Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 13
SAMTEDIN Það er vitanlegt, að slíkt verk verður ekki unnið af einum manni, og að það þarfnast mikils og vandaðs undirbúnings, enda mikið i húfi, að það takist vel og verði þegar i byrjun undirstöðurit um landið. Yfirstjórn þess yrði að fela ritstjórn, sem i væru valdir binir færustu inenn í ýmsum þeim greinum, sem hér er um að ræða. Ekki mundi þó vert að hafa ritstjórn þá of fjölmenna, heldur yrði að fela henni að leita samvinnu við alla þá menn, er eitthvað gætu af mörkum lagt, og vitanlega yrði að nokkru leyti að hafa sama ráðið og Bókmenntafélagið hafði á sinum tíma, þ. e. að láta menn rita héraða- lýsingar, þar sem þeir væru kunnug- astir. Því að einungis með aðstoð kunnugra manna á hverjum stað er tryggt, að hcraðalýsingar fáist nokk- urn veginn gallalausar. Ritnefndin yrði hins vegar að bera ábyrgð á verkinu og hafa alla stjórn þess á hendi. Eðlilegast væri, að einhver stofnun tæki að sér útgáfuná, en ríkið styrkti undirbúning hennar. Ekki tel ég skipta miklu máli, hver stofnun það væri, sem þetta tæki að sér, eða hvort efnt yrði til nýrra samtaka i þessu skyni, en vel færi á því, að okkar aldna og virðulegaBókmennta- félag hefði þar forystuna, enda væri það i fullu samræmi við sögu þess og störf é liðnum líma. Nú er þegar hafin útgáfa á sögu landsins og menningarsögu þess sérstaklega, og vönduð útgáfa fornritanna hefir slarfað um riokkur undanfarin ár. Lýsing Islands með likum hætti og hér er gert ráð fyrir, ætti að vera sjálfsagður þátlur í þeirri keðju þjóð- legra ritsafna, sem hér um ræðir, og ef til vill hefði hún átt að fara á undan hinum tveimur. Akureyri, 1. apríl 1943. Athugasemd. Nokkrum dögum ef tir að þetta var skrifað bar Skúli Skúlason blaða- maður fram líka tillögu í útvarpser- indi. Engu að síður læt ég þetta greinarkorn frá mér fara, því að það er einungis sönnun þess, að þetta mál liggur í loftinu, hvað sem úr framkvæmdum verður. St. St. — Konan mín er ákaflega jafn- lynd. — Jæja?? — Já, hún er alltaf úrill. — Hann pabbi þekkir bæði greifa og baróna. — Ekki þykir mér það mikið; luinn pabbi minn þekkir negra. Rödd í símanum: — Ég ætlaði bara að láta vita, að hann Jón Hró- bjartsson væri veikur og gæti ekki komið í skólann í dag. Skólastjóri: — Hver er það, sem talar? Röddin: — Það er hann pabbi minn. !•"¦»/ . Nú er bezt að halda heim, hcrðir vind og sjóinn. Fossberg hefur fengið reim sf/^^Œy fyrir dynamóinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.