Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN R. M. STEPHENSON: 109. saga Samtíðarinnar Trúið þér pessu? HVERNIG GENGUR verzlunin? spurði ég lyfsalann okkar. — Illa, sagði hann, — hún geng- ur nú illa! Það er allra bezti maður, lyfsal- inn hjá okkur, svo að ég vorkenndi lionum. Ég keypti af honum skegg- sápu og lahbaði síðan út úr lyfja- búðinni. Rétt fyrir utan hana rakst ég á frú Wilbercross. Maðurinn hennar er matjurtasali. — Heyrið þér! mælti frú "Wilber- cross. — Hafið þér heyrt? — Nei, frú Wilhercross, sagði ég. — Hvað? — Það á að fara að skammta manni títuprjóna! sagði frú Wilber- cross. — Jæja, sagði ég. - Finnsl yður það ekki maka- lausl! sagði hún. — Hvað skykli koma næst? sagði ég- Frú Wilhercross danglaði í litinn böggul, sem liún hélt á. — Títu- prjónar, sagði hún. — Ja-á, sagði ég. í sama bili gekk frú Littlebrook framhjá okkur. — Frú Littlebrook, sagði frú Wilbercross. — Hafið þér heyrt það? Það á að fara að skammta manni títuprjóna. — Ó, drottinn minn dýri, kallaði frú Littlebrook. Hún sneri sér að mér og mælti: — Hafið þér nokk- urn tíma á ævi yðar? sagði hún. — Nei, aldrei sagði ég og lyfti hattinum. Síðan datt mér nokkuð í hug. Lengra úti á strætinu mætti ég frú Rroom. Það er ágætis kona hún frú Rroom. Hún teymir hund. Ég tók ofan fyrir henni. — Hafið þér heyrt? sagði ég. — Þeir ætla að fara að skammta manni Kruschen- saltið. I sömu andránni gekk frú Rrush framlijá. — Hafið þér heyrt? kall- aði frú Broom til frú Rrush. — Það á að fara að skammta okkur Kru- schensalt! — Hugsa sér, sagði frú Rrush og greikkaði sporið. - Hvert eruð þér að fara? spurði frú Rroom. — Út i apótek eftir Kruschensalti, sagði frú Brush. — Riðið þér eftir mér, sagði frú Rroom. Ég lyfti hattinum og labbaði á- fram, þar til ég mætti frú Fluelly. Inndælis kona hún frú Fluelly. Hún litar á sér hárið. — Hafið þér heyrt, frú Fluelly? spurði ég. — Nei, sagði frú Fluelly. — Þeir ætla að fara að skammta okkur heftiplástur, sagði ég. — Hana nú, sagði frú Fluelly,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.