Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: Lýsing íslands Steind. Steindórsson FYRIR RÚM- UM 100 ár- um réðst Hið ís- lenzka bók- menntafélag i það stórræði að safna til og und- irbúa fullkomna lýsingu íslands, er bæði skyldi ná yfir land og þjóð. Frumkvæðið að bví starfi átti Jónas Hallgrímsson. En iitill vafi er á þyi, að forráða- mönnum félagsins var þá fyllilega ljóst, liversu mikilvægt það væri, enda segir svo í boðsbréfi þvi, er senl var prestum á íslandi um að semja sóknalýsingar: „Það er barla áríðandi bverri þjóð að þekkja til blitar land það, sem hún býr í og á- stand sjálfrar sín i öllu tilliti, en það getur bún því aðeins,að rétt og greini- leg lýsing á landinu og þjóðinni bafi verið samin og sett á bækur, er síðan komi í almennings bendur." Undir boðsbréfið rituðu nöfn sín Finnur Magnússon, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Brynjólfur Péturs- son og Jón Sigurðsson. Sendi félagið boðsbréf þetta öllum prestum á land- inu og fékk þá til að rita sóknalýs- ingar og sýslumenn til að semja sýslulýsingar. Meginið af lýsingum þessum var samið. Eru þær enn til og má telja þær hinar merkustu beimildir. Sjálft lýsingarstarfið fór þó út um þúfur, því að Jónas Hall- grímsson, sem var lífið og sálin í þessu starfi, átti þá skammt eftir ó- lifað, og Jón Sigurðsson, sem átti að semja annan aðalhluta lýsingarinnar, þ. e. þjóðarlýsinguna, fékk öðrum lmöppum að hneppa. Þó má ekki gleyma þvi, að um þessar sömu mundir studdi Bómenntafélagið hin- ar merkilegu landmælingar Bjarnar Gunnlaugssonar og gaf út uppdrátt lians, sem var fullprentaður árið 1848. Árin liðu, og Islandslýsingin lá i þagnargildi. Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar var enn um nokkra áratugi fyllsta heimildar- ritið um land vort og þjóð. Hún er að vísu gagnmerkt heimildarrit, en eigi verður ]jví gleymt.að hún er skráð um miðja 18. öld, og hún eða fróðleikur hennar varð aldrei almenningseign á Islandi. Eftir 1880 hóf Þorvaldur Tlioroddsen hið mikla rannsóknar- starf sitt. Hann mun þegar frá ung- um aldri hafa haft í hyggju að semja fullkomna lýsingu íslands, er leyst gæti Ferðabók Eggerts af hólmi, sem höfuðheimild um landið. Þetta tókst honum að visu, því að enn kom Bók- menntafélagið til sögunnar og gaf út almenna landslýsingu í tveimur binduni 1908—1911, og síðar tvö bindi af landbúnaðarsögu 1919—

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.