Samtíðin - 01.09.1943, Side 9

Samtíðin - 01.09.1943, Side 9
SAMTIÐIN 5 höndum um það, að skapa sér sæmi- leg lífskjör. Heill heildarinnar er heill einstaklingsins. En einstaklings höl er höl allrar heildarinnar. Og þegar ríkið skapar einstaklingum böl, með því að gera þá að drykkjumönnum, þá særir það sjálft sig mergundar- sári. Það er eittlivað viðbjóðslega rotið við þetta, að ríkið skuli ætla sér að hagnast á niðurlægingu og brevsk- leika þegnanna. Og það er sannarlega öfugstreymi í 'þeirri fjármálastefnu, sem freistar staðfestulausra manna til þess að láta af bendi sinn síðasta eyri fyrir áfengi, en verður svo að kosta fjölmenna lögreglu til þess að hafa gát á ölvuðum mönnum, kosta hegningarhús, þar sem hægt sé að refsa þeim fyrir yfirsjónir, framdar í ölæði, kosta spítala til þess að taka við þeim, þegar þeir hafa eyðilagt lieilsu sína, og verða að taka fjöl- skyldur þeirra upp á sitt framfæri. Eini þjóðarauður fslendinga frá landnámstíð og fram, á þennan dag er vinnuaflið. Vér höfum aldrei átt önnur verðmæti, og vér eignumst sjálfsagt aldrei dýrara verðmæti. Þó fer þjóðin ekki jafn gálauslega með neitt og vinnuaflið. Og á hverju ári glatar hún mörgum sinnum meira verðmæti í sóuðu vinnuafli vegna drykkjuskapar lieldur en ágóðanum af Áfengisverzluninni nemur. AFENGISÚTSÖLUNUM var lok- að um hríð 1941. Á þeim tíma gjörhreyttist hfið í kaupstöðunum, Friður og vinnugleði ríkti þar. Lög- J'eglan hafði ekkert að gera. Engin afbrot voru framin. Það var alveg eins og ný öld friðar og farsældar væri upp runnin. Fyrir þessu eru skýlausar yfirlýsingar lögreglustjór- anna í öllum kaupstöðum landsins. Meginþorri allra kjósenda í kaup- stöðunum skoraði á ríkisstjórnina og Alþingi að láta þetta lialdast — hafa áfengisútsölurnar lokaðar fram yfir stríð. Hvers vegna mátti það ekki haldast? Það gat þó verið, að öll heill og hamingja þjóðarinnar væri undir því komin. En einhverjir skúmaskotsmenn máttu sín meira beldur en vfirgnæfandi meiri hluti „háttvirtra kjósenda“. Áfengisútsöl- urnar voru opnaðar aftur. Og það svrti fljótt í álinn. Nú er minning lokunartímabilsins aðeins eins og minning um fagran sólskinsdag í langri og þrotlausri illviðratíð. Það heitir svo, að áfengisútsölurn- ar liafi verið lokaðar í meira en ár. En það er einkennileg verzlunarlokun, því að árið, sem leið, græddi Áfeng- isverzlunin 6 miljónir króna á áfeng- sölu, og ríkissjoður enn meira. Það var verzlað allt árið — selt út um bakdyrnar. Sú verzlun minnir óþægi- lega á verzlun bruggarans og laun- salans, sem löggjafinn hefir stimpl- að sem skaðræðismenn. Saga Áfengisverzlunarinnar þetta ár er hneyksli í verzlunarsögu ís- lands. Hún er einnig margslungin hneykslunarkeðja af beggja hálfu, seljanda og kaupenda. Enginn ein- staklingur, sem er vandur að virð- ingu sinni, mundi vilja láta slíkt um sig spyrjast. En sjálft íslenzka ríkið þykist hafa nógu breitt bak til að bera slíkar ávirðingar. Afleiðing þessarar verzlunar rik-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.