Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 17
SAMTlÐIN 13 Og öllum skilst, þá er vakinn voði, því vitinn er stríðs og ófriðar boði .... Og vitar lifnuðu' uni landið í kring, þvi lýðnum var stefnt út á vopnaþing. Menn flykktust á vígvöll og fylktu þar, og fremstur gekk sá, er merkið bar. Og fylking þéttist, unz fjendur runnu, þá fundu þeir, til hvers vitarnir brunnu. Og aldrei skal það með sanni sagt, að sigurmerkið sé niður lagt. Ef vitinn ekki brennur á brattri hæð, hann brennur í Norðmannsins hjartaogæð. Já, brenn þú viti með leiftrandi Ijóma, já, lýstu bjartar og hærra til vegs og sóma." Þá um nóttina eftir» milli 8. og 9. apríl, hafði þetta gerzt í Noregi. Það var „barið á dyr", harkalega og óvægilega, og voði vakinn, með þeini atburðum, sem margsinnis hefir lýst verið, og lengi mun minnzt verða. Til voru fáeinir fáráðir menn í Noregi, sem tóku að sér það starf flugumannsins Rindils, að draga lokur frá hurðum, og mun þeirra skömm lengi uppi vera, eins og allra, er svíkja ættland sitt í tryggð- um. En þó er varla vert að minn- ast þessa, því að mest er uni vert allan þann drengskap, hreysti og lmgprýði, sem þá kom í ljós, er land skyldi verja, og sýndi, að vit- arnir brunnu „í Norðmannsins hjarta og æð", vitar, sem síðan hafa brunnið með æ skærari ljóma og lýsa nú æ „bjartar og hærra til vegs og sóma". Viðburðir næstu vikna og mánaða, hin hetjulega vörn und- ir forustu þess manns, er merkið bar, hins ágæta konungs Norð- nianna, og öll barátta Norðmanna og viðnám siðan heima og erlend- is, eru efni í nýjar, glæsilegar hetju- sögur, sem aldrei munu fyrnast, meðan dyggð og dáð er í heiðri höfð. Hinn 9. apríl 1940 kom það í ljós, að Norðmenn fundu, að þeir áttu ættjörð og ekkert var of gott og dýrmætt til að leggja í sölurn- ar fyrir hana. Og enn betur hefir þetta komið í ljós síðan, í viðnámi þjóðarinnar heima og í baráttu sona hennar og dætra utan heimalands- ins. Fagurlega hefir það sannazt, er Per Sivle kvað, að „þótl vitinn ekki brenni á brattri hæð, hann brennur i Norðmannsins hjarta og æð," og mun lýsa þjóðinni aftur inn í fyrirheitna landið, frjálsan Noreg. V. Hefir oss íslendingum runnið svo blóðið til skyldunnar sem eðlilegt væri og vera ætti? Stephan G. Steph- ansson kemst svo að orði í kvæði sínu „Avarp til Norðmanna": „Við hörpu íslands hnýttur sérhver strengur fær hljómtitring, ef skrugga' um Noreg gengur. Það snertir innar ættartali' i sögum sem ómur væri af sjálfra okkar högum og ættum bæ og börn í Þrændalögum." Betur og spaklegar verður ekki lýst þeim tilfinningum, sem allur þorri íslendinga mun bera i brjósti til norsku frændþjóðarinnar. Og víst er um það, að fréttirnar, sem borizt hafa hingað frá Norðmönn- um síðan 9. apríl 1940, hafa vakið „hljómtilring" í hug og sál hvers heilbrigðs íslendings: Fréttirnar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.