Samtíðin - 01.07.1943, Side 31

Samtíðin - 01.07.1943, Side 31
SAMTÍÐIN 27 skírn og velja þvi eitthvert nýtt heiti. Því segja má, að Ijóð skiptist í tvo höfuð- flokka, rímuð ljóð og órímuð ljóð. Orð- henglar geta að vísu lengi deilt um nöfn og min vegna mega þeir skemmta sér við það, svo lengi sem þeir vilja, en ég hið að hafa mig afsakaðan. Ekki fæ ég hekl- ur skilið, að unnt sé að lesa það út úr grein minni um hin frjálsu ljóð, að listin eigi eða geti verið formlaus með öllu, og eru slíkir útúrsnúningar í raun og veru ekki svaraverðir. Annars skal það játað, að hið víðáttumikla land hinna órímuðu Ijóða er enn þá að miklu leyti ónumið, að minnsta kosti með oss íslendingum og væri full þörf á því, að taka þetta efni til rækilegri meðferðar, annað hvort í ræðu eða riti, en ennþá hefur verið gert, og sérstaklega her nauðsyn til að lypta því upp úr því feni persónulegra ádeilna, sem sumir virðast vilja draga það niður i. Ég hef hugsað mér að gera ])essu efni betri og rækilegri skil siðar, annað hvort i ræðu eða riti, og nenni þvi ekki að elta ólar við allt það, sem mér virðist á mis- skilningi byggt í greinum tvímenninganna, en mun hugsa til þeirra siðar, auðvitað í öllu bróðerni. Að lokum vil ég aðeins varpa fram þessum spurningum: Hvar er rimið í Ijóðum lækjanna, í söng fuglanna, i þyt stormsins? Hvar er rímið i Ijóði þagnar- innar, sem titrar yfir öræfum íslahds? Og — að siðustu: Hvar er ljóðið í rími Æra-Tobba og annarra slíkra manna, sem virðast aðeins yrkja rímsins vegna? Hvar er Ijóðið i rimi sumra flatrímaranna, sem nú gefa út stökur sinar og stefjamál? Umræðum um þetta efni er hér með lokið hér í ritinu. R i t s t j. Hún: — Mér er ómögulegt að trúa þessu um big, Guðmundur! Hann: — Tráðu þvi þá bara um einhvem annan, --- Vinnuskilyrðin tryggja yður ^Fíjóía og- góða víruiu, Þau eru bezt í rafmagnsfaginu á Vesturgötu 3 Bræðurnir Ormsson Kemisk verksmiðja „|UNO“ Framleiðir eftirtaldar fyrsta flokks vörur: Dekkhvítu Zinkhvítu No. 1 Olíurifna málningu, flesta liti, Mattfarfa í fiestum litum Gólflakk Gæði „JUNO“-framleiðslu eru þegar búin að vinna hylli þeirra, er notað hafa. Söluumboð: Gotfred Bernhöft & Co. h.f. Sími 5912 — Kirkjuhvoli

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.