Samtíðin - 01.07.1943, Síða 14

Samtíðin - 01.07.1943, Síða 14
10 SAMTÍÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN Ólafur Láruss. ólafur Lárusson prófessor er fæddur i Selárdal í ArnarfirSi 25. febr. 1885. Foreldrar: Síra Lárus Benediktsson, prestur þar, og kona hans ólafía ólafsdóttir, dómkirkjuprests í Rvik, Páls- sonar. — Ólafur Lárusson lauk stúdentsprófi í Rvík 1905 og hóf náttúrufræðinám við Rhafnarháskóla sama ár. Hvarf frá því námi eftir 3 ár og hóf lögfræðinám í Rvík 1908. Lauk prófi í þeirri grein við Háskóla íslands 1912 með mjög góðri eink- unn. Málaflutningsm. í Rvík næstu árin. Settur próf. við laga- deild háskólans frá því haustið 1915—1. febr. 1917 (í ráðherratíð Einars próf. Arnórssonar). Fulltrúi borgarstjóra í Rvík frá haustinu 1917 —1. jan. 1919, en var þá skipaður prófessor i lögum. Próf. ólafur hefur oft verið settur hæstaréttardómari eða samtals um (i ára skeið. Hefur setið í sáttanefnd og niðurjöfnunarnefnd Rvíkur. Rektor liáskólans 1921—-22 og 1931—32. Hann er frábær lærdómsmaður ekki eingöngu í lögfræði, heldur og islenzkum l'ræðum yfir- leitt og manna fróðastur um byggðasögu ís- lands. Hefur samið merk rit og fjölda tíma- ritssreina. Hann kvæntist 15. júlí 1922 Sigríði Magnúsdóttur, verzlunarmánns Ivaj M u n k, danski prest- urinn og skáld- ið, er fæddur 1898. Lauk guð- fræðiprófi 1928 og gerðist síð- an prestur í Veders0 á Jót- lándi. Hefur m. Kaj Munk a. samið þessi leikrit: H u g- s j ó n a m a ð u r i n n (1928), í brimin u(1929), Gant (1931), Orðið (1931), Hinir ú t- völdu (1933), Hamlet (1935), Sigurinn (1936), H a n n s i t u r v i ð d e i g 1- u n a (1938). — Leikfélag Rvík- ur hefur að undanförnu sýnt 0 r ð i ð eftir Ivaj Munk við mikla aðsókn. Er þetta talið Zhukov einna merkasta leikrit höfund- ar. K. M. er tvímælalaust mesta leikritaskáld Dana nú á tímum og líklegur til að geta sér heimsfrægð, þegar um hægist í veröldinni. Hann er fífldjarfur höfundur og óvæginn við allt og alla. Eitt sinn hugðist hann mundu láta af prestsskap, en hætti við það vegna eindreginna tilmæla safnaðar síns. Þegar þetta er ritað, er mikið rætt hér um tvo brezka leikara, Noel Coward, sem stjórn- aði myndatöku kvikmyndarinnar U n d i r g u n n f á n a (In which we serve) og lék sjálf- ur aðalhlutverkið, og Leslie Howard, sem er nýlátinn. — Noel Coward er fæddur 1899. Var upphaflega leik- ari, en hefur síðan 1924 verið afkastamikill rithöfundur. Leik- rit hans fjalla einkum um ástir og hjónabönd. Hann er læri- sveinn Bernards Shaw. Noel Coward er glæsimenni. Einna frægasta leikrit hans er „Hay fever“. Margir muna eftir kvik- myndinni „Cavalcade" eftir liann, sem sýnd var hér fyrir nokkr- um árum. — Leslie lloward fæddist í London 1893. Lék upphafl. á leiksviðinu, en síðar í kvikmyndum, m. a. í Rauðu akurliljunni (Sir Percy Blakeney), Romeo og Júlíu (Romeo) og Pygmalion (próf. Higgins). Siðast sá ég hann í stórmyndinni „Á hverfanda hveli“. L. H. var hámenntaður leikari og hafði ágæta rödd. L. Howard fsafirði, Þorsteinssonar. Gregory Zhukov, hinn heims- frægi form. herforingjaráðs Sovét-Rússlands, er bóndason- ur. Um aldur hans er oss ókunn- ugt. Hann hefur gegnt herþjón- ustu um 28 ára skeið og hefur greitt þýzka hernum einna þyngst högg allra rússneskra foringja. Árið 1939 stjórnaði hann hersveit- um Rússa gegn JapönumíMon- gólíu, en 1941 var honum fal- in vörn Mosk- vu, og hét hann því, að hún skyldi aldrei unnin verða. Zhukof er mik- ill starfsmaður. Noel Coward

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.