Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 16
12 SAMTIÐIN þær hafa gerzt á Norðurlöndum. Hver er sá íslendingur, sem þá kenndi eigi skyldleikans? III. Ekkert land í heimi getur átt slík ítök í hugum Islendinga sem Noreg- ur. Þaðan komu fleslir forfeðra vorra. Þar og hér gerðust sögurnar fornu, er hrifu oss á barnsaldri, þá er vér vorum hóklæs orðin. Frá hlautu harnsbeini eru oss kunn og hugstæð norsk örnefni, litlu miður en íslenzk nöfn eins og Þrymsev, Hafursfjörður, Hjörungavogur, Jað- ar, Sunnmæri, Sogn og Sólskel. Vér vorum á þessum stöðum með liug- ann i æsku, er vér heyrðum sögurn- ar lesnar eða lásum þær sjálf. Og málið á sögunum, sem vér lesum enn og köllum forníslenzku, er og mál hinna norsku söguhetja, frænda vorra. Vér skiljum því vel orð kvæð- isins, er Matthias Jochumsson orti, þá er liann kom til Noregs fyrsta sinni: „Nú hef eg litið landið feðra minna, það landið, sem inér hló á bernskudögum, er sái mín drakk af helgum hetjusögum frá Hálegg upp til Gríms ins loðinkinna. Mér finnst eg sjái móður minnar móður, eg málið þekki, svip og alla drætti; hér ómar allt af helgum hörpuslætti, eg hlusta tii, áf djúpri undran hljóður." Þótt margl Iiafi á milli horið Js- lendinga og Norðmanna á liðnum öldum, má sín þó meir en það allt meðvitundin um nánar blóðtengdir hræðra. Stundum geta bræður orð- ið ósáttir. En ltvenær sem á reynir, rennur blóðið til skyldunnar. Tóm- as skáld Guðmundsson hefir snilld- arlega túlkað það í kvæði sínu Dag- ur Noregs: „Og þó að milli ættjarða vorra um aldir úthaf gleymsku og þagnar á stunduiii flæddi, sá spölur gerðist skemmri, er skyldleikans kenndi, sem skar oss í hjartað þann dag, er Noregi blæddi.“ IV. Fyrstu apríldagar 1940 voru ör- lagaríkir Norðurlöndum. Atburðir höfðu gerzt og voru að gerast, sem sýndu, að hættur sleðjuðu að. Lika- böng var tekin að hringja yfir Norð- urlöndum. Ein persónuleg minning frá þess- um örlagadögum liefir orðið mér hugstæð. Að kvöldi hins 8. apríl lilýddi eg' á samsöng karlakórsins Fósthræðra. Sungu þeir félagar þá sem endranær nokluir norræn úr- valslög. Eitt þeirra var norskt lag við kvæðið „Varden“ eftir norska skáldið Per Sivle, tilkomumikið lag við tilkomumikið Ijóð. í kvæðinu víkur skáldið að því, að vitar voru kynntir á fjöllum fyrr á öldum, er ráðizt var inn í landið, til þess að stefna mönnum saman á vopna- þing til varnar landi sínu. Vegna þess að kvæðið mun ekki í margra höndum, minni eg á þrjú erindi úr því í þýðingu Freysteins Gunnars- sonar skólastjóra: „Það heyrðist í birting barið á dyr, og bóndinn hann vaknar og kallar og spyr: „Hver vekur með hrópum?“ „Til vopna skjótt, því vitinn brennur um dimma nótt.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.