Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 35
SAMTIÐIN 31 þeir VITRC Nýjar bækur SOGÐU Fögur rödd er eins og bros í eyrað! Það eru ósmáar kröfur, 'sem gerðar eru til ræðumanna nú á tímum. Það þarf vissulega mikla hæfileika og kunnáttu til þess að geta uppfyllt þær. En öll verðum við að reyna að komast eins langt og unnt er á þessu sviði. Af góðum ræðumanni verður að krefjast þess, að hann sé vel menntaður og að hann misbjóði aldrei þeirri tungu, sem hann mælir á. Hann verður að hafa mikla og fagra rödd, sem hlotið hefur full- komna þjálfun og hann verður jafn- an að hafa nægan orðaforða á hrað- bergi. Ræðumaður verður að hafa næman og öruggan smekk. Hann á að vera fljótur að átta sig á aðal- atriðunum í hverju máli, og hann verður að vera minnugur. Enginn maður á nokkurn tíma að halda ræðu í þeim tilgangi að auglýsa sjálf- an sig eða til þess að afla sér hróss, heldur einungis til þess að fræða aðra og lyfta þeim á hærra menn- ingar- og þekkingarstig. Sérhver göfugur ræðumaður á að meta land sitt og þjóð mikils. Gamalt latneskt orðtak segir: Nemo orator n i s i v i r b o n us, þ. e. Enginn nema góður maður getur orðið ræðu- skbrungur. — Elton lávarður. Vertu fljótur að taka ákvarðanir þínar, en segðu engum, hvaða for- sendur liggja að baki þeim. Ákvarð- anir þínar kunna að reynast réttar, en röksemdir þínar eru vafalaust rangar. — Mansfield lávarður. Sverrir Kristjánsson: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir. Erindaflokkur sá, er höfundurinn fluttj í útvarpið veturinn 1941—42. 183 bls. Verð ób. 28 kr., íb. 36 kr. Ásgeir Hjartarson: Mannkynssaga I. Þetta fyrsta bindi, seni er fyrst og fremst menningarsaga, nær til árs- ins 300 f. Kr. 296 bls. Verð ób. 36 kr., íb. 50 kr. Iðnsaga íslands. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Bókin er gefin út til minja um 75 ára afmæli Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, hún er í tveim bindum samtals um 830 bls., prýdd allniörgum myndum. Verð ób. 100 kr., íb. 140 kr. Knattspyrnubókin. Löggilt kennslu- bók brezka Knattspyrnusambands- ins. Með 52 myndum. Einar Björns- son hefur þýtt. 111 bls. Verð ób. 16 kr. Dr. Guðm. Finnbogason: Huganir. Greinasafn. 362 bls. Verð í skinn- bandi 50 kr. Leo Tolstoý: Kósakkar. Saga um ást- ir og hernað í Rússlandi. Jón Helgason þýddi. 149 bls. Verð ób. 24 kr. Ef yður vanlar einbverja bók, þurfið þér ekki annað en að hringja eða skrifa til okkar — og bókin verður send yður heim — gegn póst- kröfu. út um land. RÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR. Laugavegi 19, Reykjavík. Sími: 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.