Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 29
SAMTlÐIN 25 óvenjulegt ei'ni og nýstárlegt, né heldur, að lnin sé vettvangur hrika- legra átaka, leiksvið stórbrotinna viðburða eða þysmikill boðberi uýrra skoðana. En hún er lipurlega skrifuð og skemmtileg aflestrar, enda likleg til að hljóta vinsældir. Ekki verður séð, að skáldkonan sé undir neinu því áhrifavaldi, sem skyggi á persónuleik hennar og sjálfstæði. Stíllinn er tildurlaus og einfaldur, en mætti þó að skaðlausu vera litríkari og djarfari á stundum. Byggingu sögunnar er nokkuð ábóta- vant, t. d. er lokaþátturinn of laus í reipunum og virðist ekki vera 'stefnt að nægilega ijósu marki. Per- sónulýsingarnar eru misjafnlega skýrar, en bezt tekst höfundinum að blása lífi í Dísu á Felli, Bergþóru og Björn í Dal. Hins vegar verður mynd söguhetjunnar sjálfrar full- dauf í heild. Þrátt fyrir þá ágalla, sem hér hafa verið taldir, er bókin hið athyglís- verðasta byrjunarverk. Það má mik- ið vcra, ef Oddný Guðmundsdóttir sendir ekki frá sér góðar bækur og merkar, þegar hún hefir numið bet- ur galdur skáldsagnalistarinnar. Frumsmíð hennar gefur mikil fyrir- heit í því efni, — og þannig eiga líka frumsmíðar að vera. i. kvenmaður: — Hvaða karl er þetta, sem horfir þessi ósköp á okkur? 2. kvenmaður: — Ég veit ekki, hvað hann heitir, en hann kvað safna forngripum og alls konar skrani. 1 3 m j ö r 1 í k i ð ( v i ð u r k.e n n d a fe Bónið fína er bæjarins bezta bón. Útvegum margskonar vörur frá Bandaríkjunum og Bretlandi, svo sem: Vélar Verkfæri Vefnaðarvörur . Pappírsvörur o. m. fl. Skrifstofa í New York 7 Water Street. @ AlfA © Umboðs- og heildverzlun Hamarshúsinu Tryggvagötu Beykjavík Sími 5012 Pósthólf 643 ^^^^—^"

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.