Samtíðin - 01.07.1943, Qupperneq 30

Samtíðin - 01.07.1943, Qupperneq 30
26 SAMTÍÐIN GRÉTAR FELLS: Hvað er Ijóð? Tveir menn rita í síöasta hefti Samtíð- arinnar og gera athugasemdir við grein, er ég átti í tímariti þessu fyrir skömmu. Fjallaði sú grein mín um það, sem ég kalla „frjáls 1 jóð“, og var þar um að ræða vörn í því máli og að vísu nokkra sókn á hendur þeim, cr mér virtust taka fjand- samlega afstöðu til þessarar tegundar skáldskapar og ekki geta unnt henni sann- mælis. Þessar greinar þeirra félaganna í síðasta hefti Samtíðarinnar eru yfirleitt hóflega ritaðar, jafnvel þótt nokkurrar gremju kenni þar, sem sjálfsagt er ekki að furða, þar sem um jafn viðkvæmt vel- ferðarmál mannkynsins er að ræða! En misskilnings kennir þar einnig, til dæmis þess misskilnings, að því er virðist, að ég sé eiginlega á móti hinu rímaða máli. Slíkt er fjarri sanni. Rímuð ljóð hafa að sjálfsögðu ýmsa kosti, sem hin órímuðu hafa ekki, en hin rímlausu hafa líka kosti, sem hin rimuðu vantar. Annars gera þess- ir tvimenningar sig aðallega seka um hinn þráláta gamla misskilning, að rím og ljóð sé eitt og hið sama. Er þar ruglað sam- an lífi og formi, efni og anda, eins og oft vill verða. Og meðan menn geta ekki lát- ið sér skiljast, að það, sem gerir „ljóð“ fyrst og fremst að raunverulegu ljóði, er ekki rímið, heldur sálúð þess („stemn- ing“), eitthvert dularfullt innra líf, sem menn mega kalla hvað sem er fyrir mér, þýðir í raun og veru ekki að deila við þá um þetta efni. Hinu skal ekki neitað, að rím eða ákveðið form geti hjálpað til að magna einhverja ákveðna sálúð, en það skapar hana aldrei. Það er að mín- um dómi jafn mikil fjarstæða að halda því fram, að Ijóð og rím séu eitt, eins og að staðhæfa, að maðurinn sé aðeins líkaminn. Ekki fæ ég heldur séð, að þess sé nein þörf að fara að halda þessu, sem ég kalla „frjáls ljóð“ eða órímuð, undir Notið sumarið og sólskinið til að mála Framleiðum aðeins úrvals lökk og málningu, f jölbreytt að gerð og litum, handhæg í meðferð.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.