Samtíðin - 01.07.1943, Qupperneq 35

Samtíðin - 01.07.1943, Qupperneq 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRIJ Nýjar bækur .......-SÖGÐU: Fögur rödd er eins og bros í eyrað! Það eru ósmáar kröfur, sem gerðar eru til ræðumanna nú á tímum. Það þarf vissulega mikla hæfileika og kunnáttu til þess að geta uppfyllt þær. En öll verðum við að reyna að komast eins langt og unnt er á þessu sviði. Af góðum ræðumanni verður að krefjast þess, að hann sé vel menntaður og að hann misbjóði aldrei þeirri tungu, sem hann mælir á. Hann verður að hafa mikla og fagra rödd, sem hlotið hefur full- komna þjálfun og hann verður jafn- an að hafa nægan orðaforða á hrað- bergi. Ræðumaður verður að hafa næman og öruggan smekk. Hann á að vera fljótur að átta sig á aðal- atriðunum í hverju máli, og hann verður að vera minnugur. Enginn maður á nokkum tíma að halda ræðu í þeim tilgangi að auglýsa sjálf- an sig eða til þess að afla sér hróss, heldur einungis til þess að fræða aðra og lyfta þeim á hærra menn- ingar- og þekkingarstig. Sérhver göfugur ræðumaður á að meta land s-itt og þjóð mikils. Gamalt latneskt orðtak segir: Nemo orator n i s i v i r b o n us, þ. e. Enginn nema góður maður getur orðið ræðu- skörungur. — Elton lávarður. Vertu fljótur að taka ákvarðanir þínar, en segðu engum, hvaða for- sendur liggja að baki þeim. Ákvarð- anir þínar kunna að reynast réttar, en röksemdir þínar eru vafalaust rangar. — Mansfield lávarður. Sverrir Kristjánsson: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir. Erindaflokkur sá, er höfundurinn i'lulti í útvarpið veturinn 1941—42. 183 bls. Verð ób. 28 kr., ib. 36 kr. Ásgeir Hjartarson: Mannkynssaga I. Þetta fyrsta bindi, sein er fvrst og fremst menningarsaga, nær til árs- ins 300 f. Kr 296 bls. Verð ób. 36 kr., ib. 50 kr. Iðnsaga íslands. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Bókin er gefin út til minja um 75 ára afmæli Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík, bún er í tveim bindum samtals um 830 bls., prýdd allmörgum myndum. Verð ób. 100 kr„ íb. 140 kr. Knattspyrnubókin. Löggill kennslu- bók brezka Knattspyrnusambands- ins. Með 52 myndum. Einar Björns- son befur þýtt. 111 bls. Verð ób. 16 kr. Dr. Guðm. Finnbogason: Huganir. Greinasafn. 362 bls. Verð í skinn- bandi 50 kr. Leo Tolstoý: Kósakkar. Saga um ásl- ir og hernað í Rússlandi. Jón Helgason þýddi. 149 bls. Verð ób. 24 kr. Ef yður vantar einbverja bók, þurfið þér ekki annað en að bringja eða skrifa til okkar — og bókin verður send yður lieim — gegn póst- kröfu út um land. BÓKARÚÐ MÁLS OG MENNINGAR. Laugavegi 19, Reykjavík. Sími: 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.