekast er unnt. Sú tilraun liefir ver- ið gerð, hvernig sem hún kann að takast. Til lækningar eða hetrunar á sjúkdóminum þarf atbeina margra aðilja. Alþingis fyrst og fremst um allt, sem löggjöf þarf til. Því næst stjórnarinnar til að framkvæma á- kvarðanir alþingis. Og foks síðasl og ekki sizt allra þeirra manna, sem forræði nolckurt liafa um málefni einstakrá hluta landsmanna. Og loks þarf þegnskap alls almennings til ])ess að hati eða lækning megi tak- ast. Vafalaust munu margir verða að færa einhverjar fórnir, miðað við stundarhagnað. Og þar verður niest að heimta af þeim, sem mesta hafa getuna. En það eru vfirleitt þeir, sem mest hafa bætt hag sinn siðustu árin. Þeir hafa bökin breið- ust, og á þá verður því að leggja þyngsta haggana.“ — Utanríkisráð- herranna, Vilhjálmur Þór, sagði: „En vér vonum að fá að lifa í þessu landi lengur en setuliðið dvelur hér. Vonandi endar heimsstyrjöldin áð- ur en mjög langt líður, og máske verður öll setuliðsvinna hér liætt, löngu áður en styrjöldin endar. Þá verðum vér að nýju að treysta ein- göngu á sjálfa oss. Þá verður þjóð- in aftur að lifa á því einu, sem vér öflum með atvinnuvegum landsins, og þá höfum vér engar aðrar tekj- ur frá erlendum þjóðum en þær, sem vér fátim fyrir útfluttar afurð- ir landsins. Þá verðum vér tilnevdd- ir að haga atvinnuvegum landsins þannig, að þeir geti borið sig með því verði, sem tíðkast á hverjum tíma á sams konar vöru með við- skiplaþjóðum vorum.“ — Félags- málaráðherrann, Jóhann Sæmunds- son, komst þannig að orði: „Vér fs- lendingar erum ósáttir. Deilurnar standa um tímanleg verðmæti og völd. Freistarinn, hinn illi andi stríðsins, stendur á háu fjalli og kastar gulli niður hlíðarnar. Öflun- arhvötin er vakin, og menn skunda upp hrattann til þess að reyna að ná sínmn hlut. Er nokkuð mann- legra en þetta? Þegar menn búa í skipulegu samfélagi sem þjóðfélags- þegnar, er nauðsynlegt, að frum- hvatir manna séu tamdar. Þeim er markaður hás með löggjöf. Þær eru tamdar, mótaðar og göfgaðar, með uppeldi, fræðslu, kristilegri trú, sem skirskotar til móðurhvatarinnar með því að vekja samúð með þeim, sem eiga bágt og efla bróðurþel meðal manna. Fagrar listir miða einnig að göfgun frumhvatanna.“ Og loks komst fjármálaráðherra vor, Björn Ólafsson, þannig að orði: „Eg hefi í þessu stutla erindi boð- að það, sem margir munu kalla eklti góð tíðindi. Ég liefi boðað þröngt verðlag. Ég befi boðað sam- drátt í verzluninni. Ég liefi boðað nýja skatta. Allt hefir þetta stór á- hrif á afkomu fjölda manna. Allt kann þetta að hreyta núverandi við- horfi fjölda manna til margra hluta. En þjóðin jafnt og einstaklingar verða með sjálfsafneitun og vilja- þreki að vinna aftur það, sem með

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.