Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN gáleysi hefir tapazt. Þeir erfiðleik- ar, sem þarf að yfirstíga, eru mikl- ir, og afkoma þjóðarinnar um margra ára skeið fer eftir því, hversu tekst i þessari l)arátlu. Það er langt frá þvi, að baráttan sé vonlaus. Á- rangurinn er að mestu undir lands- mönnum sjálfum kominn og nú verður úr skorið, hversu í þá er spunnið.“ Þannig lýsti hin nýja rikisstjórn vor viðhorli sínu um síðustu ára- mót, og engin ástæða er til að ætla, að það liafi breytzt síðan i þeim höfuðatriðum, er hér koma fram. Samtíðin lítur svo á, að þessi um- mæli heri vott um karlmennsku og drengskap. Eitt er líka mjög athygli- vert og stingur í slúf við hin sí- felldu, hvimleiðu loforð flokks- hundnu stjórnmálamannanna, sem tízka er að veifa framan í fólk fyr- ir kosningar, en það er, að þessir menn forðasl yfirleitt loforð. For- sætisráðherra segir: „Stjórnin get- ur ekki lofað yður því, að levsa af hendi nein afrek, en hún heit- ir því að vinna eftir beztu getu.“ Hér er mælt af fullkomnum Iieiðar- leik og fláttskaparlaust, eins og vænla mátti af manni sem dr. Birni Þórðarsyni. — Jóhann Sæmundsson félagsmálaráðherrá tök i sama streng. Hann sagði: „Þótt ég Iiafi drepið á ])cssi atriði, má enginri taka orð mín svo, að ég sé að lofa neinu. Ríkisstjórnin hefir ekki slíka að- stöðu, og vilji er ekki sama og efnd- ir.“ Jóhann Sæmundsson hrast held- ur ekki einurð og heiðarleik til þess að segja af sér ráðherrastörfum, er honum fannst hánn ekki geta notið sin svo í emhælti sínu sem hann vildi, en það er önnur saga. — Björn Ólafsson fjármálaráðherra undir- strikaði áðurnefnt viðhorf fyrir sitt leyti með þessum orðum: „Þetta hlutverk (þ. e. að hægja yfirvofandi fjárhagshruni, atvínnuleysi og hjargarskorti frá þjóðinni) hefir nú- verandi ríkisstjórn tekið að sér, meðan henni endist til þess aldur. Hún getur engu lofað um árangur- inn, en liann er að miklu leyti kom- inn undir þjóðinni sjálfri.“ Þessi viðhorf ráðherra vorra minna oss allverulega á það, er hinn mikilúðlegi og hugumstóri forsætis- ráðherra Bretlands, Winston Chur- cliill, lofaði ]).jóð sinni erigu öðru en surum sveita, tárum og hlóði, ef hún vildi sigur vinna. Munurinn er varla meiri en sem svarar að- stöðumun Breta og Islendinga í lífs- haráttunni nú á tímum. En finnst mönrium hugarfarið, sein [icssi um- mæli sýna, ekki geðþekkara en sineðjuleg og stundum næsta hald- lítil kosningaloforð? Þau finnst oss stundum talsvért keimlik’ frægum ummælum, sem varðveitt eru í Matt- heusarguðspjalli 1. kapítula, 9. versi og hljóða þannig: „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Ég' er ekki sammála því fólki, sem alltaf er að kvarta um hættur og erðugleika. Ég þakka guði fvrir, að ég sk.vldi vera í heiminn borinn til þess að bjóða þessum örðugjeikum byrginn. — Edmond Ironside. -

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.